Vísir - 05.05.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 05.05.1980, Blaðsíða 22
22 VÍSIR Mánudagur 5. maí 1980 l „Ekkert getur réttlætt grimmdarfullar drápsaöferöir á veiöidýrum”, segir bréfritari og hvetur grásleppukalla til aö deyöa grásleppuna á hreinlegan hátt. SÝNIÐ MANNÚÐ VIÐ GRtiSLEPPUVEKIAR IHrognkelsaveiöar standa nú yfir, svo sem jafnan áöur á þessum árstlma. Miklar hags- bætur færa þær þeim, sem þær stunda og þjóöinni I heild bættan efnahag. Ekki væri margt aö segja á móti þessum veiöum, væru þær stundaöar á mannilöíegan hátt. En þaö mun vera ööru nær, en aö svo sé i öllum tilvikum. Venjulegasta aöferöin hefur • veriö só, aö sögn þeirra, sem best þekkja til, aö rista grá- sleppuna á kviö lifandi, rifa hrogin Ur henni meö snöggu handtaki, þvl ekkert annaö er hirt, en flygja henni svo aftur útbyröis, þar sem hennar blöur langt og kvalafullt dauöastriö. Þetta eru sannkallaöar fantaaö- feröir og mundu aldrei liönar vera, ef um einhver húsdýr væri aö ræöa, sem betur fer. Þaö hef- ur oft viljaö brenna viö, aö dýr- um og þá ekki slst sjávardýrum, hefur veriö sýnt algjört tilfinn- ingaleysi, og þeim misþyrmt á hroöalegasta hátt, aö þarflausu. Á grásleppuveiöum viröist oft ekki vera hugsaö um annaö, en aö ná þeim litla hluta, hrognun- um, sem hiröa á úr dýrinu, meö eins lítilli fyrirhöfn og unnt er, og fleygja þvl svo lifandi og sundurflakandi I sjóinn aftur. Ekki væri þó svo mjög fyrir- hafnarsamt aö deyöa gráslepp- una á hreinlegan hátt. Hægt væri aö snlöa af henni hausinn meösnöggu hnlfsbragöi áöur en húh væri rist á kviö, og þar meö væri úr sögunni þjáningarfullt dauöastrlö hennar. Þá gæti veiöimaöurinn fært feng sinn aö landi meö hreinni samvisku. Þá mundi hann finna I sálu sinni gleöina yfir þvl, aö hafa deytt veiöidýr sin á eins hreinlegan hátt og unnt var, I staö þess aö valda þeim þarflausum þján- ingun. Ekkert getur réttlætt grimmdarfullar drápsaöferöir á veiöidýrum. Ef einhverjir skyldu halda, aö dýr eins og fiskar, meö köldu blóöi, hafi ekki sársaukaskin, þá vaöa þeir I algjörri villu. Ekki þarf lengi aö athuga viöbrögö fiska, til aö sjá, aö þeir hafa ein- mitt næma tilfinningu, þótt ekki geti þeir rekiö upp kvalaóp, eins og mörg landdýr geta. Grásleppuveiöimenn! Hug- leiöiö þetta mál! Ég vil gera ráö fyrir, aö flestir séuö þiö vel inn- rættir og viljiö ekki öörum mein gera af ásettu ráöi, hvorki manni eöa dýri, og aö hér sé þvl um einhverskonar illa venju eöa hugsunarleysi aö ræöa fremur en beimlnis illmennsku. Gefiö ykkur svolltinn tlma tilaö deyöa grásleppuna á hreinlegan hátt, áöur en þiö kastiö henni aftur I sjóinn. Losiö ykkur þannig viö samviskubit, sem annars mun einhverntlma aö ykkur sækja. Samviskan skyldi öllum vera leiöarljós, enda er hún rödd hinnar æöstu veru I brjósti hvers manns. Ingvar Agnarsson GYLFI Þ. HAFDI RETT FYRIR SÉR „Hvernig væri aö forráöamenn aöalhljómleikahúss landsins sæju sóma sinn f aö bjóöa gestum númeruö sæti?” ósómi að bjóða lólki upp á ónúmeruð sæti Þá eru Þingeyingar búnir aö eignast búnaöarmálastjóra og mátti vart seinna vera. Hinum nýja búnaöarmála- stjóra fylgja innilegar heilla- óskir I starfi meö þeirri „praktlsku” ósk einnig, aö hann komi einhverjum böndum á dugnaö bændanna. Svo þjóöin geti nú torgaö framleiöslu þeirra, eöa fari allavega ekki á hausinn viö aö koma henni I verö. Ég get þó ekki látiö hjá lföa aö benda á, aö allur þessi landbún- aöarvandi