Vísir - 25.04.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 25.04.1980, Blaðsíða 21
VÍSIR Föstudagur 25. april 1980 21 1 GOfiAR BAÐ- STRENDUR. SÚLSKIN OG LÁGT VðRUVERD Ein baðstrandanna á suðurströnd Jersey, Portelet flóinn. Efst til hægri má sjá varnarbyrgi frá Napóleonstímanum. Þessi mynd er tekin á degi „blómaorustunnar" í St. Helier, höfuðborg Jersey, og sýnir einn af blómavögnunum, sem sérstaklega eru útbúnir til að taka þátt í hátíðinni. Eins og sjá má er ekki um neina smásmíðað ræða. Ljósmynd: BTA er svæöiö innan múranna um tiu hektarar. Breskir hermenn voru þar til húsa fram til ársins 1932, og þaö var ekki fyrr en áriö 1958 aö breska rikisstjórnin seldi Jersey-riki virkiö. Stjórnvöld hafa nú fjárfest rúmlega 3.5 milljaröa króna i Fort Regent og breytt þvf i eina af viöamestu tómstunda, iþrótta- og skemmtimiöstöövum i Evrópu. Þarna er hægt aö stunda fjöl- margar iþróttir og leiki, skemmtikraftar af ýmsu tagi koma þar fram, margvisleg söfn og verslanir eru þarna til húsa, einnig veitingahús, diskótek, bar- irogkaffihús.svodæmiséu tekin. Sérstök áhersla er lögö á tóm- stundir barna og unglinga, m.a. meö frumlegum barnaleikvelli, þar sem leiktækin eru óvenjuleg og aö sjálfsögöu mjög vinsæl. Innan veggja Fort Regent er ráöstefnumiöstöö, þar sem hægt er aö halda fundi, eöa skemmtan- ir, fyrir um 2000 manns. Feröamenn, sem hyggjast heimsakja Fort Regent nokkrum sinnum meöan á dvöl þeirra stendur I Jersey, ættu aö kaupa sérstaktfélagsmannakort: þaöer ódýrara ef um endurteknar heim- sóknir er aö ræöa. Blómahátíð Stjórnvöld á Jersey beita sér fyrir margvíslegum hátiöum og uppákomum til þess aö draga feröamenn aö, sérstaklega þó vor og haust I þvl skyni aö lengja feröamannatlmann. Þekktasta hátlöin er„ Blóma orustan” — „Battle of Flowers” — sem haldin er á hverju ári. Þá láta „sóknirnar” 12, sem Jersey er skipt upp I stjómunarlega séö, útbila mjög skrautlega blóm- vagna, og er mikil keppni um hvaöa vagn er fallegastur. Ýmsir einkaaöilar taka einnig þátt i þessari blómahátíö meö svipuö- um hætti og fara blómavagnarnir siöan I einni lest um götur og torg. Nafniö „Blómaorustan” er til- komiö vegna þess, aö áöur fyrr lauk hátlöinni meö eins konar or- ustu, þar sem '■ blómavagnarnir voru allir eyöilagöir. Nú eru hins vegar þeir vagnar, sem fegurstir teljast hverju sinni, haföir til sýnis nokkra daga eftir hátlöina. Margvlslegur mannfagnaöur er tengdur þessari hátiö, svo og kosning „Miss Battle of Flowers”, sem er þá eins konar feguröardrottning eyjunna Eins og gefur aö skilja af þessu er blómarækt mikil á Jersey, og má þar á sumrin sjá marga fagra garöa, auk þess sem árlega eru flutt út um 200 tonn af blómum. Fjármálamiðstöð Megintekjur Jerseybúa eru hins vegar tilkomnar vegna sér- stööu eyjunnar I skattamálum, og svo af feröamönnum, en þetta tvennt er aö hluta til samtengt, þar sem margir feröamenn koma til Jersey fyrst og fremst til aö kaupa ódýrar vörur. Vegna skattalaga Jersey hafa erlendir bankar lagt mikla á- hersluá aö koma sér upp útibúi á Jersey, og eru þar nú allir helstu viöskiptabankar heimsins. Þessi fjármálastarfsemi gefur Jersey verulega fjármuni í rikiskassann jafnvel þótt skattarnir séu miklu lægri þar en I nágrannalöndun- um. Þá hefur Jersey grætt verulega á innflutningi milljónamæringa, sem flýja háan tekjuskatt I Englandi eöa Skotlandi. Mjög hefur þó veriö dregiö úr þeim inn- flutningi aö undanförnu, m.a. til þess aö halda verölagi á landi og húsnæöi I einhverjum skefjum, oger nú yfirleitt aöeins sex slik- um hleypt inn í Jersey á ári hverju. Aöeins þeir, sem sannan- lega veröa Jersey til fjárhagslegs ávinnings, koma til greina, og er sagöur langur biölisti. Mér var tjáö, aö þeir, sem heföu hug á aö gerast innflytjendur til Jersey, þyrfti hiö minnst aö geta keypt húseign fyrir um 100 milljónir krðna, og hafa tekjur sem gæfu 80-100 milljónir króna árlega I skatta til Jersey, en til þess þyrftu þeir aö hafa 4-5 hundruö milljónir I árstekjur, þar sem tekjuskattur I Jersey er aöeins 20% án tillits til þess hversu háar tekjurnar eru. I Jersey er hins vegar mikiö af farandverkafólki á mesta feröa- mannatimanum, einkum þó frá Portúgal. Þaö fólk dvelur aöeins nokkra mánuöi á Jersey á ári hverju, en kemur oft ár eftir ár. Vinsælir sjávarréttir Þeir, sem vilja feröast um eyj- una, geta leigt bíla, bifhjdl eöa reiöhjól, og er hægt aö fá t.d. blla- leigublla á verulega lægra veröi en I Englandi. Umferöareglur eru strangar I Jersey, og ákvæöum t.d. um lagningu bila stranglega framfylgt. Vegir eru viöa þröng- ir, og hámarkshraöi I samræmi viö þaö. Umferö er mikil, enda eru um 52 þúsund bllar skráöir á eyjunni sjálfri eöa einn bill á hverja 1.4 ibúa. Mikiö er af hótelum á Jersey, einsoggefuraö skilja, og samtals munu þau hafa um 25 þúsund rúm. Óvarlegt er aö fara til Jerseyum háannatimann án þess aö panta gistiaöstööu fyrirfram, og oftast er miöaö viö vikudvöl. Stjórnvöld hafa mjög náiö eftir- lit meö hótelum og öörum gisti- stööum og flokka þá nákvæmlega niöur eftir stærö og gæöum. Verölag er yfirleitt lægra en I Englandi. Góö veitingahús eru á vlö og dreif um alla eyjuna. Sérstök á- stæöa er til aö bragöa á margvis- legum sjávarréttum, en umtals- verö veiöi er stunduö viö strendur Jersey. Sérstaklega hefur veriö mælt meö humar og ýmsum skel- fiski. Aö þvl er skemmtanallf varöar eruýmsir möguleikar fyrir hendi á Jersey.sem þó er frekar Ihalds- samtl þeim efnum. Þannig er t.d. bannaö aö dansa á sunnudögum. —ESJ. JS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.