Vísir - 26.04.1980, Blaðsíða 25

Vísir - 26.04.1980, Blaðsíða 25
I VÍSIR Laugardagur 26. april 1980 horfnir sem þjóöflokkur og sömu sögu er aö segja af Ona indlánun- um, sem lifðu innar i landinu, viö Fagnano vatnið. Þeir hafa horfið saman við aðra þjóðflokka. „Alakaluk indiánarnir liföu strandlifi. Þeirnotuðust mikið við báta og lifðu á fiski og skeljum sem þeir steiktu um borð. Enda sást i' þættinum, að það rauk Ur leifum elds i bátnum hjá indiána- hjónunum sem heimsdttu Beagle”. „Þeir slógu slðan upp tjöldum þar sem þeir komu að landi. Þeir voru kranklegir I vaxtarlagi, enda ekki ósennilegt að bátallfið hafi sett sitt mark á vöxt þeirra og eflaust hafa þeir þjáðst af hörgulsjúkdómum vegna einhæfs fæöis”. — En hvernig stóö á þvl aö þessir þjóðflokkar riöluöust og hurfu sem heildir? „Þaöer nU sorgarsaga aö segja frá þvi”, sagði Sturla. „Þeir hreinlega þoldu ekki menningu hvita mannsins”. „Indiánamir smuröu börn sin feiti strax við fæöingu og sjálfir voru þeir oliubornir. Þess vegna voru þeir alltaf óhreinir, eins og sást i sjónvarpsmyndaflokknum. Það var reynt að kristna indfán- ana og sett upp kristniboösstöB I þeim tilgangi. Þá var eðlilega byrjað á að þvo þá innfæddu og kenna þeim góða.siði. Þetta þoldu indlánarnir ekki, þeir urðu kvef- sadcnir, fengu berkla og einnig aðrar umgangs pestir, sem hviti maðurinn hafði boriö með sér til þeirra. Úr þessu féllu þeir i um- vörpum”. „Eitt sinn sauð upp Ur. Þá höföu trúboðarnir tekið börnin aö sér til að kenna þeim! En böínin tóku umgangspest I trúboðsstöð- inni og komu ekki aftur til sins heima. Þessu vildu indlánarnir ekki una, þeir geröu uppreisn, réöust á trúboösstöðina og drápu m.a. nokkra trúboða. Ég man ekki betur en einn indláninn, sem var með á Beagle og Flitzroy hafði komið til mennta, hafi verið foringi fyrir uppreisninni. En þetta dugði ekki til, þessir þjóð- fiokkarriðluöust og hurfu loks al- veg”. „Þetta var sorgarsaga, þvi I rauninni var menning þeirra á sinn hátt I engu ómerkari menn- ingu Evrópubúa. Þeir kunnu skil á öllum plöntum og dýrum I slnu umhverfi og kunnu að notfæra sér það. Orðaforði þeirra var lfka fjölbreyttari en menn grunar. Eyjarnar hafa verið bitbein Argentinu og Chile — En hvernig er þarna um- horfs I dag? „1 dag tilheyrir Eldland Argen- tinu og Chile”, sagði Sturla. „Þegar ég fór þangað i siðara skiptiB sigldum við um Beagle sund. Það er þekkt fyrir verstu veður og sjóa, en þrátt fyrir það var þama þjóðbraut áður en Panama-skuröurinn kom til sög- unnar. Við sundið er þorpið Ushu- aia og tilheyrir það Argentinu, en eyjar úti fyrir ströndinni hafa verið bitbein Argentinu og Chile. „I ferð sem við fórum 1976 komum við til Galapagos eyja, sem eru I um það bil tveggja daga siglingu frá strönd Ecuador og liggja á miðbaug”. Eyjarnar eru stórmerkilegt undur liffræðilega séð, enda varö heimsókn Darwins þangað til þess að koma honum á sporiö varðandi þróunarkenninguna, að lifverur þróuðust á löngum tima, en yrðu ekki til I einu vetfangi. Eyjarnar höfðu verið einangrað- ar um þúsundir ára og lifrlki þeirra þróast á sérstæðan hátt, þannig að einstaklingar þar voru frábrugðnir meginstofni tegund- anna. Eyjarnar voru auðsjáanlega tiltölulega ung jarömyndun og lif- verur þeirra gátu ekki verið skapaðar þar á staönum á sama tima og lifverur meginlanda eins og biblian kenndi. Llfverur þar voru öðrum frábrugðnarað ýmsu leyti, og mátti þykja furöulegt ef þarna hefði veriö sérstakt sköp- unarsvæði. Þannig voru risa- skjaldbökurnar frábrugðnar á hinum einstöku eyjum og eins voru finkurnar breytilegar frá einni eyju til annarrar. Var þá hver eyja sérstakt sköpunarsvæði eða bjó einhver eiginleiki til breytingar innra með hverri lif- veru? Þessari spurningu hefur Darwin velt fyrir sér