Vísir - 05.05.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 05.05.1980, Blaðsíða 4
VISIR Mánudagur 5. mal 1980 4 HitchcocK - meistari hryllingsmyndanna látinn: VILDI LEIKA A AHORF- ENDUR EIHS OG A PlAHð Eftir að Hitchcock gerði myndina ,,Family Plot” 1976 var hann að þvi spurður hvenær hann teldi að kvikmyndaleikstjórar ættu að hætta störfum. „Einhversstaðar á tólftu spólu,” svaraði Hitchcock að bragði. Sjálfur lét hann sér ekki nægja tólf spólur, heldur lauk við gerð fimmtiu og þriggja kvikmynda auk þess sem hann vann að kvikmynd um þær mundir er hann féll frá á áttugasta og fyrsta aldursári, þann 29. april s.l. Frægur en dularfullur Hitchcock var án efa einhver frægasti kvikmynda- leikstjóri I heimi og jafnframt einhver sá dularfyllsti. Eftir aö hafa gert nokkrar vinsælar myndir i Bretlandi t.d. ,,The 39 Steps” og ,,The Lady Vanishes” kom Hitchcock til Hollywood 1939. Þar virtist hann alls ekki eiga heima ef tekiö var miö af klæöaburöi hans, dökkum jakkafötum, hvitri skyrtu og dökku bindi. 1 Hollywood hélt Hitchcock áfram uppteknum hætti viö framleiöslu mynda um glæpi af öllu tagi. Þrátt fyrir aö glæpir væru eftirlætis söguefni sendingu. Lögreglumaöur las á miöann, læsti Hitchcock inni i klefa og sagöi: „Svona förum viö meö óþekka stráka!” Þegar faöir Hitchcocks sótti hann örfáum miniltum siöar var búiö aö leggja grunninn aö ævi- löngum ótta hans viö lögreglu- þjóna. Slegið á strengi óttans Meöal verka Hitchcocks sem talist geta klassisk eru „The Man Who Knew Too Much”, Shadow of a Doubt” „Strangers on a Train”, „Rear Window”, „Vertigo”, „North by North- west”, „The Birds” og „Frenzy”. Hitchcock sagöi eitt sinn aö hann vildi leika á áhorfendur eins og pianó og fullyröa má aö vanalega hafi honum tekist aö slá á strengi óttans. Eftir frumsýningu myndarinnar „Psycho”, en þar sýnir eitt atriöi morö sem framiö er i sturtuklefa, haföi maöur nokkur samband viö Hitchcock og kvaö dóttur sina nii óttast sturtuböö ákaflega. „Þurrhreinsaöu hana,” var svariö. Allt frá þvi aö Hitchcock var á fertugsaldri hefur hann látiö sér bregöa fyrir I öllum kvik- myndum sinum, þó ekki væri nema I stutta stund. En þó margir könnuöust viö sér- kennilegt ótlitiö vissu fáir nokkuö um einkalif Hitchcocks. Hann reyndi aö fá aö vera i friöi þrátt fyrir frægöina. Hitchcock hefur þó látiö hafa ýmislegt eftir sér um persónuleg málefni m.a. var hann eitt sinn spuröur aö þvl hvaöa áletrun hann kysi á legstein sinn: „Þú sérö hvaö gerist ef þú ert ekki góöur strákur”, svaraöi meistari hryllingsmyndanna. —SKJ - og slð iafnan á strengi óttans Alfred Hitchcock/ einn frægasti leikstjóri allra tíma lést 29. apríls.l. Hitchcocks þjáöist hann at sjúklegum ótta viö lögregluna. Hann sagöi sjálfur sögu sem hann taldi skýra ótta sinn viö lögregluna og jafnframt áhuga sinn á aö hræöa aöra og skelfa. Hún er á þá leiö aö þegar Hitchcock var fjögurra ára framdi hann eitthvert skammarstrik. Faöir hans, vel stæöur kaupmaöur, sendi hann á lögreglustööina meö orö- I //I Confess" (1953) sást Alfreð á gangi fyrir enda öngstrætis. Dukka, eftirliking Hitchcocks flýtur á Thamesá í //Frenzy" (1972) Kitchcock bíður eftir að George Sanders Ijúki símtalinu í „Rebecca" (1940).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.