Vísir - 05.05.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 05.05.1980, Blaðsíða 9
Mánudagur 5. mal 1980 tV'i * * 9 VEIKLAÐAR ÞJÖÐIR VESTUR-EVRÚPU Þegar Bandarikjamenn lentu i þvi á dögunum aö þurfa aö snúa jafnnær frá björgun gislanna i Teheran, og bíöa auk þess nokkurt manntjón, var ekki laust viö aö fólk viöa á Vesturlöndum teldi aö þarna væri helzta bandamanni sinum rétt lýst. Athafnir Bandarikja- manna hafa um árabil boriö meira keim af mistökum, sem kallaö hafa á heiftarlegan gagn- áróöur, en sigurgöngu voldugs rikis. Margar af meiriháttar at- höfnum Bandarikjanna, eins og striöiö I Viet-nam, fengu vist aldrei formlega afgreiöslu Bandarikjaþings. Þaö kostaöi siöan ákveöiö uppgjör I landinu sjálfu, sem hefur m.a. ieitt til þess, aö nú getur rikisstjórn landsins varia tekiö einföldustu ákvaröanir ööruvisi en krafa komi upp um, aö máliö veröi fyrst boriö undir þingiö. Jafnvel leiöangurinn til Teheran átti aö kröfu margra aö fara fyrir þingiö til ákvöröunar. Þaö er almannamál, aö Bandarikjamenn séu fremur opinskáir og barnalegir á stund- um, og hefur þaö átt hvaö mestan þátt i þvi, hve and- róöursmönnum hefur oröiö ágegnt I gagnrýni á utanrikis- stefnu þeirra. Ekki hefur bætt úr skák, aö þeir hafa oröiö aö styöjast viö meira og minna klofna bandamenn I Vestur-Ev- rópu, sem I raun vilja vikjast undan, eins og hægt er, aö taka afstööu meö Bandarlkja- mönnum á alþjóöavettvangi. Gott dæmi um þetta er afstaöan til olympluleikanna I Moskvu, sem stjórn Bandarlkjanna hefur viljaö hundsa I mótmælaskyni viö innrásina 1 Afganistan. Aö visu vill svo til, aö sú afstaöa orkar tvimælis, vegna þess aö hún kemur væntanlega sárast viö sovétþjóöir, sem vita ekki annaö en innrásin I Afganistan sé réttlætismál, eins og fjöl- miölun I Sovét er háttaö. Þess vegna er veriö aö móöga sovéskar þjóöir meö þvi aö hundsa leikana á rneöan Kreml verjar halda áfram aö tefla til heimsyfirráö. Eiturdráp i þagnargildi En olympluleikarnir eru smá- mál á móti öllum þeim fjölda mála, þar sem Bandarikin hafa haft rétt fyrir sér aö mati vesturlandabúa, án þess aö þeir hafi þoraö aö ganga til fulls til stuönings viö þau. Fyrsta stóra átak kalda strlösins, Kóreu- striöiö, var notaö til aö heyja linnulausan áróöur gegn Banda- rlkjunum á Vesturlöndum. Þá voru austantjaldslöndin fallin undir áhrif Sovétmanna og leppa þeirra án þess aö nokkuö umtalsvert heföi um þaö heyrzt vestan jántjalds. Þaö var helzt viö dauöa Jan Mazaryks, sem nokkra setti hljóöa, vegna þess aö þar var taliö ljóst aö kommúnistar heföu myrt and- stæöing sinn. Siöan hafa þessar vinnuaöferöir veriö full- komnaöar, þannig aö haröir Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur skrifar og segir að hvenær sem Bandaríkjamenn lendi f því vonda hlutverki að hafa uppi nokkra lög- gæslu vegna ágangs kommúnisma> verði stór hluti Vesturlanda að gáfumannafélagi/ sem ræði einstaka atburði á- kaflega> þar sem Banda- ríkjamönnum ku að hafa orðið á mistök/ en fjalli aldrei um dýpri orsakir baráttunnar. andstæöingar finna nú aöeins lauslega ef rekin er I þá regn- hlif, en siöan eru þeir dauöir innan tveggja daga. Hér á landi heyrist aldrei um sllka atburöi, og heldur ekki skjalfest eitur- morö á andstæöingum kommúnista á siöustu tveimur áratugum. Landvinningastríðin Kóreustriöiö var barátta gegn landvinningamönnum, sem héldu suöur fyrir ákveöinn breiddarbaug, sem samiö haföi verið um aö ráöa skyldi landa- mærum tveggja rlkja. Fjöl- margar þjóöir sáu aö þarna varö aö spyrna viö fótum til aö ekki bættist viö nýtt austan tjaldsriki 1 hreinu landvinninga- striði, sem háö var meö sömu formerkjum og Hitler stundaöi sinn ágang meö hörmulegum afleiöingum. Ástraliumenn tóku þátt I þessu striöi, og hafa þeir þó ekki hlaupiö til I sllkum til- fellum. Vlet-nam strlöiö hófst á sömu forsendum, en þar haföi lærzt af Kóreustrlöinu, aö til aö svona landvinningastrið öölaö- ist trúleika I augum umheims- ins, yrði að koma upp sveitum innan þess lands, sem ráöist var á. Það geröi nokkurn gæfumun áróöurslega séö. Nú ber báta- fólkið vitni um nauðsyn þessa landvinningastriös. Jafnvel Svlar eru þagnaöir, fyrir utan einstaka kerlingar, sem enn ganga