Vísir - 07.05.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 07.05.1980, Blaðsíða 9
SIR Mi&vikudagur 7. mai 1980 Valerian Trifa: „Þús- Karlis Detlavs: „Valdí John Demjanjuk: Sendi Andrija Artukovic: Vilis Hazners: /,Kveikti í undir voru drepnar". gyðinga til slátrunar". hann 500 þúsund manns í „Fjöldamorðsráðherr- guðshúsi gyðinga". gasklefana? ann". Heíövipöip bandapfskip bopgarap eöa nasistaböðlap? JOHN DEMJANJUK er dæmigeröur bandarískur millistéttamaður. Hann vinn- ur i Fordverksmiðju, á einbýlishús í úthverfi og eldri bil af millistærð. Hann gegnir ennfremur embætti í úkranisku rétttrúnaðarkirkjunni, dáður fyrir líkn- arstörf og þykir góður granni, sem lítið lætur yf ir sér. Samt sem áður er hann sakaður um, að hafa verið nasisti, og hafa framið þvflik óþokkaverk í hinum al- ræmdu Treblinkabúðum, að hann fékk viðurnefnið Ivan hinn hræðilegi. Þeir sem ákæra hann, segja, að hann hafi borið ábyrgð á dauða minnst f imm hundr- uð þúsund karla, kvenna og barna, sem yf irmaöur gasklefanna. Demjanjuk, sem breytti nafni sinu úr Ivan i John þegar hann kom til Bandarikjanna 1952, er einn fimmtán meintra striös- glæpamanna, sem bandariska dómsmálaráöuneytið hefur reynt að láta visa úr landi, svo sækja megi þá til saka I heima- landi þeirra. Bandarisk yfirvöld halda þvi fram, að allir sem einn hafi þeir logið I landvistar- umsóknum sinum, þar sem þeir fela samband sitt við Nasista- flokkinn. Aðeins lítið brot Þessir fimmtán eru aðeins brot að þvi er Sérrannsóknar- stofnun dómsmálaráðuneytis- ins segir, en hún hefur með höndum leit að striðsglæpa- mönnum sem lifa I Bandarikj- unum sem heiövirðir borgarar. „Við leitum nokkur hundruð meintra nasista, sem komu hingað seint á fjórða og fimmta áratugnum”, segir talsmaður Sérrannsóknarstofnunarinnar. Það verða fáir ef nokkrir þess- ara grunuðu, sem eru mest- megnis gamalmenni núna, sem verða fluttir nauðungarflutningi úr landi. Aðalástæður eru að sjálfsögðu, að vitnin eru lika gömul og erfitt að ná til þeirra. Ennfremur taka slik málaferli langan tíma. „Nauðungarflutningsferillinn er langur og fyrst verður að svipta þá rikisfangi, og það er mjög alvarlegt mál”, segir tals- maðurinn. „Og þó svo málin vinnist fyrir undirrétti, þá geta þeir áfrýjað alla leið til Hæsta- réttar Bandarikjanna. Gerum ráö fyrir að þeir yrðu sviptir rikisfangi. Þá er eftir að fá úr- skurð fyrir sviptun á landvistar- leyfi. Við höfum reynt aö láta visa manni i Kaliforniu úr landi i tuttugu ár og hann er enn þar i góöu yfirlæti I sólskininu. Ég er þeirrar skoðunar, aö flestir þessara munu deyja saddir lif- daga i rúmum sinum i henni góöu gömlu Ameriku”. Tvö hundruð stríðsglæpamenn? Brett Becker, forstjóri Varn- arbandalags bandariskra gyð- inga, álitur aö tala striðsglæpa- manna i Bandarikjunum sé rúmlega tvö hundruð. „Erfiðast er að komast aö þvi um hverja sé að ræöa. Er það litli karlinn, sem fer tvisvar á dag I gönguferð meö hundinn sinn eða eigandi sjoppunnar á horninu, sem gefur bárninu þinu sælgæti, sem gætu hafa borið á dauða þúsunda manna. Hver getur vitað hverjir þeir eru og hvar þeir eru. Þjóð sem saman- stendur af mörgum brotum veitir þeim fylgsni við hæfi”. Þegar JohnDemjanjukkom til Bandarikjanna fyrir tuttugu