Vísir - 07.05.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 07.05.1980, Blaðsíða 8
'jrtf' sar '#*iu'S4rT»; *t? VÍSIR Miövikudagur 7. mai 1980 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davió Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsddttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónína Michaelsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.800 á mánuði innan- Verð I lausasölu 240 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. EIGA BARA AÐ VERA „KALBIR 99 Enn einu sinni er að því komið, að taka þurfi ákvörðun um tak- mörkun þorskaflans við landið, ef menn ætla ekki að skerða hrygningarstofninn verulega. Fiskifræðingar hafa bent á, að uppistaðan í veiðunum í vetur hafi verið þorskárgangurinn frá 1973 og þegar hafi verið gengið óvarlega á hann á f yrsta ári, sem þessi stofn hrygnir. Þetta hef ur auðvitað ekki áhrif á af lamagnið á þessu ári, heldur því næsta, og það hefur ekki fram að þessu verið háttur Is- lendinga að hafa áhyggjur af framtíðinni, heldur að láta hverj- um degi nægja sína þjáningu, ef svo má að orði komast. Viss tilhneiging hef ur verið hjá st jórnmálamönnum að taka hæfilegt mark á fiskifræðingum og þeir, sem setið hafa í stól sjá- varútvegsráðherra hafa yfirleitt miðað aðgerðir sínar við að farið séeitthvaðtalsvert fram úr þeim aflakvótum, sem fiskifræðing- arnir hafa lagt til. Sérfræðingarnir kvarta yfir því, að ekki sé hlustað nægilega á þá, og svo virðist sem ýmsir stjórnmálafrömuðir hafi viljað taka meira mark á tilfinningu sinni fyrir þorskmagninu í sjón- um en vísindalega útfærðum áætlunum fiskifræðinga um það Allt útlit er nú fyrir aö þorskaflinn fari yfir 400 þúsund lestir á árinu jafnvel þótt fiski fræöingar hafi taliö 300 þúsund þaö sem hrygningarstofninn þoli. Veröum viö ekki aö skoöa máliö i alvöru. magn, sem byggjast á margra ára rannsóknum allt í kringum landið. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegráðherra hefur þó reynt að taka verulegt mið af til- lögum og ábendingum vísinda- mannanna fram að þessu, en nú er hann kominn í geysilega klemmu. Hagsmunir útgerðarað- ila og fiskvinnsluaðila hringinn í kringum landið eru miklir í þessu sambandi og allir vilja fá sem mest af þorski upp á sitt borð. Steingrímur hefur áætlað að heildarþorskaf linn í ár verði varla undir 400 þúsund lestum en fiskifræðingar lögðu til í byrjun ársins að ekki yrði farið yfir 300 þúsund lestir. I gær var haft eftir Steingrimi að fiskifræðingar hefðu á fund- um sagt að þeir gætu sætt sig við 350 þúsund lestir, og hann væri sjálfur ekkert óttasleginn þótt aflinn færi yfir400 þúsund lestir. I viðtölum í Vísi í dag kannast fiskifræðingar ekki við að nein breyting hafi orðið á þeirra af- stöðu og segja, að engar nýjar upplýsingar haf i komið f ram um það, að óhætt sé að veiða meira en þær 300 þúsund lestir, sem um er talað í nýjustu skýrslu þeirra. Þeir segja aftur á móti að ótrú- legt sé miðað við fyrri reynslu að farið verði eftir tillögum þeirra, og sé slíkt mikið hættuspil. Til dæmis segir Sigfús Schopka f iskifræðingur að ef veitt verði meira en lagt sé til í skýrslu þeirra f iskifræðinganna muni hrygningarstof n þorsksins minnka úr 300 þúsund lestum nið- urí 200 þúsund lestir-. Eitthvað er nú þetta mál orðið loðið og skrýtið og fullyrðing stendur gegn fullyrðingu, en það skiptir í sjálfu sér þorskinn engu máli, hvað menn hafa sagt eða ekki sagt. Viðgangur þorsk- stof nsins er undir því kominn, að ekki sé gengið á hann umfram það, sem færustu vísindamenn telja ráðlegt. Á fyrstu f jórum mánuðum árs- ins hefur sístækkandi og stöðugt stórvirkari skipafloti mokað upp tveimur þriðju hlutum þess afla af þorski, sem stefnt var að að veiða á árinu öllu. Miðað við það og máttlausar takmarkanir fer afiinn eflaust á fimmta hundrað þús- lestir á árinu. Er ekki einum of ábyrgðar- laust við slfkar aðstæður að vera bara „kaldur" eins og sjávarút- vegsráðherra segist vera í þess- um efnum? Hiutverk íbröttanna: A stjdrnudýrkun rétt á sér? 1 Nú i vetur voru sýndir þættir i sjónvarpinu um örtölvubylt- inguna svonefndu. Sú framtið, sem þar var spáö, er timi minnkandi likamlegrar áreynslu og aukins fritima alls þorra manna. Iþróttir eiga þvi eftir að gegna enn mikilvægara hlutverki i framtiðinni en þær gera nú i dag. Sumir vilja e.t.v. spyrja hversvegna og hvort þetta sé ekki ofmælt. Hafa iþrðttir ein- hverju sérstöku hlutverki að gegna i lifi okkar? Manninum er áreynsla ásköpuð og lifsnauðsyn. Fáum viö ekki næg áreiti á liffæri okkar svo sem hjarta og æða- kerfið, bein, vöðva og liðamót leiðir þaö til hrörnunar. Besta dæmið um likamlega hrörnun sjá menn þegar likamshluti hefur verið settur i gifs vegna beinbrots. Þegar gifsið