Vísir - 12.05.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 12.05.1980, Blaðsíða 3
Mánudagur 12. mal 1980 3 Ingólfur Guöbrandsson, forstjóri Útsýnar, fagnar hinni nýkjörnu ungfrú Útsýn, Margreli Alice Birgisdóttur. Vísismynd: GVA Ungfrú usýn valin Margrét Alice Birgisdóttir var valin ungfrú Útsýn 1980 á lokahátiö feröaskrifstofunnar Útsýnar, sem haldin var sl. föstudagskvöld. Margrét varö hlutskörpust tólf stúlkna, sem tóku þátt i keppninni, en hún er nitján ára yngásmær úr Hafnarfiröi. Það var ungfrú Reykjavik 1980, Ellsabet Traustadóttir, sem krýndi Margréti, en hún varð einmitt ungfrú Útsýn i fyrra. K.Þ. Herstöðvaandstæðlngar afhentu mótmæii tll bandaríska sendlráðslns: ..Vígbúnaðarkapphlaup og tortímingamæna” „Eg er aldrei ánægöur fyrr en allir íslendingar hópast á svona fund,” sagöi Guðmundur Georg- sson, læknir, formaður miönefnd- ar Samtaka herstöövaand- stæðinga, um útifundinn, sem herstöövaandstæöingar héldu á laugardaginn. Guömundur sagöi, aö tilgangur þeirra meö aögerðunum nú væri fyrst og fremst aö vekja athygli almennings á glfurlegu víg- búnaöarkapphlaupi, sem ætti sér staö I heiminum, og þeirri hættu, sem þaö heföi I för meö sér. Arangur gætu þeir ekki metið fyrr en sýnt væri, hvort þeim hefði tekist aö vekja umræöu um þessi mál, og þá hversu mikla. Ekið á norskan sjómann Eklð var á norskan sjómann um tvltugt fyrir utan veitingahús- iö Klúbbinn skömmu eftir mið- nætti aöfaranótt föstudags. Ungi maöurinn, sem var all- mikiö viö skál, var keyröur niöur fyrir utan veitingahúsiö. Hann komst viö illan leik inn I húsiö og þar sat hann nokkra stund, all- slasaður. Virtist I fyrstu, sem ekki heföi veriö um slys aö ræöa, þar sem Norömaöurinn átti erfitt meö aö gera sig skiljanlegan og enginn skildihann. Þaö var siöan um klukkustund eftir slysið, að lögreglunni var gert viövart og var hinn slasaði fluttur á sjúkra- hús, þar sem hann er enn. Sökum ástands Norömannsins, þegar slysiö átti sér staö, gat hann enga grein gert sér fyrir tegund, lit eöa númeri bifreiðar- innar, sem ók á hann, en öku- maöur hvarf á braut og hefur ekki gefiö sig fram enn. Eru þaö vin- samleg tilmæli lögreglunnar, aö ökumaður og sjónarvottar, ef ein- hverjir voru, gefi sig fram sem allra fyrst. K.Þ. Aögeröirnar fóru fram meö mikilli alvöru og stillingu aö sögn Guðmundar og aösókn þolanleg, á annaö þúsund manns. Aö loknum fundinum gengu fundarmenn aö sendiráöi Bandarikjanna viö Laufásveg og afhentu sendiherranum yfirlýs- ingu fundarins. Megininntak hennar er, að vlg- búnaöarkapphlaupiö leiöi til tor- timingarhættu. Sprengimáttur kjarnorkuvopna sé þaö mikill, aö eyöa megi öllu mannlifi. Bandarikjamenn séu þeir einu, sem beitt hafi kjarnorku- sprengjum gegn mannlifi og þeir eigi drýgstan þátt I hinu ógnvekj- andi vlgbúnaöarkapphlaupi. Jafnframt er þvl mótmælt aö hér- lendis skuli geymd kjarn- orkuvopn og slðast er áskorun um, aö bandariskur her hverfi úr landinu, þvl aö vera hans hér geti aðeins kallaö tortimingu . yfir islensku þjóöina. — K.Þ. Guömundur Georgsson afhendir sendiráösstarfsmanni yfirlýsingu fundarins. Visismynd: GVA. Séö yfir hluta fundarmanna á Lækjartorgi. LAUSAR STÖÐUR. Viö Flensborgarskólann I Hafnarfiröi, fjölbrautaskóla, eru lausar tii umsóknar staöa skóiasafnvaröar (1/2 staöa) og tvær kennarastööur, kennslugreinar eöiisfræöi og stæröfræöi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk, fyrir 5. júnl n.k. — Umsóknareyöublöö fást I ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö 7. mai 1980. GOODYEAR GEl RÉTTA GRIPIÐ Á því byggist öryggi þitt. Öryggi GOODYEAR hjólbarðanna felst í öruggu gripi og afburða slit- þoli, þar sem átak við hemlun lendir jafnt á öllum snertifleti hjólbarðans. Sértu að hugsa um nýja sumarhjól- 0 HEKLAHF Hjólbarðaþjónustan Laugavegi 172, símar 28080 og 21240 barða á fólksbílinn ættirðu að hafa samband við næsta umboðsmann okkar. GOODfYEAR -gefurréttagripiö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.