Vísir - 29.04.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 29.04.1980, Blaðsíða 5
VISIR Þriðjudagur 29. april 1980 Texti: Guð- mundur Pétursson ’AY”! Cyrus Vance veröur saknað. fllsögn vance vekur óróleika Embættismenn Washington- stjórnarinnar reyndu I gær að visa á bug vangaveltum manna um, að utanrikisstefna USA muni sveigjast enn lengra til hægri eftir að Cyrus Vance utanrikis- ráöherra sagði af sér. En flestir eru sammála þvi, að Zbigniew Brzezinski, öryggis- málaráðgjafi forsetans, veröi enn áhrifameiri enn fyrr innan stjórnarinnar, eftir aö Vance hætti. Eftir afsögn Vance hefur spurst út, að innan stjórnarinnar hafi Brzezinski og Vance einatt veriö á öndveröum meiði, þar sem sá fyrrnefndi hafi viljað beita hörðu meðan Vance hafi jafnan valiö samningaleiðina. Þannig greindi þá á um lausn lransdeilunnar, þar sem loks var valin leið Brzezinski, sem Vance mun ekki hafa unað og gert sér að tilefni til afsagnar. Embættismenn halda þvi samt fram, að áfram verði reyndar leiðir, sem byggjast á kyrrlátum samningaumleitunum diplómata, þótt Brzezinski sitji eftir i stjórn- inni. I Washingtonstjórninni er mönnum annt, um, aö slíkar vangaveltur fréttaskýrenda verði ekki teknar sem óhagganlegur sannleikur, vegna bandamanna USA, sem eru órólegir eftir hvarf Vance úr stjórninni. Vance naut mikillar viröingar erlendis, jafnt meðal ráöamanna i rfkjum vin- veittum USA sem óvinveittum. HRYÐJUVERKAMENN FLÝJA ÚR FANGELSI Sextán menn, þar á meðal nokkrir af hættulegustu afbrota- mönnum Italiu og hryðjuverka- menn, skutu sér leiö út úr ramm- geröasta öryggisfangelsi Italiu i gær,-tiu þeirra náðust þó aftur. Corrado Alunni, foringi hryðjuverkahóps, sem hefur veriö I nánum tygjum við Rauðu herdeildina, og Renato Vallanzasca, illræmdur bófa- foringi mannræningjaflokks, voru meðal fimm fanganna, sem lögreglan skaut og stöðvaði á flóttanum, eftir aö þeir voru komnir út úr San Vittore-fangels- inu. - Báðir eru á sjúkrahúsi alvarlega særðir. Þrfr aðrir fangar særðust og einnig tveir fangaveröir, sem reyndu að hindra flóttann. Tveir hryöjuverkamenn og fjórir bófar úr flokki Vallanzasca sluppu hinsvegar og leika enn lausum haia. Fangarnirhöföu veriö á æfingu úti I fangelsisgarðinum, þegar sextán þeirra drógu upp skamm- byssur og vasahnffa. Afvopnuðu þeir veröina i garðinum og báru þá siðan fyrir sig eins og skildi þegar þeir brutu sér leið að fang- elsishliðinu. Utan hliðs slepptu þeir gislunum, og hófu skothriö að vöröunum, sem svörðuöu I sömu mynt. Flóttafólk frá Kúbu skapar yfirvöidum i Flórfda mikinn vanda, sem þau leita nú aðstoðar við hjá Washingtonstjórninni. Flóttafðlk veldur vanda í Flóríúa Flórida hefur lýst yfir neyðar- ástandi f Key West og i Miami og óskað eftir aðstoð Washington- stjórnarinnar til þess að leysa úr vanda um 3.500 flóttamanna frá Kúbu, sem þangað eru komnir. Enn er allt óljóst um, hver orðið hafi afdrif fjöldamargra flótta- manna, sem á leið f smábátum yfir Flóridasund frá Kúbu lentu I stormi og stórsjó f fyrradag. Fundist hafa aöeins tvö lik á reki, en ellefu varöskip leita þar aö fleira hrakningsfólki, sem kann að hafa beðiö skipbrot. Ekkert hefur heyrst enn af stærri báti, sem var með 200 Kúbumenn innanborös og sendi út neyöarskeyti aöfaranótt sunnu- dags. Veðrið gekk niður I gær, en nokkur vindur er samt enn og ólgusjór. óelning innan EBEÚt af Bretum Innan Efnahagsbandalags Evrópu tókst ekki að ná sam- komulagi I ágreiningi um efna- hagsmál, þegar bandalagið vildi helst sýna góðan einhug og sam- stööu til þess aö kljást viö krepp- ur i alþjóðamálum. Fundur leiðtoga EBE-rikjanna levstist udd i Luxemburc i eær I vonbrigði, gremju, hótanir