heföi aldrei oröiö til ef „aristokratliö” I sveitunum heföi látiö svo lltiö aö hlusta á einn I okkar rööum krata, Gylfa Þ. Glslason. Heföi landbúnaöurinn bara tekiö miö af markaöinum inn- anlands, eins og Gylfi boöaöi, og veriö hæstíngöur aö metta Is- lensku þjóöina, sem er auövitaö stórverkefni útaf fyrir sig, þá heföu þeir aldrei lent 1 þessum vanda og fengju fullt verö fyrir vinnu sina, eins og þeim auövit- aö ber. Krati. Tónlistaraðdáandi skrifar. Færri en vildu fengu miöa á tónleika Ivan Rebroff, sem haldnir voru I Háskólabiói s.l. laugardagskvöld kl. 23.15, þrátt fyrir þaö aö hver miöi kostar kr. 8.500. Mér haföi tekist aö fá miöa á þessa hljómleika, en tók þá eftir þvl, aö miöar voru ónúmeraöir. Þegar ég kom svo á staöinn kl. 22.40, var anddyri blóhússins troöfullt af fólki sem beiö eftir aö salurinn yröi opnaöur. Þeir sem fyrstir komu hafa lagt á sig aö standa þarna I u.þ.b. 1 1/2 klst. til aö fá góö sæti. Loksins þegar fólki var hleypt inn I sal- inn, 5 mln. fyrir tónleikana, sog- aöist fólk inn, eins og vatns- straumur I gegnum holræsi. Mér varö hugsaö til eldra fólks, bæklaös fólks og barna. Salurinn fylltist á augabrgöi. Þeir sem slöastir komu fengu aöeins stök sæti, hjón uröu aö sitja langt frá hvort ööru. Fjöl- skyldur uröu viöskila. Hjón meö tvö ung börn fengu stök sæti. Eftir þennan leiöinlega forleik voru margir komnir I vont skap og nutuekki sem skyldi þessara annars ágætu tónleika. Hvers vegna er fólki boöiö upp á sllkan ósóma. Eru lslendingar virkilega svo kröfulitlir aö þaö séhægt aö bjóöa þeim hvaö sem er. Hvernig haldiö þiö aö sllkt kerfi myndi reynast I Þjóöleik- húsinu. Ekki veit ég hvar sökin liggur, en þeir sem sóttu þessa tónleika eiga heimtingu á aö vera beönir afsökunar á þessum mistökum. Hvernig væri aö forráöamenn aöal hljómleikahúss landsins sæju sóma sinn I aö bjóöa gest- um númeruö sæti. sandkom Á afmæli Þjóðieikhúss Þjóöleikhúsiö á þrjátiu ára afmælium þessar mundir eins og flestum mun kunnugt. Jónas Guðmundsson rithöf- undur, málari og gagnrýnandi sat aö spjalli I kunningjahóp á dögunum og barst afmæli leik- hússins I tal. Jónas haföi ýmislegt viö starfsemi Þjóöleikhússins að. athuga, en hældi sumu eins og gengur. — En hvaö finnst þér verst viö Þjóöleikhúsið Jónas, spuröi einn viöstaddra. — Aö þaö skuli vera holt ab innan, svaraöi Jónas aö bragöi. Augljost mál — Veistu hvaö Eskfiröingar og Múhameöstrúarmenn eiga sameiginlegt? — Nei. — Báöir tilbiöja Alla úlvarp slnfónía Enn bólar lltiö á breytingum á tónlistarvali útvarpsins. Hlustendur skulu fá sinn skammt af þungri klassískri tónlist beint af fóninum dag hvern. Hlustendakannanir hafa sýnt aö fáir leggja eyrun viö þessum hljómleikum. For- ráöamenn útvarpsins segja aö ekkert sé aö marka kannan- irnar og ef eitthvaö væri aö marka þær þá sýndu þær bara nauðsyn þess aö efla tónlistar- smekk landsmanna. Hvaö þykist útvarpiö hafa veriö aö gera meö sifelldum „sinfónfu- tónleikum” I 50 ár? Og hver er árangurinn? Vörn fyrir falsara Peningafalsari var fyrir rétti á dögunum vestur I Bandarlkjunum. Falsarinn haföi oröiö sér úti um frægan lögmann sem verjanda og þeir sem voru viðstaddir réttar- höldin voru sammála um aö verjandinn hefbi veriö ógleymanlegur. Sérstakiega var mönnum minnisstætt þegar lögmaöur- inn I iok ræöu sinnar kraföist sýknunar meö tilvisun til lag- anna um prentfrelsi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.