Vísir - 08.05.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 08.05.1980, Blaðsíða 5
Texti: Guö- mundur Pétursson og Þérunn Hafstein. VÍSIR Fimmtudagur 8. mai 1980 mennirnir átta heyrðu til um- svifamiklum glæpasamtökum, sem geröu út nokkra thailenska togara til sjórána. Handtaka Thailendinganna, sem álpast höfðu inn i landhelgi Malaysiu, varð til þess að beina athygli manna enn að þeim hörm- ungum, sem vietnamska flótta- fólkiö þarf að þola á flótta sfnum yfir hafið, áður en það nær landi á austurströnd Malaysiu. Nokkrir Vietnamanna, sem þekktu sjóræningjana aftur, sögöu vestrænum fréttamönnum sögu sina. — Ein nitján ára námsmey, sem ekki vildi láta nafns sins get- ið, sagöist hafa verið i hópi 55 flóttamanna, sem sætti árás sjó- ræningja 25. mars siöastl. Ræn- ingjarnir tóku af þeim allt fé- mætt, þar með talinn kostinn, en létu konurnar i friði. En af matar- og drykkjarvatnsskortinum, sem bátsverjar liöu, dó eitt tveggja og hálfs árs gamalt barn. — Þrem dögum siöar réðust aðrir sjóræn- ingjar á þennan sama bát. Kon- urnar voru neyddar yfir I bát sjó- ræningjanna, þar sem fjórir menn nauöguöu sögukonunni, sem missti rænuna Næsta dag urðu þau enn fyrir sjóræningja- árás, og aftur var konunum nauðgaö. Annar vietnamabátur meö sömuleiöis um 55 flóttamönnum innanborðs varð fyrir árás tiu sjóræningja undan strönd Malay- siu. Meðal kvennanna, sem ræn- ingjarnir nauöguðu, var tiu ára stúlka .og móðir hennar, sem hafði fætt barn þrem vikum áöur i Ho Chi Minh-borg (áður Saigon). — Einn Vletnamanna, sem reyndi að vernda konu sina, var marg- stunginn hnifi fyrir riddaraskap- inn, og þótti kraftaverki likast, að hann skyldi ná sér af sárum sin- um. Þriöji báturinn var með fimm stúlkur á aldrinum ellefu til sautján ára innanborðs. Með þeim voru 28 landar þeirra. Þau lögöu af stað frá Ho Chi Minh-borg 23. april, en lentu I klóm sjóræningja eftir fimm daga siglingu. Ræningjarnir voru milli fimmtán og tuttugu, allir thai- lenskir og þrælvopnaðir. — Þeir neyddu flóttafólkið yfir i sjóráns- dallinn, skildu þar að konur og karla, og nauöguöu konunum. Gekk á þvi alla nóttina. Þegar þeir höföu lokiö sér af við konurn- ar, leyföu ræningjarnir fólkinu að fara, og kom þaö til Malaysiu 29. aprll. Atakanlegasta tilvikiö, sem sögur fara af, var hópur 73 flótta- manna, sem þrivegis uröu fyrir barðinu á sjóræningjum, eftir að þau sáu oröið til lands I Malaysiu. Hinir grimmlyndu Thailending- ar brutu flóttabátinn og fiskuðu siðan fjórtán konur upp úr sjón- um, en stungu og hjuggu karlana, sem reyndu uppgöngu á sjóráns- skútunni. — Þrjátiu komust af og segjast hafa frétt, að konurn- at hafi verið seldar mansali i vændishúsin i Suður-Thailandi. TITÚ JARD- SETTUR Hundruöir þúsunda Júgóslava og fjöldi þjóðarleiðtoga viöa frá hyggjast fylgja Titó forseta til grafar I dag. Jarðarförin er hápunktur þriggja daga þjóöarsorgar vegna fráfalls hins 87 ára gamla leið- toga, sem I helstrlðinu I banalegu sinni sýndi sama garpskapinn og þegar hann stýrði skæruliðum sinum I slöari heimstyrjöldinni fyrir 35 árum. Aldrei fyrr I sögunni hafa jafn margir þjóöarleiðtogar veriö saman komnir á einum stað, eins og nú I Belgrade vegna útfarar- innar. Ber þar mest á Leonid Breshnev, Hua Guofeng og Walter Mondale. Meir en milljón Júgóslava hafa gengið hjá liki Tltós, sem staðið hefur uppi á viðhafnarbörum I þinghöllinni I Belgrade. Talið er, að um hálf milljón manna muni raða sér við leiöina, sem llkfylgd- in fer. Titó veröur jarðsettur, þar sem hann bjó lengstum uppi á hæð einni i útjaðri Belgrade. ■y.<:A±Xý'y Heiðursvörður við viðhafnarbörurnar, þar sem Hk Titós hefur staðið uppi sfðustu daga ísraelar í hefndarhug Sjavarútveg- ur í kalda kolum I Hull Hart er I ári I Hull, aðalfisk- löndunarhöfn Breta á norðaustur- Englandi, og er þar nú 10% at- vinnuleysi meöan togaraflotinn hefur dregist saman úr 130 skip- um niður 125 á tlu árum. — íbúum Hull hefur á 20 árum fækkaö um 20 þúsund, og eru þeir nú rúmlega 250 þúsund. Heimamenn eru farnir að kalla höfnina „fiskkirkjugarð”, en til þess aö reka af sér það orð hefur fiskiðnaður Hull tekiö að leita eftir nýjum viðskiptum hjá Kanadamönnum, Islendingum og Færeyingum. Margaret Thatcher, forstætis- ráöherra, heimsótti Hull fyrr á þessu ári til þess að kynna sér á- standiö, og lögðu þá verkalýðs- leiðtogar og forráðamenn fiskiöj- unnar fast aö henni aö reyna að tryggja það, að Kanadamenn og Islendingar lönduöu fiski I Hull. — Sérstaklega er þeim starsýnt á Kanada, sem er aö leita aö nýjum mörkuðum fyrir fiskafuröir slnar. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Llú, heimsótti einnig Hull til viöræöna um fisk- sölumöguleika. Austen Laing, formaöur sam- taka fiskverkenda og útvegs- manna I Bretlandi, hefur óskað fleiri funda meö ráöherrum Thatcher-stjórnarinnar I leit aö úrlausn fyrir vanda sjávarút- Hann segir breskur fiskiönaður sé langt kominn með aö llöa undir lok, og kennir um Efnahags- bandalaginu. Israelskar vikingasveitir hjuggu strandhögg á tveim stöðum á Libanönströnd I gær og áttu orrustur viö skæruliöa Palestinuaraba, sem segjast hafa fellt fimm Israela. Stigu ísraelsmenn á land við Saadiyat, sem er um 25 km frá Beirút, og við Saksakiyeh, sem er skammt frá Sidon. Fréttamaöur Reuters segja, aö tveir Palestlnuarabar hafa falliö við Saksakiyeh, þar sem lsraelar sprengdu I loft upp jeppa arabanna. -Talsmenn PLO I Beirút segja, að þrlr skæruliöar hafi fallið og tveir særst I Saadiyat, þar sem árásar- mennimir sprengdu upp tvo her- flutningabila. Þá hafa fréttir borist af þvl, að Israelsmenn hafi á landi ráðist á stöðvar Palestlnuaraba I suöur- Llbanon. Arásimar munu hafa verið gerðar noröan Litani- árinnar, en fréttir af þvl eru enn óljósar. Skæruliöar Palestinuaraba I Libanon hafa verið 1 viöbragðs- stööu, viöbúnir hefndaraðgerðum Israela eftir árás skæruliða I bænum Hebron á föstudaginn, þr sem sex landnemar gyöinga létu llfið og fimmtán særðust. biskupsritarinn særður I skot- árás, sem greinilega var ætluö biskupnum sjálfum. Kólera ( Mozambique Brotist hefur út kólera I Maputó, höfuðborg Mozambique, og er vitað um þrjá, sem dáiö hafa úr veikinni. Staðfest hafa veriö sextiu veikindatiifelli frá þvl I marslok. Einnig hefur kóler- unnar orðiö vart I norðurhe'ruö- um iandsins. — Slðasti kólerufar- aidur I Mozambique gekk yfir árið 1972, og veiktust af henni um þúsund manns. Banvæn hitabylgja Hitabylgja, sem gengiðhefur yfir úttar Pradesh á N-Indiandl, hef- ur valdið dauða 54 manna á síð- ustu tveim vikum. — A þriðja hundrað manna hafa veriö lagðir inn á sjúkrahús veikir af hitan- um. — Drykkjarvatnsskorts gætir orðið á þessum slóðum. Vilja eKkl bianda ibrottum vlð pólilík Heimssamtök fþróttafrétta- manna leggjast gegn þvf, aö ólympiuleikarnir I Moskvu veröi sniðgengnir. Arsþing samtak- anna stendur nú yfir f Baden- Baden og sækja það fþróttafrétta- menn 45 landa. Samþykkt var á þinginu f gær tillaga tyrknesku fulltrúanna, sem fordæmdu pólitfsk áhrif á iþróttir og tilraunir til þess að nota fþróttamenn fyrir pólítisk peð. Hæltu við ailsherjar- ibróllahátíð Bandarikin, Astralfa og fleiri riki eru hætt við ráöageröir sfnar um eina allsherjar fþróttahátfð, sem gæti oröiö afreksfólki þeirra sárabót fyrir Moskvuleikana. I slaðinn eru uppi hugmyndir um marga iþrótaviðburði á sföari hiuta þessa árs, þar sem þátttak- endur gætu keppt við árangra ólympfumeistaranna og ef til vill við meistarana sjálfa. Pállnn hitllr erkibiskupinn Jóhannes Páll páfi kemur til Ghana I dag, en þar mun hann hitta I fyrsta sinn leiötoga ensku biskupakirkjunnar, erkibiskup- inn af Kantaraborg, dr. Robert Runcie. Dr. Runcie var vlgður til slns embættis I mars slðasta. Páfinn kemur til Ghana frá Kenya,þar seni hann sagði meöal annars I ræðum sinum, aö klofningur innan kristinnar kirkju væri „hneyksli”. — Um fund páfans og erkibiskupsins hefur ekkert verið látið uppi, og mun hann fara fram fyrir luktum dyrum. Minni umsvif i getraununum Opinberar skýrslur f Bretlandi benda tll þess að dregið hafi úr mestu veömálagleöi Breta. Að minnsta kosti I knattspyrnuget- raunum, bingó og kappreiðum. Hinsvegar hafa aukist umsvifin hjá spilavftunum. / Skýrslur þessar taka yfir tfma- biUð 1968 til ’78 og sýna, aö veð- bankar við kappreiðar hafa á þessum tlma misst 43% fyrri veltu. Þátttaka I knattspyrnuget- raununum hefur minnkað um 18%. Hinsvegar er 75% meiri velta hjá spilavftunum f lok þessa tfmabils, en fyrirtiu árum. — 20% þjóðarinnar stundaði spilavltin reglulega 1978, en aðeins 15% árið 1973. Hælli við skaða- bótakröluna Fyrrverandi eiginkona leikar- ans, James Caan, hefur falUö frá málshöfðun sinni á hendur hon- um, en hún hafði krafist 2,5 milljón dollara skaðabóta vegna þess, að Caan hafði lagt á hana hendur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.