Vísir - 03.05.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 03.05.1980, Blaðsíða 4
4 VISIR Laugardagur 3. mal 1980 10 ÁRA „BYLT- INGAR- AF- MÆLI„: Mál þetta vaktl glfurlega athygli I Islensku blöAunum einsog gefur ab skllja... YLTINGIN ER 10 ár eru nú liöin frá þeim atburöum sem ýmsum þóttu sönnun þess aö undir- búningur væri hafinn aö sósíalískri byltingu á islandi — hvort sem viðkomandi þótti þaö svo Ijúft eöa leitt. Þann 20. april 1970 lögöu íslenskir námsmenn í Svíþjóö sendiráð islands í Stokkhólmi undir sig, „til þess aö vekja athygli á því ófremdará- standi sem ríkir á sviöi íslenzkra menntamála", eins og sagöi í yfirlýsingu náms- mannanna. Jafnframt kröföust þeir breytts þjóöfélagskerfis, úrsagnar islands úr NATO og lýstu yfir þeirri sannfæringu sinni aö „eina lausnin á efnahagslegu og félagslegu ástandi á Islandi er sósíalistísk bylting". Atburðir þessir vöktu gífur- lega athygli hér heima og í tilefni af þessu 10 ára „byltingarafmæli" skulu þeir nú rif jaöir upp í stórum dráttum. Þaö var einn kyrrlátan mánu- dagsmorgun i Stokkhómi, 20. april 1970. Lifiö i islenska sendi- ráðinu viö Kómmendörsgaten 35 gekk sinn vanagang og ekkert benti til aö þessi dagur yröi i nokkru frábrugðinn öörum dög- um. Haraldur Kröyer sendiherra var að visu fjarstaddur, hann sat utanrikisráöherrafund Norður- landa i Helsinki ásamt Emil Björnssyni utanrikisráöherra, en Hannes Hafstein sendiráðsfull'- trúi gegndi störfum hans á meö- an. Auk hans var ritari sendiraðs- ins einnig á staðnum, Aslaug Skúladóttir. Þá er þaö um ellefu-leytið um morguninn aö hópur ungra manna birtist i sendiráðinu, þar eru komnir 11 islenskir stúdentar, 8 koma frá Gautaborg og 3 frá Uppsölum. Ekkert óvanalegt viö þaö þó Islenskir námsmenn séu á ferðinni i sendiráðinu en þessir eru hvorki komnir til að leita fyr- irgreiðslu né lesa blöðin. Björn Arnórsson var á meðal stúdentanna: „Vildum setja námsmann baráttu i víðara samhengi 99 - við kjarabaráttu verkafólks Einn stúdentanna 11 sem tóku sendiráöið i Stokkhómi hét Björn Arnórsson. Nú 10 árum siöar er Björn hagfræöingur hinna fjöl- mennu launþegasamtaka Banda- lags starfsmanna rikis og bæjar og á sér skrifstofu I húsi BSRB vib Grettisgötu. Þangað var hann sóttur heim og spuröur út i þessar aögeröir. „Samband islenskra náms- manna erlendis, SINE, var með hugmyndir um að efna til mót- mælasetu I sendiráðum tslands viða um heim, til þess aö mót- mæla námslánunum sem voru svo lág að alls ekki var hægt aö lifa af þeim”, sagði Björn. „Við nokkrir námsmenn i Gautaborg og Uppsölum, vildum hins vegar setja okkar baráttu i miklu viöara samhengi: viö kjarabaráttu verkafólks. Okkur þótti lika mót- mælaseta áhrifalitil aðgerð og ákváðum þvi að taka sendiráöið. Frásagnir f jölmiðla á tslandi af þessum atburðum voru reyndar meö fádæmum. Viö vorum til dæmis mjög nákvæmir meö það að beita engu ofbeldi, og lögreglu- stjórinn i Stokkhólmi kvaö okkur mjög kurteisa og viðmótsþýöa”. — Náöuö þiö markmiöum ykk- ar meö sendiráöstökunni? „Hugurinn var náttúrlega dá- litið uppi i skýjunum en ég vil taka þaö mjög skýrt fram að aðalmarkmið okkar var að vekja umræðu um kjör i þjóðfélaginu almennt, við vildum rifa okkur út úr þröngri námsmannabaráttu. Þetta var aöalmarkmið okkar en niöurstaðan varö hins vegar sú aö námslán hafa aldrei hækkað eins mikiö og haustið eftir þessa at- buröi. Það fór mjög i taugarnar á þeim