og svartsýni, eftir að Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, hafnaði málamiðlunartillögum hinna um lækkun framlaga Bret- lands til sjóöa EBE. — Taldi hún ekki nógu langt komið til mþts við óskir Breta. I Luxemburg var tekinn upp aftur þráðurinn frá fundinum I Dublin I nóvember siðasta, en Frakkar og Vestur-Þjóðverjar sögðu I gær, að þeir mundu ekki liöa Thatcher aö leggja þriðja fundinn (I Feneyjum eftir 6 vik- ur) undir þetta mál. — ,,Ég verö aö segja, aö þvi miður þykir mér sem Efnahagsbandalagiö hafi orðiö fyrir áfalli f þróun sinni”, sagði Helmut Schmidt kanslari eftir fundinn i gær. Þessi minningarathöfn er liður I óopinberri minningarherferð vegna fjöldamoröanna I Katyn- skógi, sem hið opinbera nefndi ekki einu orði i gær. Pólverjarnir i Katyn-skógi voru teknir af lifi af sovéskum hermönnum, sem voru i þann tima I bandalagi við Hitlers- Þýskaland. — Héldu Rússar þvl fram fyrst eftir strfð (þegar fund- ust lik 4.143 manna i fjöldagröf I skóginum), að Þjóðverjar hefðu myrt fangana, og var svo kennt i Póllandi til skamms tfma, en þá var þeirri sögutúlkun breytt. Venjulegast er þó ekki á málið minnst. Baðst alsökunar fyrlr landa sina Barbara Tim, móðir eins gfslanna I Teheran, er kominn heim til Milwaukee frá Iran, en þangaö fór hún ásamt manni sinum I trássi við bann Carters forseta viö feröalögum banda- riskra þegna til Irans. Hún neitaði að ræða við frétta- menn um það, að hún birtist i iranska sjónvarpinu með Bani- Sadr forseta og baðst afsökunar á tilraun bandariskra hermanna til ss að biarga gislunum. Vakti ö mikla gremju meðal landa hennar. Setja varö lögregluvörð um heimili hennar I Milwaukee, þar sem ekki linnti simhring- ingum meö hótunum um aö brenna ofan af henni húsiö og fleira illt. 1 heimsókninni til Teheran fékk hún aðræða viö son sinn, tvitugan liöþjálfa f landgönguliðinu, i 45 minútur. Barbara Tim Háskðiarektor I strákapörum A frönsku eyjunni Guadeloupe i Karlbahafinu stóð lögreglan rektor háskólans i Point a Pitre aö þvf að pára út veggi lyf javersl- unar borgarinnar með ýmsum slagorðum. Að vfsu var rektorinn ekki að krota neinn dónaskap á borö viö þann, sem finnst gjarnan á náö- húsaveggjum, heldur voru þetta slagorö með kröfum um sjálf- stæði til handa Guadeloupe. Fingraianglr hugslónamenn Hinir „eldheitu hugsjóna- menn” sem hertóku bandaríska sendiráðið i Teheran, hafa ekki getað neitað sér um að uppfylla jaröbundnari óskir sinar i þeirri aðstöðu, sem þeir hafa notiö i sendiráðinu. Bandariskir feröatékkar, sem geymdir voru i peningaskáp sendiráösins, hafa verið leystir út i bönkum I Bretlandi, i Banda- rlkjunum, Israel og Egyptalandi. Sumir voru seldir með afföllum. Tékkana hafði sendiráöið til þess að standa straum af kostn- aöi, ef starfsfólk var sent i ferða- lög. Ellsberg I möl- mælaaðgerðum Um 300 andstæöingar kjarn- orku voru handteknir i gær i mót- mælaaðgeröum við aðalstöðvar herstjórnar USA I Pentagon, þar sem þeir reyndu að hindra um- ferð inn og út um húsið og brenndu fána landa, sem eiga kjarnorkuvopn. 1 hópnum var Daniel Ellsberg, sem frægur varð af uppljóstrun Pentagon-leyniskjalanna, sem hann birti til þess aö mótmæla Vletnamstriöinu á sinum tima. Eins var þarna dr. Benjamin Spock. Ellsberg sagði á fundi um 1000 manna, að það hefði veriö guðs- blessun, aö herförin til Irans hefði farið út um þúfur, þvi að „ella værm viö núna f strfði og allur heimurinn I hættu.” Annar ræðumanna sagöi, að þaö besta, sem gert yröi við kjarnorkusprengjuna, væri að varpa henni á Washington, þvi að heimsfriönum stafaði mest hætta af mönnum þar. Daniel Ellsberg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.