Vísir - 29.04.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 29.04.1980, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 29. april 1980 8 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davió Guðmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2 4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 línúr. Askrift er kr. 4.800 á mánuði innan- Verð i lausasölu 240 kr. eintakiö. Prentun Blaðaprent h/f. Til tíðinda hefur dregið í hópi rithöfunda. 45 félagar í Rithöf- undasambandi [slands hafa sent frá sér mótmælaorðsendingu vegna úthlutunar úr launasjóði rithöfunda, þar sem stjórn sjóðs- ins er ásökuð fyrir f lokkspólitísk sjónarmið. [ orðsendingunni er þess ekki getið hvaða pólitískur flokkur á í hlut, en hvert manns- barn veit að þar er átt við Alþýðubandalagið. f mótmælum rithöfundanna segir „að fyrir- mynd slíkrar ráðsmennsku um listræn málefni verði ekki fundin nema hjá þjóðum, sem búa við illræmt stjórnarfar og þjónar þeim tilgangi einum að vísa þeim frá ritstörfum, sem hafa aðrar stjórnmálaskoðanir''. Þetta eru alvarlegar ásakanir, svo alvarlegar að þjóðin öll hlýt- ur að spyrja hvað hér sé að ger- ast Alþingi hefur úthlutað í launasjóðinn 114 milljónum króna. Stjórn sjóðsins er skipuð þrem mönnum samkvæmt tillögu stjórnar Rithöf undasambandsins og staðfestingu menntamálaráð- herra. Hér er um að ræða al- mannafé, fjárveitingu, sem á að vera tákn þess velvilja og viður- kenningar sem íslenska þjóðin vill sýna þeim listamönnum, sem fást við ritstörf. Að sjálfsögðu er ætlast til að féð verði ekki mis- notað í f lokkspólitískum tilgangi, heldur úthlutað af sanngirni og POLITIK OG LISTIR , Krala ijörulíu os Hmm riiftölunaa: ; stiórn launasjóös jritttðfunda víKI nú tl____jtfSgsSsS: ÍSsStáöa 45 félagar 1 Rithöfundasambandi islands hafa ásakað stjórn launasjóÐs rithöfunda um pólitiska mismunun. Þessi ásökun er alvarlegs eölis ef rétt reynist og er ekki aöeins mál rithöfunda, heldur þjóöarinnar allrar. víðsýni. Ef svo reynist að rithöf- undum er mismunað og þeir dilk- aðir niður eftir flokkspólitískri þjónkun þá er það ekki mál rit- höfunda einna. Það er mál þjóð- arinnar allrar. Afskipti borgaraflokkanna á fslandi af málefnum listamanna hafa oftast verið í lágmarki. Það hefur auðvitað stafað af þeirri lifsskoðun þessara flokka, að listamaðurinn eigi að vera frjáls. Listamenn hafa bæði goldið þessa afskiptaleysis og notið. Þeir hafa notið frjálsræðis án uppáþrenginga, en goldið þess að Alþýðubandalagið hefur rekið aðra stefnu. \ þess augum eiga listamenn að vera pólitískir málaliðar. Það hefur verið grundvallar- sjónarmið allra frjálshuga manna, að enginn gjaldi skoðana sinna, og að tjáningafrelsi verði virt. Þetta á ekki sízt við um listamenn, rithöfunda jafnt sem aðra. Ef frjáls hugsun er hneppt í fjötra, og rithöfundar eiga starf sitt og tjáningu undir pólitískri velþóknun opinberra stjórn- valda, þá er vegið að sjálfu lýð- ræðinu, mannréttindum og mannhelgi. Næg eru vítin til varnaðar. Hættulegasti fylgifiskur einræðis er það gerræði að múlbinda og ofsækja hvern þann listamann, sem dansar ekki eftir hinni þókn- anlegu línu stjórnvalda en hef ja upp til skýjanna auvirðilegar málpípurhins illræmda stjórnar- fars. Þar er aðeins til einn sann- leikur — alræðisviska stjórnar- herranna. Það hefur lengi verið ein und- arlegasta þverstæða stjórnmála- umræðunnar hér á landi, hvernig stór hluti íslenskra listamanna hefur verið handgenginn þeim stjórnmálaöf lum, íslenskum sem erlendum, sem hafa leitað sér fyrirmyndar í ríkjum sósíalista og kommúnista, þar sem frjáls listsköpun og tjáning hefur verið fótum troðin og auðmýkt. Hver ærlegur listamaður hlýtur að skynja styrk sinn í frelsinu og forðast að ánetjast pólitískum flokkum, af hvaða tagi sem er. Frelsi þeirra á að vera óheft og algert. Hlutverk rithöfunda er svo mikilvægt i lýðræðisríki: friðhelgi þeirra á að vera svo ótvíræð, að hverskonar afskipti pólitískra flokka af málefnum þeirra, til íhlutunar eða for- skriftar, verður að fordæma og fyrirlíta. Hvað þá ef rithöfundar sjálfirganga fram fyrir skjöldu í flokkspólitískri þjónkun. Þeir atburðir sem spurst hafa úr herbúðum Rithöfundasam- bands Islands eru ill tíðindi og vá leg. Hér er ekki verið að deila