eftir veruna á eyjunum og alla tið siðan vann hann að rannsóknum til aö koma stoöum undir þróunarkenningu sina.” Eyjarnar eru að heita má vatnslausar „Dýrin á eyjunum eru merki- lega gæf, enda hafa þau komist merkilega lltið I snertingu við menn”, sagði Sturla. „Þó er mannabyggð á sumum eyjanna og má þaö teljast merkilegt, þar sem þær mega heita vatnslaus- ar”. „A tlmabili voru fluttir þangað fangar frá Ecuador, en þvi var hætt. Norðmenn unnu salt úr sjó á einni eynni I nokkur ár, en þeirri starfsemi er löngu lokið. A striös- árunum var byggð flugstöð á einni eyjunni, sem nú hefur verið aflögð. Nokkur hundruð manns hafa þó fest þarna rætur. Mest af Ecuador búum, en margir eru af öörum þjóðernum. Ýmist eru þaö farmenn, sem hafa oröið þar eftir á ferðum slnum um Kyrrahafið, ævintýramenn, flóttamenn, sér- vitringar og aðrir, sem hafa vilj- að draga sig út úr hringiöu mann- hafsins”. „Litiö þorp hefur risiö á San Cristobal eyju og byggð er á Santa Cruz. Þar búa yfir tvö þús- und manns, sem lifa mest á fiski-, humar- og skeldýraveiðum. Þótt fámenni sé á Galapagoseyjum, og flestar eyjamar raunar mann- lausar, hefur maðurinn þó haft mikil áhrif á lifrlki eyjanna um árin”. „Með grimmdarlegu skjald- bökudrápi var sumum afbrigöum útrýmt og öðrum verður varla bjargað. Nærvera manna og auk- inn átroöningur hefur einnig truflandi áhrif á fugla og seli I varpstöðvum og látrum. Mestri röskun hefur þó valdið aöflutn- ingurannarra llfvera. Menn hafa nefnilega i gáleysi eöa visvitandi flutt inndýr og plöntur, sem áöur voru óþekkt I vistkerfi eyjanna. „Þessum lifverum hefur stund- um fjölgaö og þær nær útrýmt þeim sem. fyrir voru. Þannig komu menn fyrir geitum, svfnum og ösnum á sumum eyjanna til þess aö geta átt þar völ á fersku kjöti á ferðum slnum um Kyrra- hafið. Þessarskepnur urðu villtar og þeim fjölgaði svo ört að þær átu upp viökvæmar gróður og nær eyddu ýmsum tegundum. Menn slepptu lika i land hundum til aö halda geitunum I skefjum, en þeir lögöust á skjaldbökurnar og geröu mikinn skaöa. Þá hafa mýs, rottur og kettir borist með skipum og gert mikinn usla. Einnig hafa ýmsar plöntur borist til eyjanna með mönnum og við- leitni til ræktunar ógnar sérstæð- um tegundum og gróöurhverf- um”. Nú hafa eyjarnar verið friðlýstar — En eitthvaö var gert til aö foröa þvl aö lifriki eyjanna tor- timdist? „Já, það er rétt, sem betur fer”, sagði Sturla. „Ecuador stjórn geröi strax 1934 nokkrar aðgerðir I átt til friðunar. Þaö er svo ekki fyrr en 1955 að Alþjóöa náttúrufriðunarsamtökin fóru að hugsa um varöveislu eyjanna. Stuttu siðar var Charles Darwin stofnuninni komið á fót til að ann- ast rannsóknir á lifríki eyjanna og leita að bestu leiðunum til að vernda þær. Eyjarnar voru friö- lýstar og nú er umferö þangaö miklum takmörkunum háð. Rannsóknar stöðin, sem ber nafn Darwins, er staösett I Santa Cruz eýju”. — Hvaö tók þessi heimssigling Darwins mörg ár? „Siglingin tók 5 ár, frá 1831- 1836”, svaraöi Sturla. „Þetta var fyrsta og eina heimsreisa Dar- wins, enda var hann ekki sjó- hraustur. Sagt er aö hann hafi verið meira og minna sjóveikur I þessi 5 ár”. „Arin eftir heimkomuna notaöi hann til að vinna úr þeim upplýs- ingum, sem hann hafði afiaö sér I ferðinni. Geröi hann margar merkar og tfmafrekar tilraunir I þvl sambandi. Bók hans um þró- unarkenninguna kom siðan út rúmlega 20 árum siðar og olli miklum usla og umræöum, en kenningar hans hafa staöist tim- ans tönn”, sagöi dr. Sturla Frið- riksson I lok samtalsins. tWv. ;> '.3: Mynd þessi sýnir vel hversu gæf dýrin á Galapagoseyjjunum geta verið. Sigrún Laxdal gefur landeðlu æti úr lófa sínum. Texti: Gisli Sigurgeirsson Myndir: Bragi Guðmundsson og myndasafn Sturlu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.