Vísir - 02.05.1980, Blaðsíða 28

Vísir - 02.05.1980, Blaðsíða 28
síminnerdóóll vtsm Föstudagur 2. maí 1980 Spásvæði Veöurstofu islands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. BreiBafjörður, 3. Vestfirðir, 4. Norðurland, 5. Norðausturland, 6. Austfiröir, 7. Suðausturland, 8. Suövest- urland. veðurspá dagsins Skammt noröur af Færeyjum er 1036 mb. hæð, en kyrrstætt lægöardrag er yfir suövestan- veröu Grænlandshafi. Áfram veröa hlýindi um allt land. Suðvesturland og Faxaflói: Suöaustan átt, gola eöa kaldi til landsins og skýjaö meö köflum, en kaldi eöa stinn- ingskaldi og þokuloft á miöun- um. Breiöafjöröur og Vestfirðir: Sunnan gola eöa kaldi til landsins, sums staðar stinn- ingskaldi á miöunum, skýjaö meö köflum. Norðurland: Sunnan gola eöa kaldi, léttskýjaö. Norðausturland og Austfirðir: Vestan gola. Léttskýjaö. Suðausturland: Hægviöri og léttskýjað til landsins, suð- austan gola og þokumóöa á miöunum. veðríð hér og har Klukkan sex I morgun: Akureyriléttskýjaö 5, Bergen skýjaö9, Helsinkiléttskýjaö 1, Kaupmannahöfn léttskýjaö 5, Osló léttskýjaö 5, Reykjavfk þokumóöa 6, Stokkhólmur léttskýjaö 2, Þórshöfn alskýj- aö 5. Kiukkan átján i gær: Aþena þokumóöa 17, Berlfn heiðskirt 12, Feneyjar skýjað 17, Frankfurt þrumur 14, Nuuk heiörikt -í-5, London mistur 16, Luxemburg skúrir 14, Las Paimas alskýjaö 19, Mallorca léttskýjaö 17, Mon- treai léttskýjaö 21, New York alskýjaö 17, Parfs sktirir 16, Rómskýjaöl6, Malagaskýjaö 21, Vinléttskýjaö 16, Winnipeg léttskýjaö 27. LoKi seglr Er það satt að Hannes Jónsson hafi óskaö eftir þvl að vera skipaður sendiherra tslands I Afganistan? wait 30 metra nlöur I f|öru - ökumaður slapp lítlð meiddur Bíll fór út af veginum í óshlíð: Bill fór út af Óshliðarveginum milli ísafjarðar og Bol- ungarvikur i gærdag og féll eina þrjátiu metra niður i fjöru. Bilstjór- inn var einn i bílnum, og þó undarlegt megi virðast, slapp hann litið meiddur. Aö sögn lögreglunnar á Isa- firöi er ekki ljóst hvernig slysiö bar að höndum, en ökumaöur i bll, sem var á undan þeim, sem fór Utaf, sá I baksýnisspeglin- um, er billinn féll fram af og haföi strax samband viö lög- regluna. Billinn fór út af rétt innan viö Seljadal, en hann var á leiöinni til Bolungarvikur. Þarna er tal- in vera önnur versta beygjan á Bolungarvikurveginum og er þess skemmst aö minnast, aö fyrir tveimur mánuðum fór vörubill út af á nákvæmlega sama staö, en þá náði öku- maöurinn aö kasta sér út úr bflnum. Björgunarmenn, sem komu aö bilflakinu i gær, voru undr- andi á þvi aö finna ökumanninn á lifi I flakinu, en billinn var gersamlega ónýtur. Okumaður- inn var skrámaöur og marinn, en óbrotinn og með fullri rænu og þykir þaö ganga kraftaverki næst. — ATA ÚGNAB MEB HNlFI Leigubflstjóra var ógnað meö hnifi i miöborginni á miövikudag- inn. Leigubflstjóranum tókst aö yfirbuga manninn, sem var tals- vert ölvaöur og kom meö hann á lögreglustöðina. — ATA Þlngslit ákveðin 20. mal Björgunarmenn bjuggust ekki við, að ökumaður hefði sloppið lifandi, er þeir komu að