Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 33
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 33 2. - 7. apríl mán- fim Heklusport kl. 22.30 Deportivo - Man. Utd. Meistaradeild Evrópu kl. 18.30 Bayern M. - Real Madrid Meistaradeild Evrópu kl. 20.40 þri Liverpool - Leverkusen Meistaradeild Evrópu kl. 18.30 Panathinaikos - Barcelona Meistaradeild Evrópu kl. 20.40 mið Leicester - Man. Utd. Enski boltinn kl. 10.45 Spænski boltinn kl. 18.50 lau Tryggðu þér áskrift! www.syn.is / 515 6100 / Verslunum Skífunnar sun Ítalski boltinn kl. 12.45 Leeds - Sunderland Enski boltinn kl. 14.55 Philadelphia - Milwaukee NBA kl. 16.55 Miami - LA Lakers NBA kl. 21.30 Meistaradeildin! ÞJÁLFARAMENNTUN KSÍ KSÍ-III (C-STIG) 19.—21. apríl       !" #$%&'#% ( '))' "    % *    + , % * !  +  ! #-% (  .#) '$))  / (01 2% % 3  % #'%)))% 3 ((4  + %  MAGDEBURG, lið Alfreðs Gísla- sonar og Ólafs Stefánssonar, leikur til úrslita um Evrópumeistaratitilinn í handknattleik gegn Veszprém frá Ungverjalandi. Þýsku meistararnir sigruðu Kolding í Danmörku á páska- dag, 28:25, en þangað fóru þeir með tíu marka forskot úr fyrri leiknum. Kolding komst í 6:3 en Magdeburg jafnaði fljótlega, 8:8, og staðan í hálf- leik var 12:11, Magdeburg í haf. Eftir það var forskot Magdeburg aldrei í hættu og þýska liðið tryggði sér sigur á lokasprettinum. „Mínir menn fá mikið hrós fyrir þessa frammistöðu. Við komum ekki bara hingað til að verja tíu marka for- skot, við vildum leika til sigurs, og það gerðu strákarnir á frábæran hátt,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Magde- burg, við Sport 1 eftir leikinn. Nenad Perunicic skoraði 7 mörk fyrir Magdeburg, Stefan Kretzschm- ar 6 og Ólafur Stefánsson 4. Kretzschmar lék að nýju með eftir nokkurra vikna fjarveru vegna kjálkabrots og endurkoma hans styrkir lið Magdeburg verulega. Úrslitaleikirnir eru tveir, heima og heiman, og í dag verður dregið um hvort liðið leikur fyrst á heimavelli. Leikirnir fara fram tvær síðustu helg- arnar í apríl. Barcelona og Kiel leika til úrslita í EHF-bikarnum, Flensburg og Ciud- ad Real í Evrópukeppni bikarhafa og í Áskorendabikarnum mætast Pel- ister Bitola frá Makedóníu og Skjern frá Danmörku í úrslitaviðureignum. Magdeburg leikur til úrslita RAGNAR Óskarsson skoraði 5 mörk fyrir lið sitt, Dunkerque, er það vann Créteil, 19:18, á útivelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik á páskadag. Dunkerque er því sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, er tíu stigum á eftir Montpellier. GUNNAR Berg Viktorsson tókst ekki að skora þegar lið hans Paris St. Germain tapaði 28:20 fyrir Toul- ouse. PSG er í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir Dunkerque. PATREKUR Jóhannesson skoraði 5/1 fyrir Essen sem tapaði 30:29 fyrir Nordhorn í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik á sunnudag. Nordhorn var marki yfir í hálfleik, 14:13. Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á meðal markaskorara Essen, sem er nú í 4. sæti með 36 stig eftir 25 leiki. Nord- horn er efst með 39 stig. ÍSLENSKA landsliðið í íshokkí vann á páskadag stórsigur, 8:0, í síð- asta leik sínum í B-riðli 2.deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí í Novi Sad í Júgóslavíu. Þetta var eini sigurleikur Íslands á mótinu og hafn- aði liðið í næstneðsta sæti riðilsins. Mörk Íslands gerðu Sigurður Svein- bjarnarson 3, Rúnar Rúnarsson 2, Sigurður Sigurðsson 2, og Hallur Árnason 1. ÍSLAND hafnaði í 36. sæti af 48 þjóðum í Evrópukeppni karla í borð- tennis í Króatíu en íslenska liðið tap- aði, 3:2, fyrir Skotum í leik um 35. sætið í gærkvöld. Guðmundur E. Stephensen vann báða sína leiki en aðrir töpuðust. Ísland vann Albaníu 3:0 en tapaði fyrir Búlgaríu. 