Vísir - 02.05.1980, Síða 1

Vísir - 02.05.1980, Síða 1
- segír GuDmunflur J. Guðmundsson. sem greiddi ekki atkvæði með skattatrumvarpinu //Það er ekki svo auðvelt að svara þessu," sagði Guðmundur J. Guðmundsson þegar Vísir talaði við hann í morgun og spurði um ástæður þess að hann skrifaði ekki undir nefndarálitog greiddi ekki atkvæði um skattafrumvarpið aðfaranótt 1. maí. Svo kom svarið í 4 liðum. „Ég hef áBur lýst andstööu minni við nýju skattalögin og tel þau ekki nógu vel unnin ennþá og hef lýst þvl.að ég vilji ekkert nálægt þeim koma eða vera viö þau kenndur. Það er ákaflega erfitt, eftir að búið er að samþykkja fjárlög, að fara þá að breyta verulega tekjuhliöum þeirra og kannski ennþá hættulegra vegna ó- vissunnar um hvaö út úr þessu komi, ekki hvaö sist hvað snertir tekjuskatt á félög. Ég er þeirrar skoðunar og hef lengi verið að tekjuskattur nái of langt niður á lág laun og það er ákaflega nauðsynlegt fyrir rikisstjórnina aö hafa skattstigann öðruvfsi, þannig að það væri betur tryggt að hann lenti ekki eins á láglaunafólki. Aö visu er málið nokkuð flókið fyrir almenning og það er rétt sem tölvusérfræöingurinn segir, aö þessi síðasta breyting fjár- málaráðherra gagnvart ein- staklingum og einstæöum for- eldrum var til bóta. Hitt eru hrein ósannindi að lækkunin hafi verið uppá 5 milljaröa. Ég vildi ekki fella ríkis- stjórnina með þvi að greiöa at- kvæöi gegn frumvarpinu, vegna þess aö ég sé enga rikisstjórn i augsýn, sem ekki hefði snúist verr gegn láglaunafólki á fjöl mörgum sviöum. Von min er sú að ef þessi skattstigi kemur illa út, þá eigi fjármálaráðherra eftir aö gera ráðstafanir, og ég byggi það á meiru en voninni. —SVJ „MEÐAL- HÆKKUN MILLI ARA VFIR 50%” - segír Jon Sigurðsson um verðbólguna /,Sú talnaröð, sem nefnd var í áætlun Þjóðhags- stofnunar, þýðir hækkun vísitölu um 45% eða nálægt því frá upphafi þessa árs til ársloka. Hins vegar felst jafnframt í þessum tölum, að meðalhækkun verðlags miili áranna 1979 og '30 verður yfir 50%, sagði Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, í samtali við Vísi. Eins og Visir greindi frá i vik- unni gerði Þjóðhagsstofnun áætl- un um hækkun visitölu fram- færslukostnaöar frá febrúar til mai og setti fram hugmyndir um verðbreytingar til ársloka. Var þetta gert samkvæmt beiðni f jár- veitinganefndar Alþingis. Þar kemur fram, aö hækkun verð- bótavisitölu verði 11-11,5% 1. júni. Meö óbreyttu veröbótavisitölu- kerfi og aörar kostnaöarbreyting- ar hafi áhrif á verölag meö likum hætti og áöur, sé útlit fyrir að visitalan hækki um nálægt 9% frá mai til ágúst og vart undirl0% frá ágúst til nóvember. Þetta er mun meiri hækkun en gert er ráö fyrir i forsendum f jár- lagafrumvarpsins. Ágreiningur um hve veröbólgan verður mikil samkvæmt þessum áætlunum Þjóöhagsstofnunar er þvi fyrst og fremst vegna þess, að ekki taka allir nákvæmlga sama timabil. En rétt er að geta þess, að spá Þjóðhagstofnunar gerir ekki ráö fyrir neinum grunnkaupshækk- unum. —SG Mikill mannfjöldi fylgdist með dagskrá 1. mal hátfðarhaidanna á Lækjartorgi i gær. Hér er Asmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ASt, i ræðustóli Sjá einnigá bls. 3. (Vlsism. GVA) Hltaveltustiórl um tlllögur gjaidskrárnetndar: „Þetta þýðlr frestun á fillum nýjumframkvæmdum á árlnu’ „Rikisstjórnin mun enn ekki hafa tekið afstööu til þeirrar gjaldskrárhækkunar, sem viö höfum fariö fram á, en ef fariö verður eftir umsögn gjaldskrár- nefndar, þá veröur ekki lagt i nein ný hverfi á þessu ári,” sagði Jóhannes Zogega, hita veitustjóri, I viötali við Visi i morgun. „Við fórum fram á 58% hækkun hitaveitugjalda, en gjaldskrárnefnd gerir tillögu um 10% hækkun. Meðal þeirra verkefna, sem liggja fyrir, eru lagnir I Breiðholti, Seláshverfi, Hvammana I Hafnarfiröi og eitt hverfi i Garðabæ. Þessu verður fyrirsjáanlega öilu að fresta, og ekkert verður boðiö út af Hita- veitu Reykjavikur I ár, ef rlkis stjórnin samþykkir tillögur gjaldskrárnefndar,” sagöi hita- veitustjóri.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.