Vísir - 25.04.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 25.04.1980, Blaðsíða 19
Föstudagur 25. april 1980 a annaö nunflrað lirugghús iramleiða maitwtiisky i Skotlandi: Skoðið flögur brugghús ð whiskyteiðinni Fáir hugsa til Skotlands án þess aö láta sér detta i hug skoskt whisky. Þetta á alveg sérstaklega viö um skosku hálöndin, þar sem langflest brugghúsin eru. Mörg þessara húsa taka á móti feröa- mönnum áriö um kring,sýna þeim hvernig bruggunin fer fram og leýfa þeim aö bragöa á fram- leiöslunni. t Skotlandi eru á annaö hundraö brugghús, sem framleiöa malt-whisky, og um 60 þeirra eru á tiltölulega litlu svæöi i Grampian-héraöi. Þangaö er fljótlega aö aka frá Inverness eöa Aviemore, svo dæmi séu tekin, og þvi sjálfsagt fyrir feröamenn, sem eru á þeim slóöum.aö fara „Whisky-leiöma” sem svo er köll- uö og heimsækja eitt eöa fleiri brugghús. Heimsókn i fjögur brugghús Whisky-leiöin — eöa „Whisky-Trail” eins og hún heitir á ensku — er sérstaklega merkt og þvi auövelt fyrir ökumenn aö rata um hana. A þessu svæöi viö Sey ána eru fjögur stór brugghús, skammt frá hvort ööru: Tamdhu, Glenfarclass, Strathisla og Glen- fiddich. Þessi brugghús eru öll „i leiöinni” og öll opin almenningi. Glenfiddich er opiö alla virka daga kl. 10—12 og 14—16, Glenfar- clas virka daga kl. 9—16.30, Thamdhu virka daga i mai tií september kl. 10—12.30 og 13—16.30, og Strathisla virka daga frá júnilokum til miös september kl. 9.30—11.30 og 13—16. í þorpinu Tomintoul syöst á whisky-leiöinni eru sérstakar whisky-verslanir, þar sem hægt er aö kaupa flestar tegundir af skosku whisky. Þeir, sem ætla aö heimsækja öll brugghúsin og Tomintoul, þurfa aö áætla um sex klukkustundir til fararinnar. Aö sjálfsögöu er hægt aö heim- sækja önnur brugghús allt eftir þvi hvar er i Skotlandi, og veita uppýsingarskrifstofur feröa- málaráöa viökomandi staöa allar upplýsingar aö þvi er varöar mót- tökutima og annaö er máli skipt- ir. Margar geröir af whisky Malt—whisky er hiö uppruna lega skoska whisky, þótt flestir liti nú til dags á blandaö whisky sem hinn eiginlega „skota”. Hægt er aö kaupa margar teg- undir af maltwhisky, misjafnlega gömlu eftir smekk. Framleiösla á blönduöu whisky hófst aöeins fyrir um 120 árum siöan, eöa nokkrum áratugum eftir aö fariö var aö framleiöa svokallaö kornwhisky, sem bæöi er bruggaö á annan hátt en malt- whisky og aö hluta til úr öörum hráefnum, þe. úr mafs auk byggs, sem maltwhisky er unniö úr. Hvert fyrirtæki fyrir sig hefur sina eigin blöndu, og þess vegna er oft verulegur munur á hinum ýmsu tegundum „skota”. Ekki er óalgengt, aö I sífkri blöndu sé 40-50 ólikum tegundum af malt whisky blandaö saman viö korn- whisky eftir forskrift, sem haldiö er vandlega leyndri. Þaö er vissulega forvitnilegt aö sjá hvernig „lifsvatniö”, eins og whisky var upprunalega kallaö, veröur til, og I þvl efni er sjón sögu rikari. ESJ. Maltwhisky er enn bruggaö I stórum koparpottum. Mór gegnir mikilvægu hlutverki viö whiskygeröina. Hér er veriö aö moka mó á eldinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.