Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞRÍR ungir menn björguðu sér úr bráðum sjávarháska á páskadag er lítill bátur þeirra sökk skammt und- an Gunnarsstaðasandi í Þistilfirði. Mennirnir syntu til lands, um 400 metra vegalengd, í 1–2 gráða heit- um sjónum og voru mjög þrekaðir þegar þeir náðu landi eftir um 15 mínútna sund. Mennirnir, Axel Jóhannesson, Eggert Stefánsson og Reynir Ás- berg Jómundsson, reru til fiskjar á tvístefnungi og voru ekki komnir langt út þegar þeir ákváðu að halda til lands á ný. „Við vorum að leggja drög að því að snúa við þegar stýrið fór úr sambandi hjá okkur og í kjöl- farið fengum við tvær stórar öldur yfir okkur með þeim afleiðingum að bátinn fyllti á skammri stund,“ sagði Axel í samtali við Morgunblaðið. „Bátnum hvolfdi þegar næsta alda reið yfir og það þýddi ekkert að klifra upp á kjölinn, enda var lítið flot í bátnum. Við ákváðum því að synda til lands, sem gekk mjög erf- iðlega vegna straums, sem olli því að við hreyfðumst varla úr stað til að byrja með. Þetta voru mikil átök og við reyndum að sparka af okkur stígvélum og öðru lauslegu. Þegar nær dró landi náðum við öldunum sem fleyttu okkur í átt til lands en þó með því að kaffæra okkur stund- um. Sundið reyndi mjög á einn okk- ar sem var í kuldagalla sem þyngdi hann geysilega mikið.“ Fljótlega eftir óhappið kallaði föðurbróðir Axels, Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður, eftir hjálp og var björgunarbátur frá Þórshöfn kominn á flot aðeins fjórum mín- útum eftir útkall og var kominn í sjónfæri þegar skipbrotsmennirnir voru að ná landi. Axel sagði aðspurður að þeir fé- lagar hafi gert sér fulla grein fyrir því að þeir væru að synda til að bjarga lífi sínu en um þá hluti gafst enginn tími til að ræða á sundinu sjálfu. „Við vorum aðallega í því að stappa stálinu hver í annan og reyna að komast í land,“ sagði hann. Axel sagði að þeir hafi verið von- litlir í byrjun um að þeim tækist að bjarga lífi sínu, en eftir því sem leið á sundið hafi vonin glæðst. „Það var okkur hvatning að sjá menn í landi og það voru margar hugsanir sem fóru í gegnum hugann á sundinu. Ein hugsunin snerist um hversu öm- urlegt það væri fyrir mennina að fylgjast með okkur án þess að geta nokkuð að gert.“ Mennirnir sem Axel á hér við voru Jóhannes faðir hans og Stein- grímur J. Sigfússynir. Þegar skipbrotsmennirnir náðu landi voru þeir mjög þrekaðir en gátu gengið að bíl þeirra bræðra og var þeim ekið á miklum hraða heim að Gunnarsstöðum og þeir háttaðir ofan í rúm. Á bæinn var mættur læknir ásamt björgunarsveit- armönnum sem hlúðu að mönn- unum með heimafólki. Jóhannes Sigfússon sagði það hafa verið erfiða reynslu að standa í fjörunni og fylgjast með mönnunum þremur í sjónum. „Það veit það eng- inn fyrr en hann lendir í svona hvað það er skelfilegt að geta ekkert gert,“ sagði hann við Morgunblaðið. „Það flýgur svo margt í gegnum hugann. Mér flaug í hug að stökkva heim og taka hest og sundríða hon- um því það var enginn bátur til- tækur.“ Hann sagði þó strax hafa náðst samband við Neyðarlínu og vænta hafi mátt hjálpar fljótt. Þrír menn björguðu lífi sínu á sundi í Þistilfirði eftir að bátur þeirra sökk Morgunblaðið/Kristján Skipbrotsmennirnir safna kröftum eftir þreksundið á páskadag. F.v.: Eggert Stefánsson, Axel Jóhannesson og Reynir Ásberg Jómundsson. „Margar hugsanir fóru í gegnum hug- ann á sundinu“ FLEST bendir nú til að árásir sem gerðar voru í þrígang á nettölvukerfi Landssímans, fyrr í þessum mánuði, hafi átt uppruna sinn hér á landi. Skv. upplýsingum Heiðrúnar Jónsdóttur, forstöðumanns upplýsingamála hjá Símanum, hefur við rannsókn málsins tekist að einangra nokkra íslenska að- ila sem talið er að standi á bak við þessar aðgerðir. Ekki hefur þó enn verið lögð fram formleg kæra en lík- legt er að málið verði sent lögreglu á næstunni. Gerðar voru þrjár tilraunir til árása á tölvukerfi Landssímans 10. og 12. mars sl. sem ollu töfum og truflunum á gagnasendingum um netið. Upplýs- ingar bentu strax til að