óánægðustu, það var talaö um mútur i þessu sambandi”. — En hvernig lituröu á þetta nú, 10 árum seinna? „Einsog ég sagði þá varö nið- usrstaöan úr þessu allt önnur en Björn Arnórsson: „Ég myndl nú ekki mæla meö sendiráöstökum sem tómstundagamni”. viö ætluöum. Ég myndi þess vegna, meö mina þekkingu nú, ekki gripa til þessara aðgerða”. Nauðsynlegt að gjörbylta þjóðfélaginu — í yfiriýsingu ykkar kemur m.a. fram aöþiö tölduö nauösyn á sósialiskri byltingu. Ertu reiöu- búinn til aö skrifa undir þaö enn i dag? „Þaö kemur fram i allri þjóðfé- lagsumræðu nú að það er nauö- synlegt að gjörbylta þjóðfélags- kerfinu, þá ekki aðeins i sam- bandi við kjörin heldur lfka eignaskiptingu og sliku. Meira að segja frjálshyggjumenn eru sama sinnis um það þó ég vildi auðvitað stefna i allt aðra átt en þeir, ég vil stefna i félagslega átt. En ég vil taka það fram að sósial- isk bylting hefur ekkert með blóö og vopn að gera, vopnaviðskipti þurfa ekki að fylgja. Viðhorf min hafa auðvitað breyst og mótast með aukinni þekkingu og við getum náttúrlega ekki apaö eftir likönum úr út- löndum, Island hefur sina sér- stöðu”. — Hefur þú oröiö fyrir ein- hverju aökasti gegnum árin vegna þátttöku þinnar i þessum aögerðum? „Nei, það get ég engan veginn sagt. Þaö var helst að ég þyrfti að leiðrétta það sem rangt var fariö með i fjölmiölum hér heima, vinir og vandamenn voru dálitiö furöu lostnir á öllu þessu ofbeldi sem við áttum að hafa beitt. Ég held sömuleiðis ekki að þaö sé nein ástæöa til að sjá eftir þessu, mér sýnist nú eftir á aö þetta hafi veriö ósköp meinlaust. og ekki skaðað neinn, þó blöðin hafi gert mikið veður út af þessu, sagt að við höfum rifið þarna og tætt. En ég myndi nú ekki mæla meö þessu sem tómstundagam- ni, sérstaklega ef miðað er við sendiráðstökur þessa dagana...” —IJ. „Þetta sendiráð er nú i okkar höndum”, tilkynna þeir og biöja starfsmennina tvo aö hverfa á brott. Aslaug bregst hin rólegasta við, gengur brosandi út en fér sið- an og tætur sænska utanrikisráöu neytið vita. Hannes Hafstein er þrjóskari, hann neitar að fara út uns stúdentarnir hreinlega bera hann yfir þröskuldinn án þess þó að beUa ofbeldi. Þar með er sendira'öiö tryggilega i höndum stúdentanna 11, þeir hreiðra um sig innan veggja og hengja rauða fána i gluggana. Einhver niðri á götunni heyrir þá hrópa: „Byltingin er hafin...” „Eina lausnin er sósíalis- tísk bylting..." Lögregluna dreif aö, 50 menn gráa fyrir járnum sem bjuggust við hinu versta — sænska lögregl- an var engu góðu vön af þeim sem tóku sér fyrir hendur aö hertaka sendiráö. Fljótlega kom þó i ljós að hér var um annars konar að- gerð að ræöa en svo aö búast mætti viö manndrápum og of- beldisverkum. Stúdentarnir höfðu að visu búist til varnar og neituðu að opna fyrir sænskum laganna þjónum, þar meö var málið i sjálfheldu þar sem sendi- ráð teljast yfirráðasvæði þess lands sem þau standa fyrir. Ekk- ert mátti gera nema með sam- þykki islenskra yfirvalda. Þaö var haft samband við Emil Jónsson i Helsinki. Hann tjáði Morgunblaðinu daginn eftir hvað gerst haföi: „Ég sagði sænska utanrikisráðuneytinu, þegar þaö spurðist fyrir um hvað gera skyldi, aö bezt væri aö fjarlægja stúdentana úr sendiráðinu, en þó þannig að ekki yrði beitt ofbeldi og þessum aumingja stúdentum yrði ekki valdið erfiðleikum. Þetta var gert”. „Aumingja stúdentarnir” sátu ekki alveg auöum höndum meðan verið var að upphugsa ráð til að