og átta árum, þá 39 ára, sagöi hann innflytjendayfirvöldunum að hann væri landflótta undan kommúnistum. Hann settist að I Cleveland, Ohio og var ekki I vandræðum með vinnu hjá Ford vegna tæknimenntunar sinnar. Hann varð máttarstólpi samfé- lagsins i úthverfinu Sevel Hills. Þá skeði það 1977, aö róleg til- vera hans brast. Hann átti aö missa landvistarleyfi á þeim forsendum, að hann heföi kom- ist inn I landið á fölskum for- sendum, með þvi að greina ekki frá sambandi sinu við Nasista- flokkinn. Aðkast og hótanir Þegar sögur birtust I blöðum staðarins um meinta fortiö hans, varð hann fyrir hótunum og aðkasti og bandariski fáninn var rifinn af póstkassanum. Hann haröneitaði ásökunum og fullyrti að hér væri um samsæri kommúnista að ræða og bjó á- fram I þokkalegu múrsteinshúsi sinu. Og nágrönnum hans finnst að svo eigi að vera. „Liðin tið er liðin tið”, sagöi einn granna hans. „Ég veit ekki hvað John aðhafðist I striðinu. Hann segir mér, að hann hafi veriö fangi Þjóðverja og ég tek það gott og gilt”. „Það eina sem ég yeit, er aö hann er góður granni og hefur engum mein gert hér. Aðal- áhugamál hans virðist vera kirkjumálin. Ég veit að hann skipuleggur alls konar starf- semi á hennar vegum”. Frank Walus: „Moröing- inn með barnsandlitið". „Allir hér lita sömu augum á málið og þaö var ekki fólk úr ná- grenninu, sem stóð að aðkast- inu”. Talsmaður Úkrainisku rétt- trúnaðarkirkjunnar sagði: „Demjanjuk er enn embættis- maður. Við trúum þvi, að menn séu saklausir meðan sekt er ekki sönnuð”. Fjórtán nöfn Hér á eftir fer útdráttur viðvikjandi hina fjórtán, sem dómsmálaráöuneytiö reynir aö fá visað úr landi vegna meintra striösglæpa. BOLESLAVS MAIKOVSKIS, sem kom frá Lettlandi, er sagð- ur hafa verið ISS og yfirmaöur i lettnesku lögreglunni, sem sendi um tuttugu þúsund gyð- inga I dauðann i Riga, höfuö- borg Lettlands. Það er álitið að skjöl nasista, sem náðst hafa, gefi til kynna að hann hafi verið sæmdur Járnkrossinum. Mai- kovskis býr nú 74 ára gamall I bænum Mineola á Long Island I New York fylki, Nágrönnum likar vel við hann og hann sækir kirkju daglega. Kastað hefur verið ikveikjusprengjum á hús- ið og fyrir tveim árum skaut byssubófi tiu skotum gegnum útihurðina hjá honum. Eitt skot- ið hitti hann I hægri fótinn. Mai- kovskis hefur mætt fyrir rétti i þó nokkur skipti vegna þessa máls, en hefur boriö fyrir fimmtu viöbót stjórnarskrár- innar og ekki sagt orð. (Fimmta viöbót mælir svo fyrir að menn geti neitað aö svara, ef þeir eigi á hættu að sakfella sig.) VILIS HAZNERS, er einnig 74 ára og var á launalista hjá rik- inu við að undirbúa útvarps- sendingar fyrir Radio Liberty á lettnesku. Hazner kom til Bandarikjanna 1956 og býr nú á búgarði skammt frá Albany I New York fylki ásamt konu sinni og tveim sonum. Þeir sem ákæra hann segja, að hann hafi ekki átt svona rólega daga i Riga á striösárunum. Hann er grunaöur um að hafa leikið gyö- inga illa og hafi einu sinni aö- stoöað við að smala tvö hundruö inn I bænahús áður en kveikt var I þvi. FEODORE FEDERENKO, 73 ára, sem býr á Miami Beach i Florida, en þar búa margir gyð- ingar er ásakaður um að hafa verið I SS I Treblinkabúöunum. Federenko, sem kom til Banda- rikjanna 1949, neitar ekki að