Vísir - 07.05.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 07.05.1980, Blaðsíða 3
Mibvikudagur 7. mai 1980 3 Sæmilegar alvlnnuhorfur hjá skólafðlki: Um 1100 manns a skrá hjá atvinnumiðlunum í borginni A tvinnuhor fur skólafólks virbast vera sæmilega góbar ab þvi er talsmenn atvinnumiblana hér I höfubborginni telja, en um 1100 skóianemar eru nú á skrá hjá þeim. Stúdentar hafa komib á lagg- irnar atvinnumiblun i samvinnu vib Bandalag islenskra sér- skóianema og Landssamband mennta- og fjölbrautarskóla- nema og er atvinnumibiunin til húsa f Félagsstofnun stúdenta vib Hringbraut. Hildur Pálsdóttir starfsmaöur atvinnumiblunarinnar tjáöi Visi aö nú væru um þaö bil 75 manns á skrá hjá þeim. Hins vegar væri litiö aö marka þá tölu þvi skólum væri fæstum lokiö enn- þá. Hjá atvinnumiölun stúdenta voru i fyrra skráöir 415 einstak- .lingar og fengu þar af 300 vinnu. „Þetta er nú rétt aö byrja hjá okkur, svo maöur getur ekki alveg áttaö sig á þvi hvernig horfurnar eru. Viö höfum þó fengiö góöar undirtektir hjá at- vinnurekendum. Eg á von á þvi aö möguleikar á vinnu I sumar séu svipaöir og i fyrra”, sagöi Hildur Pálsdóttir hjá Atvinnu- miölun stúdenta. Hjá Ráöningarskrifstofu Reykjavikurborgar sagöi Gunnar Helgason forstööu- maöur aö 823 einstaklingar, skólafólk 16 ára og eldri, væru nú á skrá hjá þeim. „Þetta er svipaöur fjöldi og var á skrá hjá okkur i fyrra og ég á ekki von á aö mikiö fleiri bætist viö”, sagöi Gunnar. „Hinu er ekki aö neita aö þó horfurnar á atvinnu fyrir þetta fólk séu núna nokkuö góöar, þá er alltaf erfitt aö veita öllum vinnu, þegar þúsundir flykkjast á vinnumarkaöinn á svo skömmum tima”. Heimdallur, félag ungra sjáif- stæöismanna, rekur nú atvinnu- miölun einkum fyrir skólafólk. Hjá þeim hafa nú veriö skráöir um þaö bil 200 einstaklingar og þar af hafa 48 manns fengiö vinnu fyrir tilstilli miölunar- innar. Heimdellingar létu vel af undirtektum atvinnurekenda og voru bara bjartsýnir á aö sem flestir gætu fengiö vinnu. ÞJH Starfsmenn atvinnumiölunar stúdenta, þau Hildur Pálsdóttir og Ingi Þór Hermannsson hafa i nógu ab snúast þessa dagana. Norræn samkeppni um smásðgur fyrir unglinga: VEITA 5000 KRÖNUR DANSKAR I VERÐLAUN Samtök norrænna móöurmáls- kennara hafa efnt til norrænnar samkeppni um smásögur, sem ætlabar eru unglingum á aldrin- um 12-16 ára, og er skilafrestur til 1. september. Efnt er til samkeppninnar i til- efni af norræna málárinu 1980- 1981, ab þvi er segir i fréttatii- kynningu frá Samtökum móbur- málskennara. Samkeppninni veröur þannig hagaö aö i hverju Noröurland- anna veröa valdar sögur I loka- keppni, ein frá Færeyjum, ein frá Islandi, tvær frá Danmörku, Noregi og Sviþjóö og tvær frá Finnlandi, önnur á finnsku, hin á finnlandssænsku. Úr þessum sög- um veröur siöan valin ein saga sem þá hlýtúr fyrstu verölaun, norskar krónur 5000, en hver hinna sagnanna veröur verö- launuö meö 2000 norskum krón- um. Ætlunin er aö gefa sögurnar út I hverju landi og þá á frummáium, en auk þess þýöingar islensku, færeysku og finnsku sagnanna. Á Noröurlöndum standa félög Vflrlýsing frá fuli- trúum 46menninganna Þar sem rithöfundaráö hefur meö yfirlýsingu tekiö aö sér aö verja geröir stjórnar Launasjóös rit- höfunda, viljum viö, forgöngu- menn 46 rithöfunda sem hafa mótmælt starfsháttum þeirrar stjórnar vekja athygli á eftirfar- andi: Samkvæmt tveggja ára gamalli lagabreytingu, sem fékk gildi nú I ár, er rithöfundaráö aöeins útvikkuö stjórn rithöf- undasambandsins — Samstaöa stjórnar rithöfundasambandsins og stjórnar launasjóös er öllum ljós. Reykjavik 5.5. 