flakinu, en á inn- felldu myndinni eru þeir að bera ökumann upp á veginn. — (Ljósm.: Kristján Friðþjófsson) 1. mal í Moskvu: HANNES SENDIHERRA VAR VIB- STADDUR AÐ EIGIN FRUMKVÆÐI „Ekkert samráö viö okkur hér, mér vitanlega,” sagöi Ólafur Jó- hannesson, utanrlkisráðherra, i morgun um ákvöröun sendiherra Islands I Moskvu um aö vera viö- staddur 1. mai hátiöarhöldin þar i borg. Eins og kunnugt er hundsuðu sendiherrar nokkurra vestrænna rikja 1. mai hátiöarhöldin i Moskvu á þann veg aö vera ekki sjálfir viöstaddir heldur senda undirtyllur sinar I sinn staö. Var þetta gert til aö mótmæla innrás Rússa i Afganistan. Samkvæmt heimildum mun þó sendiherra Is- lands I Moskvu, Hannes Jónsson, hafa veriö viöstaddur. AB sögn Olaís Jóhannessonar utanrikis- ráðherra vissi hann ekki til þess, aö nein fyrirmæli heföu veriö gef- in héöan um þaö, hvort Hannes Jónsson skyldi vera viöstaddur hátíðarhöldin eöa ekki. Þetta væri ákvöröun þeirra i islenska sendiráöinu I Moskvu. — KÞ Rikisstjórnin hefur horfiö frá fyrri ákvöröunum um aö slita al- þingi I næstu viku. A fundi sem haldinn var meö formönnum þingflokkanna I gær, var tilkynnt aö þingslit færu fram 20. mai. Þessi dráttur stafar aöallega af þvi, hversu mörg stjórnarfrum- vörö eru enn óafgreidd. Haldinn mun veröa sérstakur fundur á morgun, laugardag, aöeins til útbýtingar á lánsfjár- áætlun, en meöal þeirra mála, sem enn eru óafgreidd er vega- áætlun, sem óhjákvæmilega þarf aö fá afgreiöslu, sjómannalög, öryggi á vinnustöðum og hús- næöismálafrumvarp. SkattstigafrumvarpiB er hins- vegar oröiö á lögum, en þaö var samþykkt meö eins atkvæöis meirihluta i neðri deild aöfara- nótt fimmtudags. Frlðrlk Sigurðsson ÁR afiahæsti bálurinn á vertíðínni með 1503 tonn: „Góður mannsKapur og gott skip” - segir Sigurður Blarnason skiDStjðrl „Þetta hefur allt hjálpast aö, mikill fiskur, góöur mannskap- ur, gott skip og góð útgerð”, sagöi Siguröur Bjarnason, skip- stjóri á Friöriki Sigurössyni AR, I spjalli viö VIsi i morgun, en Friörik Sigurösson varð afla- hæsti báturinn á þessari vetrar- vertiö meö tæplega 1504 tonn. Vertiöinni á raunar aö ljúka 15. mal, en vegna þeirra veiöitakmarkana, sem gripið hefur veriö til, má segja, aö henni sé lokiö I verstöðvum sunnanlands. Miki'l afli hefur borist á land sunnanlands og vestan á þessari vertiö, ef boriö er saman við áriö I fyrra, en friÐRIK sigurðsson Ahöfnin á aflahæsta vertfðarbátnum. Sigurður Bjarnason skip- stjóri er lengst til vinstri I fremri röð. ekki er hann neitt i lfkingu viö þaö sem geröist hér áöur fyrr. Tölurum heildarafla liggja ekki fyrir ennþá. „Þaö hefur verið feikilega mikill fiskur á djdpmiðum I vetur, sérstaklega fyrri part vertiöar, en ekkert i likingu viö það sem áður hefur þekkst”, sagöi Siguröur Bjarnason I morgun. Siguröur giskaði á, aö háseta- hluturinn á Friöriki Sigurös- syni yröi 5.5—6.0 milljónir króna fýrir vertiöina, en báturinn er tíu ára gamallog 126 tonn. Hann er geröur út frá Þorlákshöfn. — P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.