Vísir - 07.05.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 07.05.1980, Blaðsíða 14
14 VÍSIIl Miðvikudagur 7. mai 1980 SÖDASKAPUR A AUSTURVELLI Unnur Árnadóttir hringdi: „Ég var nýlega að ganga um miðbæinn og gekk þar framhjá þar sem stytta Jóns Sigurösson- ar stendur á Austurvelli. Blöskraði mér þá alveg um- gengnin 1 kringum styttuna: þarna voru glerbrot og Isslettur og tílykt af hlandi. Virðast menn kasta þarna þvagi þrátt fyrir aö I kring séu hótel og matsölu- staðir og er hiröusemin alveg I lágmarki. Stytta Jóns Sigurössonar er þó ekkert einsdæmi með þetta, þvi umgengnin I kringum fleiri styttur og minnismerki I Reykjavlk er ákaflega léleg. Er varla hægt ab koma þar nálægt af þessum sökum og finnst mér aö bæjaryfirvöld ættu að sjá um að hirðusemi sé gætt I kringum þessa staöi”. Varla virðist vera komandi að styttu Jóns Sigurðssonar eftir oröum bréfritara að dæma. Pétur þulur fær hér hrós fyrir at vera skemmtiiegastur þeirra þula sem koma fram I morgun ótvarpinu. Pélur hress f morgun- útvarpinu tJtvarpshlustandi skrifar Það verður ntl ekki af honum Pétri Utvarpsþul skafiö, aö hann getur tekið ágætis rispur- i morg- uniitvarpinu. Þó er mjög sjald- gjæft að heyra þetta frá korter yfir átta til niu, þegar flestir geta t.d. þó hlustaö. 1 morgun (5.5) gat ég af til- viljun hlustaö á morgunátvarp- ið milli kl. 11 og 12. Og viti menn. Dúkka ekki upp hjá Pétri söngvarar eins og Nicolai Gedda og Pavarotti. Ég hlustaöi hugfanginn allan timann meöan þessir miklu snillingar létu til sin heyra. Annað hvort er ég orðinn svona leiðinlegur eöa þá morg- unútvarpið, en mér finnst ég aldrei heyra neitt gott i morgun- útvarpinu. Sérstaklega er það klökkt aö geta aldrei hlustaö á neitt bitastætt fyrir vinnu, þeg- ar maður virkilega þarf þess meö. Ég ætla náttúrlega ekkert að ræöa talmálsliðina i morgunút- varpinu, en tónlistin fyrir kl. 9 er alveg fádæma einhæf. Sama jazz- og popp gutliö daginn út og inn, svo maöur fær alveg I mag- ann. Ég itreka þann möguleika aö ég er kannski svona leiðin- legur, þó hef ég það til máls- bóta, aö ég hitti ýmsa, sem eru mér alveg sammála. Kæru morgunþulir, komiöi nú meö einn og einn góöan söngvara af og til. L-.-.-o.i Móöur á Akureyri þykir þaö skrýtinn sparnaöur hjá KEA að hafa lokaö Ikjörbúðum sinum miili kl. 12.30 og 14 á daginn. KEA ER FARIÐ AÐ SPARA... Kaupfélag Akureyrar (KEA) er aö spara og þaö má nú kallast sparsemi I meira lagi. Þaö eru aö minnsta kosti þrjár kjörbúöir (KEA) sem hafa lokað milli kl. 12.30-14.00 eh. Segjum td. aö maöur væri meö ungabarn og þyrftimjólkhanda þvl rétt rúm- lega hálf-eitt, þá þyrfti barniö aö blöa I helmingi lengri tlma en ella. Maöur hefur oft þörf fyrir aö komast I búö I hádeginu. Ekki nóg meö þaö, þeir eru llka famir aö loka kl. 18.00 á föstu- dögum, ef svo er aö maður vinn- ur frá kl. 8.00 á morgnana tilkl. 18.00 á kvöldin. Hvenær á maður þá aö geta verslað I helg- armatinn og þaö sem þarf til heimilisins fyrir helgina... Fyrirhönd óánægðs Akureyrings, MÓÐIR. Sex barna móður á Akureyri finnst til skammar aö Lög unga fóiksins f útvarpinu skuli þurfa að vfkja fyrir eldhúsumræðum frá Alþingi. Hiustar útvarpsráð á lög unga fólksins Mér finnst þaö alveg til há- borinnar skammar, aö alltaf þegar eldhúsumræöur eru I út- varpinu aö kvöldi til, skuli alltaf „Lög unga fólksins” þurfa að vlkja úr dagskránni. Nú voru eldhúsumræöurnar á mánudegi. Mættu ekki næstu umræöur vera t.d. á þriöjudegi, og svo þær næstu á miövikudegi, o.s.frv? Þiö I útvarpsráöi veröiö aö at- huga þaö, aö þaö er ekki bara fulloröiö fólk, sem hlustar á út- varpiö. Þiö viljiö ansi oft gleyma þeim fjölda, sem hlust- ar á lög unga fólksins. Ef þiö athugiö aftur I timann þá hugsa ég aö þiö sjáiö aö lög unga fólksins hafi oftast, eöa jafnvel alltaf, vikiö úr vegi fyrir eldhússumræöum. Svo langar mig aö vera fram eina spurningu. Hvaö margir I útvarpsráöi hlusta á Lög unga fólksins? Sex barna móöir á Akureyri. sandkom Sæmundur Guðvinsson blaðamaður skrifar: Ríómenning á Skaga 1 blaðinu Umbrot á Akranesi birtist nýverið viðtal við bió stjóra staðarins og kennir þar margra grasa. Blaðamaður spyr hvers vegna filmurnar séu ekki allt- af sýndar I réttri röö, en sé það ekki gert þá er kannski byrjaö að sýna endi myndarinnar. Blóstjórinn segir að ekki sé hægt að standa i þvl að prufu- keyra hverja einustu mynd. Nefnir hann dæmi um ákveðna mynd sem kom frá kvikmyndahúsi I Reykjavlk: „Þá voru filmurnar ómerkt- ar og voru sýndar I þeirri röð sem þær voru viö komuna hingað. Þvi miður reyndist hún ekki rétt og þvi fór sem fór”, segir I viötalinu. Einnig kemur fram, að á- fengisdrykkja er mikið stund- uð af biógestum en aörir láta sér nægja gosdrykki. En það eru lika vandræði með gosið: „Þeir sem koma eftir að sýning hefst, verða að blða með gosið fram I hlé, það er gert til að tryggja að ekki sé hellt úr flöskunum yfir þá sem þegar eru sestir” segir bló- stjórinn. Skatthelmta h|á Dönum Mér er sagt að Danir megi ekki heyra á það minnst að beinir skattar verði felldir nið- ur. Astæðan er sú, að þetta er orðið það eina sem þeir borga án þess að söluskatti sé bætt ofan á. Samræmd- ar aögerðir Fjármálaráðherra hefur á- kveðið að fella niður söluskatt af frystivélum og leiksýning- um og sjá allir samhengiö þarna á milli. Næst mun ætlunin að fella niður söluskatt af hárlakki og skurðgröfum. Auðskilfð mál Morgunblaöið greinir frá þvi að brotist hafi verið inn i pósthúsið á Akranesi og segir fréttaritari blaðsins á Skaga svo frá: „Er taliö að menn hafi þar ætlað að ná sér I áfengi, sem stundum er sent hingað i pósti þar sem engin er áfengisútsal- an. Engu verðmæti var stolið, enda varö ekki komist út úr herberginu nema fara sömu leið og brotist haföi verið inn....”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.