Vísir - 26.04.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 26.04.1980, Blaðsíða 6
ridiit Laugardagur 26. april 1980 _ 6 ,,Skrefagjaldid munlækka sem nemur f jölgun skrefa” Póstur og sími er langstærsta ríkisfyrirtæki á islandi. útgjöld stofnunarinnar á síðasta ári námu 21 milljarði króna, en það er um það bil fimmföld sú upphæð, sem fórtil reksturs Háskóla Islands. Á þriðja þúsund manns vinna hjá fyrirtækinu og launagreiðsl- ur í fyrra voru 9.5 milljarðar. Póstur og slmi hefur verið nokkuð til umfjöllunar I fjöl- miölum undanfariö, ekki sist vegna fyrirhugaöra breytinga á gjaldtöku fyrir innanbæjarsim- töl. Hingaö til hafa þau talist eitt skref, óháö timalengd, en nú er ætlunin aö koma upp búnaöi sem gjaldfærir símtölin eftir timalengd. Reiknaö er meö aö þessi búnaöur veröi tekin I notk- un i byrjun næsta árs og kostn- aður viö hann veröi um 100 milljónir. Jón Skúlason, póst- og slma- málastjóri, er I Fréttaljósinu I dag og svarar spurningum um þetta atriöi og nokkur fleiri. — Hvernig er þessi ákvöröun um breytta gjaidtöku tilkomin og hvaöa aöiii er það sem tekur hana? „Alþingi ályktaöi 1974 um endurskoöun gjaldsklrár Land- simans, þannig aö sem mestum jöfnuöi yröi náö meö lands- mönnum hvaö varöaöi kostnaö viö notkun sima og aö dreifbýli og höfuöborgarsvæöiö bæru hlutfallslega sömu byröi I þess- um efnum. 1 samræmi viö þetta höfum viö lengi leitaö aö búnaöi til aö mæla og gjaldfæra innan- bæjarskrefin, en lengi vel hefur okkur þótt hann alltof dýr. í fyrra fundum viö svo ódýra lausn á þessu máli og lögöum hana fyrir samgönguráöherra, sem fól okkur aö panta efni I þennan útbúnaö. Þá ákvaö hann, aö ráöuneytiö myndi leita heimildar á fjárlög- um til þess aö fella burtu aö- flutningsgjöld af þessu efni. Þetta var hins vegar ekki sett inn I fjárlög I ár, þannig aö nú viröist eiga aö falla frá þessum fyrirætlunum.” Nú halda menn þvl fram að jöfnunin, sem stefnt er að, ein- ungis i þvi að gjaldið hækki á Reykjavikursvæðinu, en lækki ekki hjá öðrum landsmönnum. Þetta sé þvf aðeins gert til að færa Pósti og sfma auknar tekj- ur. Hverju svararðu þessu? „Þetta er mikill mis- skilningur. viö munum lækka skrefagjaldiö sem nemur fjölg- un skrefa viö breytinguna, þannig aö heildartekjur Pósts og sima aukast ekki. Tökum sem dæmi, aö ef skrefafjöldinn eykst um 30% þá lækkar gjaldiö fyrir hvert skref úr 23.10 krón- í fréttaljósinu Texti: Páll Magnússon blaðamaður L um, eins og þaö er núna, I 17.80 krónur. Hér er þvl aöeins um þá jöfnun aö ræöa sem stjórnmála- menn hafa talað um árum sam- an, en leikurinn ekki geröur til þess aö auka tekjur slmans. Þaö er llka misskilningur aö einungis hafi átt aö koma þess- um skrefateljara fyrir I Reykja- vlk, en ekki fyrir innanbæjar- slmtöl úti á landi. Staöreynd málsins er sú, aö þaö þarf aö kaupa efni til aö breyta stöövun- um hér i Reykjavik, en úti á landi eru nýjar stöðvar, sem eru undir þessar breytingar búnar. Meiningin er aö breytingarnar veröi geröar samtímis alls staö- ar á landinu”. Það kom fram við umræður á Alþingi I siðustu viku, að gjöld vegna langlinusamtala væru alltof há, miöaö við innanbæjar- simtöl, og miklu hærri en tækni- kostnaður gæfi tiefni til. Er ekki hér um að ræða úrelt kerfi frá þeim tfma þegar það þurfti fjölda manns og langan vfr til að afgreiöa eitt slmtai milli lands- hluta og mætti ekki með sömu rökum hafa mishátt afnotagjald af sjónvarpi eftir þvi hversu langt menn væru frá endur- varpsstöð? „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar aö langlinusamtölin væru of dýr, en þaö er ósköp skiljanlegt vegna þess aö þetta er arfur frá gamalli tlð, þegar hver lina var hlutfallslega miklu dýrari en þær eru I dag. Hins vegar höfum við gert stórt átak á siöustu níu árum I þá átt aö gera langlinusamtölin ó- dýrari, bæöi meö þvl aö lækka taxtann og eins þvi aö taka i notkun sérstakan næturtaxta. Þaö er hins vegar ekki hægt aö likja saman slmagjöldunum og afnotagjöldum útvarps og sjónvarps. Ef veriö er meö sjónvarp er settur upp einn sendir og má þá einu gilda hvort móttakendur eru þúsund