Vísir - 03.05.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 03.05.1980, Blaðsíða 12
Laugardagur 3. mal 1980 Gunnar Salvarsson skrifar. þyska pönkdrottn- ingiirá Listahátíö? : Nina Hagen flúöi frá Austur-Þýskalandi árið 1976 og settist a6 f vestarihluta landsins. Hún er f sannleika sagt furöulegt fyrirbœri og tónlist hennar og textar a6 sama skapi sérkennilegir. Óvenjulegt útlit hennar vekur strax athyglina, gulrótarrautt hárió, eldrauóar varir og djöflaaugu. En þaö er ekki a&eins útlitió sem hefur gert hana jafn umtala&a og raun ber vitni, uppátæki hennar ýmisleg hafa einnig aukiö á umtalió og skapofsinn ku á stundum vera slikur aó einna helst minni hann á gjósandi eldfjall. Þaö fer þvi e.t.v. bara vel á þvi a& pönkdrottningin gisti eldfjallaeyjuna rómu&u f nesta mánu&i. ruddalegir og áhrifamiklir textar og óvenjulegur söngur eru i a&al- hlutverkum, en raddsviB Ninu er sagt spanna einar f jórar til fimm áttundir. Eftir flóttann frá Austur- Þýskalandi sneri Nina sér fyrst til Bretlands, þar sem hún kynntist upphafsmönnum pönk- bylgjunnar, m.a. Johnny Rotten I Sex Pistols. Ekki féll henni alls kostar vi& Breta og flutti þvi til V- Þýskalands, stofna&i þar hljómsveit, fór i hljómleikaferöir og gaf út umdeilda plötu. Og þa& sem meira var, — hún varö vinsæl. Si&ar lenti hún upp á kant viö félaga sina i hljómsveitinni út af launamálum, þvi sjálf taldi hún a& sér bæri einn og hálfur hlutur eins og ö&rum skip- stjórum. Var& úr a& hún fór ein til Hollands, lenti i ástarævintýri meö fyrrum eiturlyfjaneytenda og landsfrægum pönkara, Herman Brood, og lék I kvikmynd hans ,,Cha cha” ásamt Lene Lovich og fleirum. Nú segir Nina a& aldrei hafi veriö um neitt ástarsamband milli hennar og Broods a& ræöa, en sá hollenski mun aftur hafa hafnaö i dópinu. t Hollandi kynntist Nina einnig gitarleikara a& nafni Ferdie Karmelk og stofna&i hún hljóm- sveit me& honum, sem ekki varö langlif. En me& Ferdie fór hún viöa um lönd og stóö fyrir ýmis- konar uppákomum ma. 1 austur riska sjónvarpinu þar sem hún flettisig klæ&um og fitla&i ögn vi& sig. Voru fimm sjónvarpsmenn reknir, þeir gleymdu sér I 20 sekúndur i beinni útsendingu! Um þessar mundir hyggst Nina halda i Þýskalandsreisu meö leikverkiö „Anarkismi i V-Þýska- landi — þaö tekst aldrei” og kannski sýnir hún okkur brot úr þvi á Listahátiö, hver veit? Gsal. Felix Cavaliere - Castles In The Air CBS EPC 83817 Þa& var fyrir fimmtán árum sem Felix Cavaliere ásamt tveimur ö&rum yfirgaf Joey Dee and the Starlighters til aO stofna The Young Rascals, sibar Rascals. The Rascals áttu mörg lög sem ná&u verulegum vin- sældum á árunum 1967-71, þ.á.m. „Good Lovin”, „Groovin” og „People Got To Be Free”. Er hljómsveitin hætti áriö 1972 fór Felix út i sóló- bransann. Hann hefur nú gefiö út þrjár piötur á eigin nafni og eina meb hljómsveit sem köliub var Treasure. Þessi þri&ja sóló-plata Castles in The Air er án efa þaö besta sem Felix Ca valiere hefur látiö frá sér si&an meö Rascals. Platan er öll frekar róleg og þægileg. öll vinna kemur frábærlega til skila og er flutningur oft á ti&um óa&finnanlegur. Felix flytur niu ný lög og svo gamla Rascals lagiö „People Got To Be Free”. Ekki veröur eitt lag tekiö fram yfir annaö, en platan er ein sú besta hingaö til þaö sem af er þessu ári. John Stewart - Dream Babies Go Hollywood RSO ES-1-3074 Si&ast var þaö Bombs Away Dream Babies og nú „Dream Babies Go Hollywood”. Þessi nýja plata ber sama yfirbragb og hin, en nær þó oft á ti&um upp gömlu stemmingunni og er kannski einna Hkust Fire in the wind. Kristján Róbert Kristjánsson skrifar John Stewart hefur meö sér marga þekkta a&sto&armenn, þó ekki Buckingham Nicks eins og si&ast, heldur Lindu Ronstadt, Nicolette Larson, Phil Everly, Russ Kunkel og fleiri. Dream Babies Go Holly- wood inniheldur mörg gull- korn eins og „Wheels of Thunder”, (Odin) Spirit of The Water, The Raven og Nightman. Hljó&færaleikur plötunnar er yfirleitt mjög skemmti- legur og vanda&ur, en helsti galli hennar eru textar Stewarts. Margir þeirra eru ágætir en þeir eru nokkrir frekar innihaldslitlir og Stewart syngur þannig aö lögin krefjast gó&ra texta. Annars er Dream Babies Go Hollywood framför miöaö viö si&ustu plötu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.