svæla þá brott. Þeir birtu yfirlýs- ingu þar sem vakin er athygli á fyrrgreindu ófremdarástandi I is- lenskum menntamálum en jafn- framttekiö fram: „Okkur er ljóst að baráttuna fyrir bættri aðstöðu skólafólks er ekki hægt að ein- angra frá baráttunni fyrir breyttu þjóðfélagskerfi”. Siðan er lýst þeirri skoðun að menntunin sé tæki eignastéttarinnar til þess ,,að viöhalda úreltum hugmynd- um um eignaréttinn og efnahags- lega mismunun, hindra að hinar vinnandi stéttir geri sér ljós rétt- indi sin og aöferðir til að ná þeim”-. N.A.T.O.-aðild tslands er harðlega mótmælt: „Tilgangur NATO er aö fjötra alþýðu aðildar- rikjanna sem sterkustum þræls- hlekkjum auövaldsins”. Og aö lokum segir: „Við erum sannfærö um að eina lausnin á efnahags- legu og félagslegu ástandi á ts- landi er sósialistisk bylting. Að- gerð okkar er þáttur i að knýja hana fram og gefa islenzkri al- þýðu fordæmi i baráttunni”'. Tveimur tímum seinna... Undireins og fréttist til tslands um töku sendiráösins þótti mörg- um mikið til um. Skeyti voru send frá Æskulýðsfylkingunni og frá róttækum námsmönnum i MR með baráttukveðjum til „náms- mannanna i sendiráðinu”. Þeir munu hins vegar ekki hafa fengið þessi skeyti þvi að tveimur tim- um eftir aö aðgerðin byrjaði var öllu lokiö. Þeir höfðu búið ágætlega um sig, haft með sér nesti og biðu þess sem verða vildi. A meðan notuðu þeir tækifærið til að kvik- mynda atburðinn, kanna sendi- ráðið, róta i skjölum og ljós- mynda þau sem bitastæð sýndust. Fátt munu þeir þó hafa fundið verulega krassandi að þvi er einn þeirra tjáði Visi utan heillaóska- skeyti til hinna furðulegustu aðila út um heim. Þar kom að lögreglan fékk heimild Emils til að sækja stú- dentana 11. Þeir neituðu enn að opna og var þá hurðin brotin upp og stúdentarnir sóttir inn I sendi- ráðið. Þeir veittu enga mótspyrnu og voru fluttir til yfirheyrslu á lögreglustöðina. Þaðan var þeim siðan sleppt eftir að hafa gefið upp nöfn sin: Arthúr Ölafsson, Asgeir Guðmundur Danielsson, Björn Magnús Arnórsson, Geir Þórarinn Zoega, Guðjón Steinar Aðalsteinsson, Gunnar Ingi Ægis- son, Gústaf Adólf Skúlason, Hjálmtýr Vilhjálmsson Heiðdal, Kristján Loftsson Guölaugsson, Skúli Waldorff og örlygur Antonsson. Margir þessara manna eru enn þann dag i dag mjög virkir á róttækara armi stjórnmála. Málssókn gegn þeim var látin niður falla af Islenska rikinu. „Þeir gera þjóðinni skömm til..." Einsog fyrr greinir vöktu þessir atburðir gifurlega athygli hér uppá tslandi og var um fátt meira talað lengi á eftir. Sama dag og stúdentarnir létu til skarar skriða kom til harðra orðaskipta á Al- þingi vegna málsins og ásökuðu þeir Magnús Kjartansson og Gylfi Þ. Gislason hvor annan um að eiga sök á atburðinum! Algengt viðhorf sem fram kemur i blaða- skrifum frá þessum tima er aö námsmennirnir 11 hafi gert^iinni vammlausu þjóð tslendihgum skömm til meö þessu athæfi og að allt sé þetta vatn á myllu kommúnista. Þar spilaöi einnig inni aö sænsk blöð beindu mjög athyglinni að Islandi eftir þetta og þótti mörgum þar um gróf róg- skrif aö ræða. Meöal þess sem þar kom fram, þó ekki komi það þessu máli á neinn hátt við, var að miövikudagar væru vinlausir til þess að koma i veg fyrir mann- dráp og óeiröir. Undir þessu þótti tslendingum slæmt að sitja og kenndu ll-menningunum um. Það var mikið um að vera með- al námsmanna næstu dagana á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.