Vísir - 26.04.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 26.04.1980, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. april 1980 n íréttagetroun krossgótan 1. Sjónvarpsauglýsingar frá ferðaskrif- stofunni Útsýn voru bannaðar um síðustu helgi. Hvers vegna? 2. Fjórir skipverjar voru handteknir um síðustu helgi/ grunaðir um smygl á áfengi og tóbaki/ Af hvaða skipi voru þeir? 3. Frægur bassa- söngvari hefur haldið nokkra tónleika hér á landi í vikunni. Hvað heitir hann? 4. Alþingismaður, sem sæti á í stjórnarskrár- nefndinni, hefur afþakkað laun fyrir setu í nefndinni. Hver er það? 5. Uppþot varð við lögreglustöðina í þorpi einu um síðustu helgi. Unglingar miðuðu byssu á lögregluþjón- ana og „frelsuðu" einn fanga, sem var kunningi byssumann- anna. Hvar gerðist þessi atburður? 6. Vistin í einangrunar- klefum Litla-Hrauns er sjálfsagt ekkert sældarbrauð, frekar en á öðrum slíkum stofnunum. Meðal annars mun lesefni fanganna þar vera eitthvað af skornum skammti, það er ein bók. Hvaða bók er það? 7. Leikfélag Blönduóss sýnir Skáldrósu eftir Birgi Sigurðsson á Húnavöku um þessar mundir. Hver leik- stýrir Skáld-Rósu? 8. Bátur strandaði vestur af Ingólfs- höfða aðfaranótt þriðjudagsins. Hvað hét báturinn? 9. Hvað heitir formaður Félags leikstjóra á Islandi? 10. Hvað var heildartap Flugleiða á síðasta ári? 11. Hvaða lið varð bikar- meistari kvenna í handknattleik? 12. Aukablað fylgdi Vísi í gær. Um hvaða efni fjallaði blaðið? 13. Hvað heitir formaður Útvegsmannafélags Vestf jarða? 14. I nýútkomnu tímariti af Skák er ráðist að íslenskum fjölmiðlum i ritstjórnargrein vegna umfjöllunar þeirra af samskiptum Kortsnojs og Friðriks ólafssonar. Hvað heitir ritstjóri tíma- ritsins Skák? 15. Þekkt fyrirtæki á Akureyri mun nú vera til sölu. Hvaða fyrir- tæki er það? Spurningarnar hér aö ofan eru allar byggðar á f réttum i Visi sfðustu daga. Svör eru á bls. 22. spurnlngalelkui 1. Sumardagurinn fyrsti var á fimmtudaginn og um leið hófst nýr mánuður samkvæmt gamla tímatalinu. Hvaða mánuður? 2. Hvaðan eru fiskiskip, sem eru með einkennisstafina NK? 3. Hvað er hvitt þegar maður kastar því upp í loften gult þegar það dettur? 4. Er teistan friðuð á (slandi? 5. Hvað eru styrkleika- stigin mörg samkvæmt Richter- skalanum (jarðskjálfta- skalinn)? 6. Hvað kallast 40 ára hjúskaparafmæli? 7. Fjórir hanga niður, fjórir til að ganga með, tvö til að hræða hundana og einn sveiflast fyrir aftan? 8. Hvað heitir stærsta eyjan við Island? 9. Þurfa Islendingar vegabréfsáritun til a) Bandarfkjanna b) Tansanfu, c) Sovétríkjanna? 10. Nefndu Ijóð með aðeins fjórum bókstöfum?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.