er tekið af kemur oft i ljós aö likams- hlutinn er orðinn miklu rýrari heldur en sá heilbrigöi, sem ekki var i gifsi. íþróttir margþættar. Það mætti nefna margt fleira og rökstyðja það út frá liffræði- legum og lifeðlisfræðilegum ástæðum. Likami okkar er hannaður fyrir allt annað um- hverfi en þaö sem flestir tslend- ingar lifa viö i dag. Ef ekki væri ætlast til af skaparanum að við reyndum á okkur væri t.d. heil- inn töluvert ööruvisi en hann er, en stór hluti heilans er fyrst og fremst til þess gerður að stjórna hreyfingum. En iþróttir eru margþættar. Til þess að unnt sé að ræða um gildi og tilgang iþrótta er rétt að gera greinarmun á almennings- iþróttum, keppnisiþróttum og afreksiþróttuin. Almenningsiþróttir — TRIMM eru þær iþróttir og likamsæfingar, sem fólk stundar sér til heilsubótar fyrst og fremst, en ekki með keppni i huga. Keppnisiþróttir er iðkun iþrótta, þegar keppni við aðra en sjálfan sig er stór liður. Eins og þeir, er stunda almennings- iþróttir, þá stefna þeir, er stunda keppnisiþróttir einnig að þvi að viðhalda og bæta heilsu sina. Oft á tiðum er það þó keppnin sem er aöal hvatinn aö þátttökunni, það að fá að reyna á sig og keppa við andstæðinga. Á þessu stigi eru æfingar tiltölu- lega óskipulegar, menn æfa þegar þeir telja sig hafa tima og láta iþróttina ekki ganga fyrir öllu öðru. Oft koma löng hlé i æfingar og milli keppnistima- bila eru æfingar litið stundaðar. Framfarir i iþróttinni eru til- viljunarkenndar, en ánægjan af þátttökunni getur verið mikil, sérstaklega ef menn setja sér raunhæf markmið að keppa að. Afreksíþróttir. Afreksiþróttir eru keppni á háu stigi. Munurinn á keppnis iþróttum og afreksiþróttum er fyrst og fremst fólginn i þeim tima, sem varið er til æfinga og einnig skipulagi og framvindu þjálfunnarinnar. Hjá afreks- iþróttamönnum er iþróttin núm« er eitt og iþróttin er látin ganga fyrir öðru. Æfingar eru skipulagðar þannig að tilviljunin ein ráði ekki um útkomuna. Til þess að ná árangri sem sambærilegur viö það sem gerist hjá bestu Iþróttamönnum annarra þjóða, veröa menn aö skilja muninn á þessu tvennu, afreksiþróttum og keppnisiþróttum. Afreksiþróttir krefjast þess að iþróttamaðurinn geti helgað sig iþróttinni. Afreksiþrótta- menn verða að æfa allt árið um kring og skipulagning þjálfunarinnar verður að vera rökrétt framvinda, er byggist á visindalegri þekkingu og reynslu. Þær spurningar vakna, hvort afreksiþróttir hafi eitthvert sér- stakt gildi og hvort yfirleitt sé unnt að leggja. stund á afreks- iþróttir á Islandi. Menn deila um gildi afreks- iþrótta og oft hefur verið bent á ýmsa ókosti er þeim fylgja. T.d. stjörnudýrkun. Sumum mönnum hrýs hugur við þvi að einhverjir skari framúr og þegar vakin er athygli á afrekum, og þá á ég ekki ein- göngu við afrek, sem unnin eru á iþróttavöllunum, heldur einnig á öðrum menningar neöanmals Jóhannes Sæmundsson iþróttakennari og fræðslustjóri ISI, dregur fram skilsmuninn milli, trimms, keppnisiþrótta og afreksíþrótta og lýsir hlutverki iþróttanna í nútímaþjóðfélagi, þ.á.m. stöðu afreksmannanna í iþróttum. sviðum, þá er byrjað að hrópa, stjörnudýrkun! sjálfstæðis- Liður i baráttu. Sem betur fer eru flestir, sem taka litið mark á þessu hróp- endum i eyðimörkinni. Fólk vill hafa einstaklinga, sem það getur litið upp til, hvatt það til dáða og eflt þjóðarvitund þess. Sumir vilja kalla það þjóðrem- bing þegar við gleðjumst yfir afrekum landa okkar. Hvaöa Islendingur fyllist ekki stolti yfir þvi að geta státað af þvi að. eiga skáld, sem hefur hlotið aþjóða viðurkenningu, eða myndlistarmenn, söngvara og aðra listamenn, er bera hróður þjóðar okkar um heiminn? Hver gleðst ekki yfir velgengni iþróttamanna okkar, þegar þeir etja kappi við fulltrúa miklu stærri og rlkari þjóða og koma frá þeirri viðureign með sæmd. Það er min skoðun að öll okkar viðleitni á sviði iþrótta og lista sé einn liður i þeirri stöðugu sjálfstæðisbaráttu, sem við Islendingar verðum ávallt áð heyja. Þessi barátta verður erfiðari og erfiðari eftir þvi sem heimurinn minnkar með bættum samgöngum og fjar- skiptatækni. Þvi ber okkur að efla alla menningarviðleitni þjóðar okkar, koma fram með jákvæða gagnrýni, sem byggð er á skynsamlegum rökum. Við þurfum að gera okkur grein^ fyrir þvi hvað v.ið viljum. Við þurfum að setja okkur raunhæf markmið að keppa að. Við þurfum að marka skýra stefnu i menningarmálum, er hefur það megin mark að efla sjálfstæðis- vitund okkar, sem þjóðar og einníg stefnu er stuðlar að betra og fegurra mannlifi á Islandi. j^en stór hluti heilans er fyrst og háu stigi. Munurinn á keppnis- einnig á oorum menningar hata einstaklinga, sem pao Jóhannes Sæmundsson j|

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.