um misnotkun á fjármagni heldur atlögu að mannréttindum. BENDINGAHML HEYRNARIAUSRA Aö undanförnu hefur talsvert veriö fjallaö um málefni heyrnarskertra f fjölmiölun i tilefni af hinu stórkostlega og velheppnaöa átaki LIONSmanna sem kennt er viö rauöu fjöörina. I umræöunni sem fram hefur fariö hefur athyglin einvörö- ungu beinst aö skurölækningum vegna miöeyraskemmda, heymarmælingum og heymar- tækjameöferö, enda hafa LIONS-menn valiö sér þaö verkefni aö stuöla aö þróun á þessum mikilvægu sviöum. Mig langar hins vegar til aö minna d brýnt verkefni af ööru tagi sem opinberir aöilar hafa enn ekki komiö auga á, en skiptir mjög miklu máli fyrir tiltekinn hóp einstaklinga. Hér er um aö ræöa þann hóp heymarlauss fólks, sem er svo illa settur aö engar heyrnarbæt- andi aögeröir koma aö gagni vegna þess aö skemmdin er innan viö miöeyraö — og mögnun skilar ekki nægilegum árangri til þess aö talmál nýtist. Þessir heyrnarlausu einstakl- ingar eru tilneyddir aö nota annaö tjáskiptakerfi en talmáliö, nefnilega bendinga- mál heyrnarlausra.sem er kerfi hreyfitákna þróaö upp Ur svo- kölluöum náttiirlegum táknum, m.a. látbragöi ýmiss konar. Um þessi náttUrlegu tákn fjallaöi ágæt mynd eftir hinn merka visindamann Desmond Morris f sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu. Bendingamál hafa hvar- vetna oröiö til þar sem heyrnar- lausir hafa leitast viö aö tjá hugsanir sínar. Og alls staöar þar sem hópur heyrnarlausra hefur haft innbyröis samskipti aö marki hefur bendinga- máliöþróast meö ólfkindum vel. Fyrir heyrnarlausa er bend- ingamáliö nefnilega jafn eöli- legt og sjálfsagt táknkerfi og talmáliö er fyrir okkur heyrandi. Þaö var ekki fyrr en á árunum eftir 1960 aö fariö var af alvöru aö rannsaka bend- ingamálin, og í fyrstu áttu brautryöjendurnir erfitt upp- dráttar, eins og oft vill veröa. Þá var þaö almenn skoðun aö bendingamál væri fátæklegt tjáskiptakerfi og þaö hindraöi nám talmáls. NU eru hugmyndir manna um þetta gerbreyttar. Vísindamenn á borö viö W.Stokoe og Bellugi- Klima f Bandarikjunum, Lars van der Lieth og Britta Hansen I neðanmals Heyrnleysingjaskólinn. María Kjeld skrifar Danmörku og Brita Bergman og Ingrid Ahlgren f Svfþjóö hafa sýnt fram á þaö meö rann- sóknum slnum aö bendingamál eru háþróuö táknkerfi meö ótrU- lega mikiö notagildi. Hjá flestum menningarþjóöum eru rannsóknir á hinu innlenda bendingamáli komnar vel af staö. Félagheyrnarlausra á íslandi og Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra hafa byrjaö starfiö myndarlega hér á landi meö Utgáfu vandaðrar mynda- bókar um bendingamáliö (Táknmálsbók). Þá hafa verið haldin námskeið i bendinga- málinu á vegum Heyrnleys- ingjaskólans og Félags heyrnarlausra fyrir foreldra og starfsliö skólans. En f framhaldi af þessu þarf aö gera mikiö átak, sem kostar verulega fjár- muni og ekki er hægt aö bUast viö aö fátæk áhugamannafélög geti staöiö undir. Nauösynlegt er að hefja eins fljótt og unnt er kerfisbundna söfnun táknforöa fslenska bend- ingamálsins meö upptöku hans á myndsegulbönd. Þaö þarf aö rannsaka setningaskipan bend- ingamálsins og önnur málfræöi- leg einkenni þess . Þá þarf aö fara fram athugun á þvi hvernig bendingamáliö veröur best hagnýtt I kennslu heymarlausra — og viö mál- kennslu alvarlega málhamlaðra barna. Auk áöumefndra aðila þurfa Heyrnleysingjaskólinn, Háskóli Islands og Kennara- háskóli íslands aö koma hér viö sögu. NU er t.d. taliö mjög æskilegt aö heyrnarlaus ungbörn fái tækifæri til aö læra — og nota bendingamál allt frá þvf aö heymarleysið uppgötvast. En til þess aö þaö sé gerlegt þurfa foreldrar þeirra aö eiga kost á aö læra bendingamáliö. Enginn vafi leikur lengur á þvf aö notkun bendingamáls f kennslu heymarlausra er forsenda þess aö þeim nýtist námiö til jafns viö aöra. Ef íslenskir heyrnarlausir nemendur eiga aö komast áfram i framhaldsnámi f hinum ýmsu skólum almenna kerfisins veröa þeir aö eiga kost á aöstoö bendingamálstUlka eins og tiökast erlendis þar sem þessi mál eru komin á sæmilegan rekspöl. Hvenær megum viö vænta þess aö eitthvaö fari að gerast i þessum málum. Vonandi finnast peningar einhvers staö- ar áöur en langt um lföur. Rvfk, 26. april 1981 Marfa Kjeld

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.