0:3, og Litháen, 2:3. EYSTEINN Hauksson skoraði annað marka Xiang Xue sem tapaði fyrir Double Flower, 3:2, í úrvals- deildinni í Hong Kong í gær. Vil- hjálmur Vilhjálmsson hjá Xiang Xue fékk að líta rauða spjaldið í leiknum. MICHAEL Schumacher á Ferrari sigraði í Brasilíukappakstrinum í Sao Paulo á páskadag. Ralf Schu- macher, bróðir hans, hjá BMW Will- iams, varð annar og David Coult- hard hjá McLaren varð þriðji. JAVIER Irureta, þjálfari Deport- ivo, segist ekki kvíða því að mæta Manchester United í meistaradeild Evrópu, en liðin eigast við í fyrri leik liðanna í keppninni í kvöld. Irureta segir að erfiðara verði að leika við Liverpool í næstu umferð, en sveit hans hefur unnið Manchester United og Arsenal bæði heima og að heiman í keppninni. Irureta segir leikmenn Liverpool, einkum miðjumennina, vera harða í horn að taka og því erf- iðari viðureignar en t.d. miðvallar- leikmenn Manchester United. PATRICK Kluivert var rekinn af leikvelli á laugardagskvöldið þegar Barcelona lék við Las Palmas á Nou Camp. Kluivert fékk að líta rauða spjaldið sex mínútum fyrir leikslok er hann sendi dómara leiksins tón- inn. Lið Barcelona olli miklum von- brigðum í leiknum og náði aðeins jafntefli, 1:1, sem ekki þykja viðun- andi úrslit á þeim bænum. FÓLK Wenger sagði fyrir leikinn gegnCharlton í gær að af Arsenal ynni þennan leik, yrði liðið ekki stöðvað eftir það. Að leik loknum sagði Frakkinn útsjónarsami að með einhverri meðalmennsku hefði lið sitt lent í miklum vandræðum með Charlton. „Lið Charlton lék af miklum krafti frá byrjun en við vorum beittir frá byrjun, héldum fullri einbeitingu og vorum hættulegir í öllum sóknarað- gerðum. Hraðinn og krafturinn voru til staðar, þegar við fengum boltann voru allir með á nótunum og und- irbúningur allra markanna var frá- bær,“ sagði Wenger. Thierry Henry skoraði tvö mark- anna og Fredrik Ljungberg eitt en öll komu þau á níu mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik. Liverpool og Manchester United léku ekki í gær vegna leikja sinna í meistaradeild Evrópu í vikunni en viðureign þeirra á milli úr þessari umferð fór fram fyrir nokkrum vik- um. Eiður á varamannabekkinn Eiður Smári Guðjohnsen var sett- ur út úr byrjunarliði Chelsea í gær þegar lið hans sótti Hermann Hreið- arsson og félaga heim til Ipswich. Mikael Forssell tók stöðu Eiðs, sem síðan kom inn á fyrir Finnann á 65. mínútu. Carlo Cudicini, markvörður Chelsea, forðaði sínu liði frá tapi þegar hann varði vítaspyrnu frá Marcus Bent á 36. mínútu. Chelsea styrkti stöðu sína í fimmta sætinu því Leeds tapaði tvívegis um páskana, gegn Manchester United á laugardaginn og 2:1 gegn Tottenham í gær. Ipswich situr hinsvegar eftir í fall- sæti deildarinnar þar sem Blackburn lagði Southampton í gærkvöld, 2:0, og Everton, Sunderland og Bolton kræktu öll í dýrmæt stig um páskana. Leicester er dauðadæmt á botninum og staða Derby er mjög erfið eftir nauma ósigra gegn Chelsea og Middlesbrough. Reuters Thierry Henry skoraði tvívegis fyrir Arsenal gegn Charlton í gær. Hér sækir hann að marki Charlton en Richard Rufus er til varnar. Arsenal komið á beinu brautina? ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sannfærður um að lið sitt sé komið á beinu brautina í átt að enska meistaratitlinum eftir tvo stórsigra um páskana. Arsenal sýndi sannkallaða meist- aratakta; vann Sunderland 3:0 á heimavelli á laugardaginn og lagði Charlton, 3:0, á útivelli í gær. Arsenal er þar með komið stigi upp- fyrir Liverpool og tveimur á undan Manchester United, og á að auki einn leik til góða. HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Esso-deild: Digranes: HK – Víkingur ....................... 20 Akureyri: Þór – ÍR .................................. 20 Kaplakriki: FH – Stjarnan ..................... 20 Seltjarnarnes: Grótta/KR – Haukar ...... 20 Varmá: Afturelding – Selfoss................. 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Fyrsti úrslitaleikur kvenna: Kennaraháskóli: ÍS – KR ................... 19.30 Í KVÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.