eöa tveir. í sambandi viö simann þarf aö fjölga llnum eftir þvi sem fleiri tala og þaö er auðvit- aö dýrara. Tökum annan hlut sem dæmi, segjum aö hringt sé frá Reykjavik til Akureyrar. Fyrst fer samtalið I gengum heimastöö i Reykjavlk og siðan I gegnum. útstööina, þá fer þaö I gegnum radlóstöövar á Vatns- enda, Giröisholti, Stórholti, Þrándarhliöarfjalli, Oxnadals- heiöi og Björgum, þaöan fer þaö svo eftir jarösimaleiö til Akureyrar. Þetta fer sem sagt I gegnum sex radióstöövar og þar af nokkrar fjallastöövar, sem eru mjög dýrar. Af þessu má sjá aö samtaliö veröur þeim mun dýrara sem lengra er á milli staöa.” Nú hefur oft veriö talaö um að óeölilegt sé að Póstur og simi hafi einkarétt á sölu slmtækja Jón Skúlason, póst- og simamálastjóri (Visismynd: BG.) og annars búnaöar, sem tengd- ur er slmakerfinu, og hafa menn jafnvel llkt þessu við aö rafveit- ur hefðu einkarétt á sölu raf- tækja. Hefur þetta fyrirkomu- lag ekki gengið sér til húðar? „Þaö eru uppi skiptar skoö- anir um þaö hvort þetta sé eöli- legt eöa ekki. Er eölilegt aö þetta fáist hjá kaupmanninum og hann sjái þá jafnframt um viögeröir? Viö teljum aö þaö sé miklu öruggara og ódýrara fyrir notandann aö hafa þetta allt á einum staö og meö rekstrargjaldinu tryggi hann sig gegn þvi aö fá stóran skell ef til bilana kemur. Þannig er þetta alls staöar sem ég þekki til nema kannski I Bandarlkjun- um. Viö erum skyldugir til aö sjá til þess aö tækin uppfylli ákveönar lágmarkskröfur og öll tæki I sambandi viö slmakerfi hafa mjög mikla endingu. Mér finnst hins vegar aö tæki sem hafa endst stutt séu betur komin úti á hinum frjálsa markaöi, þvl aö fólk þarf aö skipta oft um þau og þá ræöur hinn frjálsi mark- aður betur viö þaö en rlkisstofn- un. Ég vil aö þaö komi fram aö viö höfum alltaf keypt þar sem hagstæöast er hverju sinni og ekkert fyrirtæki hefur fengiö sérstööu I þeim efnum”. — segir Jón Skúlason, póst- og simamálastjóri, um breytta gjaldfærslu innanbæjar- simtala Hefur Póstur og slmi verið nægilega opinn fyrir þeim nýjungum i simatækni sem komið hafa fram á sjónarsviðið á undanförnum árum? „Þetta hefur breyst mikiö frá þvi viö tókum upp þá reglu aö selja fólki tækin. Aöur var þetta bundiö viö okkar fjárfestingar og þá þurftum viö fyrst aö fá leyfi hjá fjárveitingavaldinu áö- ur en viö festum kaup á tækjum. Þetta varö til þess að viö gátum ekki útvegaö fólki þaö sem þaö vildi. Þaö er fyrst eftir aö viö fórum aö selja tækin, aö grund- völlur skapaöist fyrir nýjung- um. Viö erum opnir fyrir öllum nýjungum sem fram koma I slmatækni, en auövitaö er þaö fjárskortur sem hamlar okkur. Þaö sem er nýjast af nálinni I þessum efnum eru svokallaðir „digital” stöövar, sem aö öllu eölilegu ættu aö geta verið komnar I gagniö I Reykjavlk 1983. Þessar stöövar hafa marg- falt meiri afkastagetu en þær gömlu auk þess sem ýmsir nýir möguleikar opnast fyrir notend- urna”. Er Póstur og slmi ekki orðinn miklu meira bákn en efni standa til og þjónusta hans þarafleið- andi orðin óþarflega dýr? „Ég tel ekki aö stofnunin sé neitt stærri en hún þarf aö vera og varöandi þaö hvaö þjónustan er dýr vil ég segja þetta: Stjórn- málamenn tala um þaö I þing- sölum og viö hátíðleg tækifæri, aö siminn eigi aö vera öryggig- stæki fyrir fólkiö i landinu. 1 sömu andránni leggja þeir á þetta tolla og aöflutningsgjöld eins og um lúxusvöru væri aö ræöa, samanlagt nema þessi gjöld 130% og siöan leggst sölu- skatturinn ofan á þjónustuna. Mér finnst aö neytendasamtök- in ættu frekar aö snúa sér aö þessu en ýmsu ööru sem þau fást viö. Annars vil ég lika segja þaö, aö slmaþjónustan hér á landi er hreint ekki dýrari en gengur og gerist. Samkvæmt könnun sem Siemensfyrirtækið lét gera á slmakostnaöi I 58 löndum, erum viö I 21. sæti ofan frá. Sam- kvæmt þessari könnun er slma- kostnaöur hér, nákvæmlega sá sami og i Bandarikjunum og meðal þeirra landa sem eru fyrir ofan okkur má nefna Nor- eg, Finnland, V. Þýskaland, Frakkland, írland og svona mætti lengi telja”. MEÐ GESTSAUGUM Telknart: Krls Jackson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.