1980. Baldur Óskarsson Ingimar Erlendur Sigurbsson Pjetur Hafstein Lárusson Vigdís elst í Laugar- dal og ML Nemendur f félagsfræbi vib Menntaskólann ab Laugarvatni könnubu afstöbu fólks til forseta- frambjóbendanna vikuna 14.-18. april. Könnunin fór fram I tvennu lagi. Annars vegar voru ibúar Laugardalshrepps og hins vegar 19 ára nemendur i 3. bekk M.L. 1 Laugardalshreppi tók 91 þátt i könnunni, en 1978 voru 163 þar á kjörskrá. Atkvæöi féllu þannig aö Albert Guömundsson hlaut 3 at- kvæöi, Guölaugur Þorvaldsson 34, Pétur Thorsteinsson 4, Rögn- valdur Pálsson 2 og Vigdis Finn- bogadóttir 39. Auöir seölar og ógildir voru 9. 1 könnun. meöal nemenda 3. bekkjar tóku þátt 34 af 35 nem- endum. Atkvæöi féllu þannig aö Albert hlaut 1 atkvæöi, Guölaugur 12, Pétur 2, Rögnvaldur 1 og Vigdis 15. Auöir seölar og ógildir 2. — SG Lelðrétting 1 myndatexta i Visi i gær mis- ritaöist nafn eins af keppendun- um i rallinu á sunnudaginn. Hann var sagöur heita Hjalti Hafstein en heitir Hjaiti Hafsteinsson, og leiöréttist þaö hér meö. móöurmálskennara i samvinnu viö öflug útgáfufyrirtæki. Má þar nefna Gyldendal i Danmörku og Cappelen 1 Noregi. Ekki er ráöiö hvern veg islensku útgáfunni veröur háttaö, en væntanlega veröur farin svipuö leiö og annars staöar. 1 islensku dómnefndinni munu sitja tveir kennarar og einn rit- höfundur. Formaöur hennar veröur Þóröur Helgason kennari viö Verslunarskóla Islands. Nor- ræna dómnefndin veröur skipuö kennurum og rithöfundum frá öll- um Noröurlandanna. Formaöur hennar veröur sænski rit- höfundurinn Gunnel Beckman. Þaö er von Samtaka móöur- málskennara aö rithöfundar vik- ist vel undir áskorun um þátttöku i þessari samkeppni og taki þannig þátt I aö hef ja smásöguna til veröskuldaörar viröingar — og sýni unglingum þann áhuga sem þeir' eiga skiliö aö fá sem les- endur, segir I fréttinni. FLENSUFARALDUR í HðFUÐBORGINNI „Það er ekki laust við það. Undanfarnar tvær vikur hefur verið töluvert slæmur inflúensu faraldur hér i höfuðborginni en hann virðist nú vera i rénum,” sagði Skúli Johnsen borgarlækn- ir er Visir spurði hann hvort venju fremur slæm flensa væri að ganga. Skúli sagöi aö inflúensan lýsti sér alltaf meö sama hætti, henni fylgdi hár hiti, höfuö- og bein- verkir en einnig heföi nú boriö á þvi aö fólk væri ljósfæliö, þ.e. ætti erfitt meö aö horfa I ljós. I ofanálag bættist oft slæmt kvef meö þurrum hósta. „Fyrir utan inflúensuna hafa fleiri viruspestir veriö i gangi, sem einnig viröast vera nokkuö smitandi.” sagöi Skúli. „Þaö er einkum kvefvirus, sem er óvenjulegur aö þvi leyti aö hann leggst á slimhúö i augum og veldur töluveröum óþægindum. Þessi virus hefur reynst nokkuö langvarandi, fólk hefur átt i þessu allt upp í viku til 10 daga.” Hættan á fylgikvillum sam- fara lungnabólgu er mikil og sagöi Skúli aö einkum heföi bor- iö á bronkitis af bakteriu upp- runa og einnig væri lungnabólga töluvert algeng. „Ondunarfærasýkingar eru greinilega árstlöabundnar. Þaö ber mest á þeim á haustin og seinni part vetrar þannig aö eitthvaö spilar veöriö inn i þetta. En faraldurinn er I rén- um, enda stendur allt til bóta meö góöu veöri og hækkandi sól,” sagöi borgarlæknir aö lokum. ÞJH SUMARVERÐ áskidum Sportval

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.