árásirnar kæmu erlendis frá en rannsókn hefur nú leitt í ljós að uppruna þeirra megi að öllum líkindum rekja til nokkurra aðila hér á landi. ,,Árásirnar voru gerðar erlendis frá en okkur grunaði að íslenskir aðilar stæðu á bak við þær. Við erum komin á sporið og það stefnir allt í að þetta mál fari áfram til lögreglu,“ sagði Heiðrún. Rannsókn langt komin á árásunum á netkerfi Símans Hringurinn þrengdur um nokkra Íslendinga MIKIL umferð var um Húna- vatnssýslur í gær og var Holta- vörðuheiðin seinfær vegna slæms veðurs. Greip lögreglan í Borg- arnesi og Hólmavík til þess ráðs að hleypa bílum skipulega yfir heiðina, nokkrum í senn. Fjögur umferðaróhöpp urðu á heiðinni í gær, einn fjögurra bíla árekstur, tveir þriggja bíla árekstrar og einn tveggja bíla árekstur. Ekki er vitað til þess að nein slys hafi orð- ið á fólki, en loka þurfti heiðinni um tíma vegna óhappa, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Borg- arnesi. Björgunarsveitamenn frá Slysa- varnafélaginu – Landsbjörgu voru á sjö öflugum jeppum við heiðina til að fylgja bílalestum yfir, en einkum var straumurinn suður á bóginn. Gripið var til ráðstafana af hálfu Landsbjargar þar sem vitað var að margir væru á suðurleið í slæmu veðri og var óttast að heiðin myndi teppast vegna fastra bíla ef ekki kæmi til sérhæfð aðstoð björgun- arsveitamanna. Þá þurfti um hádegisbil í gær að aðstoða nokkra ökumenn undir Hafnarfjalli sem komust ekki áleiðis vegna veðurs. Morgunblaðið/RAX Steinar Þór Snorrason og Ámundi Sigurðsson, lögreglumenn í Borgarnesi, við störf sín sunnan Holtavörðu- heiðar í gær þar sem bílum var hleypt skipulega yfir heiðina, nokkrum í senn, í fylgd björgunarsveita. Voru með viðbúnað á Holtavörðuheiði EIN Boeng-757 farþegaþota Flug- leiða varð fyrir eldingu í aðflugi til Keflavíkur á páskadag og var við lendingu sett í sérstaka eldingaskoð- un. Kom í ljós að skipta þurfti um tvö hnoð í skrokk vélarinnar. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, varð vélin ekki fyrir neinum töfum vegna atviksins og var hún komin á ný í loftið í gær samkvæmt áætlun. Hún var að koma frá Ósló með um 70 far- þega þegar atvikið varð. Engum varð meint af. Að sögn Guðjóns gerist það ekki oft að Flugleiðavélar verði fyrir eld- ingu við Keflavík, en það mun gerast fjórum til átta sinnum á ári. Talsvert algengt er hins vegar að vélar verði fyrir eldingu í Bandaríkjunum, eink- um í Minneapolis. Flugleiðavél varð fyrir eldingu Var að koma frá Ósló með 70 farþega SAMKVÆMT nýlegum úrskurði óbyggðanefndar um vatnsréttindi í afréttum Árnessýslu eru þau í eigu ríkisins en ekki Landsvirkjunar eins og áður hafði verið talið. Í úrskurð- inum segir að Gnúpverjahreppur hafi ekki átt þau réttindi sem seld voru í byrjun síðustu aldar og enduðu í eigu Landvirkjunar. Búfjáreigendur hafi haft hefðbundinn afnotarétt af svæð- unum en ekki getað talist eigendur þeirra. Forráðamenn í Gnúpverjahreppi og nágrannahreppum tóku uppúr aldamótunum 1900 að koma í verð eignum hreppanna í vatnsréttindum í Þjórsá og Tungnaá. Fossafélagið Tít- an, sem Einar Benediktsson stofnaði ásamt fleirum, keypti mikið af þess- um réttindum en þau voru síðan seld íslenska ríkinu árið 1952. Við stofnun Landsvirkjunar 1965 voru þessi lands- og vatnsréttindi ríkisins lögð til af hálfu ríkisins á móti framlagi Reykjavíkurborgar. Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orkusviðs iðnaðarráðuneytisins, segir þennan úrskurð þýða að nú viti ríkið að það hafi virkjunarrétt í þjóðlend- um. „Í þessari stöðu þurfa ríkið og Landsvirkjun að ræðast við um það á hvaða hátt menn túlka þetta fyrir annars vegar þær virkjanir sem nú þegar eru í rekstri og hins vegar fyrir virkjanir sem væntanlega verða byggðar eða eru í bígerð,“ segir Helgi. Telur hann þær viðræður þurfa að snúast um hvort Landsvirkj- un greiði gjald af vatnsréttindunum, eingreiðslu eða framleiðslugjald. Vatnsréttindin eign ríkis en ekki Landsvirkjunar  Á Landsvirkjun / 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.