meö stjörnur I augunum út af skepnuskap Bandarikja- manna I Viet-nam. Gáfumannafélög á Vest- urlöndum Hvenær sem Bandarlkjamenn lenda I þvi vonda hlutverki að hafa uppi nokkra löggæzlu vegna ágangs kommúnisma, veröur stór hluti Vesturlanda að gáfumannafélagi, sem ræöir einstaka atburöi ákaflega, þar sem Bandarlkjamönnum kunna aö hafa orðiö á mistök, en fjalla aldrei um dýpri orsakir til bar- áttunnar. Þeim er réttilega kennt um My-lai, sem er dæmi um óhugnaö skæruhernaöar og hernaöarvitfirringar. En þaö hefur áöur verið drepiö og nauð- gaö I striöum, og hvaö um Ber- lln I strlöslokin? Þeim er borin á brýn eiturhernaður, en ekki er vitaö til aö hann hafi beinzt gegn ööru en gróöri. Nú eru Sovét- menn komnir I striö viö af- gönsku þjóöina. Deyfieitur, sem þar er beitt gegn skæruher- mönnum og þorpsbúum jöfnum höndum, fær þá umfjöllun aö ekkert sé sannaö I málinu. Þetta geti allt eins veriö þoka. Engu skiptir þótt flóttamenn beri, aö fólk liggi stjarft eftir, þegar búiö er aö dreifa eitrinu. Svona veiklaöur málflutningur sýnir aöeins, aö Sovétmönnum er allt heimilt I hernaöi. Viö höfum ekki heyrt neinar Sörur hafa orö um þetta, enda munu þær enn vera aö tala um Víet-nam strlö- iö þótt þær tali ekki viö báta- fólkiö. Og fjölmiðlar á Islandi ræða yfirleitt ekki um afbrigöi- legan hernaö I Afganistan nema meö tilvitnunum I Vlet-nam. Sllk biblia er þaö landvinninga- strlö oröiö. Aðstoð eða einangrun Þaö hefur áreiðanlega glatt mar^an manninn á Vestur löndum, þegar Bandarikja- mönnum mistókst aö frelsa glsl- ana I Teheran. Þaö skiptir auö- vitað engu máli aö taka sendi- ráösins á slnum tlma var hiö versta óþverraverk, og jafngilti innrás I Bandarlkin. Eitthvert mesta pólitlskt áfall Evrópu- þjóöa var einangrunarstefna Bandarikjanna eftir aö þjóöa- bandalag Wilsons eyðilagöist I höndum misgæfra stjórnmála- manna og einræöisherra og ár- manna seinni heimsstyrjaldar- innar. Þótt Evrópumönnum hafi þótt gott aö fá Marshall-hjálp og margvislegan stubning annan aö loknu strlöi viö uppbyggingu I Evrópu á sviöi iönaöar, kaup- sýslu og annarra atvinnuvega, fyrir utan aö fá án mikils til- kostnaöar haldgóöa vörn gegn frekari yfirtöku rlkja I Evrópu, hafa Evrópumenn veriö haldnir undarlegri öfundarkenndri and- úö á hjálparmönnum sinum. Þetta hefur birzt ýmist I furöu- legum undirlægjuhætti, sem er einskis trausts veröur, eöa þá oflæti og vangaveltum um sjálf- sagöa hluti, sem hlýtur fyrr eöa siöar aö sannfæra Bandarlkja- menn um, aö þvi minna sem þeir skipta sér af vörnum og öörum málum Evrópu þvi betra fyrir þá sjálfa. Engir hafa veriö gjafmildari en Bandarikja- menn, þegar flóö og jarö- skjálftar herja á heimsbyggð- inni, hvort sem þaö er I Agadir eöa Niger. En flæöi Missisippi til stórskaöa, eöa ef fellibyljir eyöa lifi og eignum, beyrist aldrei orö um fjársöfnun handa fólki I Bandarlkjunum. Um þaö varöar enga manneskju, hvorki I Agadir eöa viö Niger svo dæmi séu nefnd. Aldrei er fjársöfnun á Islandi handa fólki, sem hefur oröiö eignalaust vegna flóöa I Missisippi. Þaö þætti aö ílkind um hlægilegt. Bandarlkin eru hin löggilti gjafari I nauöum. Llklega þurfa Vestur-Evrópu- menn ekkert aö óttast frekar en aö upp veröi tekin einangrunar- stefna I Bandarlkjunum. Þeir eru sjálfum sér nógir um flesta hluti, og þótt járntjaldiö færöist aö strönd Atlantshafsins mundi þaö litlu breyta fyrir þá heima fyrir. Vestur-Evrópa yröi svo- litiö skrltin fyrsta kastiö meöan Kremlverjar væru aö nauðga þeim til rétttrúnaöar. En þaö liöi hjá. Mikiö af fjölmiölum Vestur-Evrópu eru þegar mannaöir til aö taka upp æski- lega fegrun á nýju ástandi og nýjum herrum. Og alltaf mun veröa nóg af strigapokum til aö vefja um fæturna I vetrar- kuldum.Það er svo fyrir sál- fræöinga aö skoöa þá sjálfs- eyöingarhvöt, sem liggur til grundvallar hjá þjóöum, sem vilja hætta öllu til aö öölast ves- öldina. IGÞ „Þaö hefur áreiöanlega glatt margan manninn á Vesturlöndum, þegar Bandarikjamönnum mistókst aö frelsa glslana f Teheran. Þaö skiptir auövitaö engu máli aö taka sendiráösins á sinum tlma var hiö versta óþverraverk, og jafngilti innrás i Bandarikin.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.