hafa verið i Treblinka, en segist hafa veriö trésmiður þar, en ekkert viðkomandi SS. Sá hinna ákærðu, sem fræg- astur er I Bandarikjunum er VALERIAN TRIFA erkibiskup, æðsti maður rúmensku rétt- trúnaðarkirkjunnar I Banda- rikjunum og Kanada. Erki- biskupinn sem er 65 ára býr i tuttugu og fimm herbergja stór- hýsi, á um hundruð hektara lóð, (sem er tæpur ferkólómetri) I Grass Lake i Michiganrlki. Hann er ákærður fyrir að hafa verið einn leiötoga Rúmenska Járnvaröarins (Samtök nasist- iskra Rúmena, vopnuð) og fyrir að hafa skipulagt ofsóknir á hendur gyöingum I Búkarest 1941, en þá voru þúsundir myrt- ar. Trifa neitar ekki aö hafa verið I samtökunum, en segist engan þátt hafa átt i skipulagn- ingu eða framkvæmd ofsókn- anna. ANDRIJA ARTUKOVIC.71 ára er náungi sem bandarisk yfir- völd hafa reynt að visa úr landi slðastliðin tuttugu ár. Hann er eigandi byggingafyrirtækis, sem gengur mjög vel og býr i húsasamstæöu I útborg Los Angeles, Seal Beach, við mikla vopnavernd. Þegar nasistar hernámu Júgóslaviu 1941, var landinu skipt I tvennt Teodore Federenko: „SS- maður í Treblinka". og Artukovic var gerður að innanrikisráðherra I Króatiu. Sumariö 1941 var hundrað og áttatiu þúsund gyöingum, sigaunum og serbum slátrað. Alitið er aö Artukovic hafi veriö ábyrgur fyrir þessu þjóðflokka- morði. 1957 ákvað Hæstiréttur Bandarikjanna að ha'nn yröi að gangast undir réttarhöld um brottvisun úr landi vegna 1239 einstakra morða. En hann er enn i Bandarikjunum eftir mikl- ar lagaflækjur. FRANK WALUS.57 ára, vinnur hjá General Motors og býr I Chicago. Hann var aðeins tán- ingur þegar striöið braust út, en vitni segja, að hann hafi verið kallaður „Gyðingadráparinn með barnsandlitiö”. SERGE og MYKOLA KOWAL- CHUK, pólskir bræður, eru klæöskerar i hverfi I Phila- delphia, þar sem mikiö af gyð- ingum býr. Þeir eru nú á sjö- tugsaldri og eru ákærðir fyrir þátttöku i moröum á fimm þús- und gyðingum i heimalandi sinu. KARLIS DETLAVS, 70 ára, býr i Baltimore og hefur dregiö sig I hlé frá störfum. Hann missti annan fótinn vegna dreps fyrir tveim árum og er hreyfihaml- aður. Hann er ákærður fyrir aö hafa valið gyðinga til útrýming- ar i heimalandi sinu, Lettlandi. BRONIUS KAMINSKAS.77 ára frá Litháen kom til Bandarikj- anna 1952 og býr nú einmana- legu llfi i leiguhúsnæöi fyrir ein- staklinga. Hann er ásakaður um aö hafa tekið þátt I grimmdar- verkum gegn gyöingum. BOHDAN KOZIY,58ára gamall Pólverji, sem rekur hótel i Fort Lauderdale er sagður hafa verið lögregluforingi og haft sam- vinnu við SS i Póllandi. Það er álitið að hann hafi tekið þátt i barsmiðum og drápum á full- orðnum og börnum. WOLODYMIR OSIDACH, 72 ára, er einnig Pólverji, sem býr IPhiladelphia. Hann er ákærður á svipuðum grundvelli. KARL LINAS.58 ára, sem býr I Greenlawn i New York-fylki kom til Bandarikjanna 1950 og er sagður hafa verið fangabúða- vöröur i hernumdu Eistlandi og á að hafa borið ábyrgð á dauða hundruða gyðinga. CHERUM SUZIKOV, 62 ára, er aðal innkaupastjóri fyrir Oassaicsýslu i New Jersey og býr i Paterson i New Jersey. Hann er ákærður fyrir að hafa verið félagi i úrvalssveitum nasista Waffen SS og fyrir morö á rússneskum gyðingum. -Þ.B.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.