Vísir - 30.04.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 30.04.1980, Blaðsíða 3
vísm Miðvikudagur 30. aprll 1980 Dómur undlrrétlar i máli llórmenninganna gegn rikissjóði: Viö uppkvaöningu dómsins. Frá vinstri: Garöar Gislason borgardómari, Hafsteinn Baldvinsson hrl, Magnás Leopoldsson, Skúli Páls- son hrl, og Jón Gunnar Zoéga hdl. (Visism BG) mllliönlr I bætur Fa 15,5 • 19 fyrir gæsluvarðhald að Fjórmenningarnir sem sátu saklausir í gæsluvaröhaldi mánuöum saman meöan á rannsókn Geirfinnsmálsins stóö, hafa fengiö dæmdar bætur i bæjarþingi, Reykjavikur. Kröfur þeirra hljóöuöu uppá tugi miUjóna, en niöurstaöa dómsins var sá aö þeim skyidu greiddar bætur er nema frá 15,5 milljónum til 19 milljðna. Einar Gunnar Bollason fær 19 milljónir 84 þúsund sjöhundruö- sjötluog þrjár krónur, Valdimar Olsen og Magnús Leopoldsson fá 18 milljónir og Sigurbjörn Eiriksson 15,5 milljónir. Auk þess fá þeir greidda vexti frá þvi aö þeir losnuöu úr varöhald- inu þann 10. mai 1976. Þaö var Garöar Gíslason borgardómari sem kvaö upp dóminn klukkan 16 I gær. Máliö var höföaö á hendur fjármála- ráöherra og rikissaksóknara fyrir hönd rikissjóös. Magnús Leopoldsson var viö- staddur dómsuppkvaöninguna I fylgd meö lögmanni sinum, Hafsteini Baldvinssyni hæsta- réttarlögmanni, en hinir þrir voru ekki á staönum. Þar voru hins vegar Jón Gunnar Zoega hdl, lögmaöur Valdimars og Skúli Pálsson hrl, er mætti fyrir Sigurbjörn Eiriksson. Einnig voru mættir fulltrúar fjármála- ráöuneytisins, Gunnlaugur Claussen deildarstjóri og Pétur Hafstein fulltrúi. Garöar Gislason borgardóm- ari las fyrst upp dómsoröin I máli Einars Bollasonar og eru þau eftirfarandi: „Stefndi, rikissjóöur greiöi stefnanda, Einari Gunnari Bollasyni, kr. 19.084. 773, — meö 13% ársvöxtum frá 10. mai 1976 til 21. nóvember 1977, 16% árs- vöxtum frá þeim degi til 20. febrúar 1978, 19% ársvöxtum frá þeim degi til 31. mai 1979, 22% ársvöxtum frá þeim degi til 14. júni 1979 og 34,5% ársvöxtum frá þeim degi til 1. september s.á., 39,5% ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember s. á. og 43,5% ársvöxtum frá þeim degi til uppsögu dóms þessa og síöan meö hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til greiösludags eins og þeir veröa á hverjum tíma. Gjafsóknarkostnaöur greiöist úr rikissjóöi kr. 2.550.000,, þar meö talin málsóknarlaun tals- manns stefnanda, Ingvars Björnssonar, héraösdómslög- manns, kr. 2.400.000,-. Dómnum ber aö fullnægja aö viölagöri aöför aö lögum”. Dómkröfur Valdimars, Sigur- bjarnar og Magnúsar voru um 50milljónirfrá hverjum um sig, en kröfur Einars voru allmiklu hærri enda haföi varöhaldiö I för meö sér aö hann var sviptur starfi. Forsendur dómsins lágu ekki ðsekju fyrir til úthlutnar i gær og veröur vélritun þeirrra lokiö i næstu viku. 1 dómsoröum 1 máli hinna þriggja er kveöiö á um sömu vexti. Gjafsóknarkostnaöur i máli Magnúsar nemur 2.9 milljónum þar meö talin mál- sóknarlaun talsmanns hans, 2,3 milljónir. í máli Valdimars nemur gjafsóknarkostnaöur 2,450.000 þar meö málsóknar- laun talsmanns 2,3 milljónir. Gjafsóknarkostnaöur i máli Sigurbjörns er 2,3 milljónir og þar meö talin málsóknarlaun Jóns Ölafssonar hrl. 2,2 milljónir. Þeir Einar Bollason, Valdi- mar Olsen og Magnús Leopolds- son sátu I gæsluvaröhaldi frá 26. janúar 1976 til 10. mai sama ár. Sigurbjörn var hnepptur i varö- hald nokkru seinna en hinir en var sleppt sama dag og þeim — SG 3 ERU SMANAR- LEGA LTLAR ! RÆTUR”! - segir Nlagnús Leopoldsson Magnús Leopoldsson var ■ langt frá þvl aö vera ánægöur M meö þær bætur sem dómurinn I haföi ákveöiö honum fvrir ■ margra mánaöa einangrun !■ gæsluvaröhaldi. „Mér finnst þetta smánarlega ■ litlar bætur, svo ekki sé meira H sagt” sagöi Magnús viö blaöa- u mann VIsis aö lokinni dómsupp- I kvaöningu. Hafsteinn Baldvinsson hrl. I lögmaöur Magnúsar kvaöst u ekki vilja tjá sig um niöurstööur I eöa hvort málinu yröi áfrýjaö, " fyrr en hann heföi séö dómsfors- I endur. „Þetta eru litlar bætur fyrir I miklar sálarkvalir” sagöi Jón _ Gunnar Zoéga hdl, lögmaöur | Valdimars Olsen, er blaöa- _ maöur leitaöi eftir áliti hans. Aö | ööru leyti kvaöst Jón ekki ræöa m dóminn fyrr en forsendur lægju | fyrir. Gunnlaugur Claessen fulltrúi ■ fjármálaráöuneytisins var ekki ■ til viöræöu um niöurstööu dóms- I ins fyrrenhann væribúinn aö fá ■ forsendur hans til athugunar. u í rosalegu úrvali Sweatshirts Kr. 5.900.- Háskólabolir Kr. 6.900.- USA T-shirts Röndóttir bolir - ótai gerðir FUN Þú færð BOLINN & GALLABUXURNAR í Laugavegi 37 Sími 12861 Laugavegi 89 Sími 10353

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.