Vísir - 12.05.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 12.05.1980, Blaðsíða 30
VtSlH Mánudagur 12. maí 1980 'mmxiuQcmxxmxx^, ■ 30 x x X X X X X X X X X X X X X X X Oiiumálverk eftir góöumX ijósmyndum. ' Fljót og ódýr vinna, unnin 'af 3| vönum iistamanni. - x Tek myndir sjáifur, nauösyn krefur. Uppl. i sima 39757, e. kl. 18.00 ef. X X X X X X JXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX QMAŒiQA Skeifunni 17, Simar 81390 & 81397 Sparið hundruð þúsunda meö endurryövörn á 2ja ára fresti Sparið tugþúsundir með mótor- og hjólastillingu einu sinni ó óri \BÍLASKOÐUN /^&STILLING a l a-in o Hátún 2a. C‘' V Vélaverkstæöi Bernharðs Hannessonar SF. Suðurlandsbraut 12 Sími 35810. Nokkrir uppboösgesta, m.a. Hjörtur Gíslason, Pétur Breiöfjörö, Kristján P. Guömundsson og Jón Arnþórsson. „ÞETTA ER RÉTT FYRIR - Sagt frá fyrsta málverkauppboði Jóns 6. Sólnes á Akureyri, par sem Kjarvalsverk fór á eina mlllión og tuttugu púsund kr. „Þaö er meö ykkur eins og gömlu gufuvélarnar, þiö þurfiö svolitla forhitun tii aö ná upp dampi”, sagöi Jón G. Sólnes uppboöshaidari á fyrsta mál- verkauppboöi Listhússins sf. á Akureyri, sem haldiö var á iaugardaginn. En forhitunin dugöi ekki til. Uppboöiö varö aldrei fjörugt, þrátt fyrir margar góöar myndir og brýn- ingu Jóns. Tólf myndir seldust af tæplega 50, sem boönar voru upp. Jón Sólnes sló Jóni Sólnes fyrstu myndina á uppboöinu fyrir 20 þúsund og var þaö verk eftir Olf Ragnarsson. Þaö var Jón Sólnes yngri, sem keypti og sá eldri, sem seldi. Næsta mynd var eftir Skúla Ölafsson og gengu boö i hana 10-15-17-20-22 þúsund og loks kom boö upp á 25 þúsund. „Þetta er ekki nema rétt fyrir rammanum”, sagöi Jón, en þrátt fyrir þaö kom ekki hærra boö. Flestum þeim myndum sem eftir voru, fylgdu tilboö, allt frá 70 þúsund upp I eina milljón kr. Varö þaö til þess, aö flestar myndirnar gengu til baka, þar sem ekkert tilboö barst i þær úr salnum. Gekk svo lengi vel, aö engin mynd seldist, þar til kom aö mynd eftir Weisshauer.sem fór til Haröar Þórleifssonar tann- læknis fyrir 230 þúsund kr. Slöan kom Kjarvalsmynd meö 300 þúsund kr. lágmarksboö. Ekkert heyröist frá uppboös- gestum, jafnvel þótt Kjarval væri I boöi. „Ætla menn aö glata gullnu tækifæri til aö eignast Kjarval?” sagöi Jón. Viö þessa hvatningu kom 310 þ. kr. tilboö frá Hirti Fjeldsteö og hann fékk myndina. Þórarinn B. ÞorlaKsson lór á 850 Þús kr. En ekki lifnaöi yfir viöskipt- unum og fleiri myndir bættust i staflann meö þeim sem ekki seldust. Þá var boöin upp mynd eftir Þórarin B. Þorláksson frá 1899. 800 þ.kr. tilboö fylgdi myndinni. „Þessi mynd er perla I safn, þaö er miklum erfiöleik- um bundiö aö ná I mynd eftir þennan málara”, sagöi Jón . Siguröur Oli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi, virtist vera á sömu skoöun, þvl aö hann bauð 850 þúsund, en þaö voru ekki aðrir um hituna og hann fékk myndina. Sama ládeyöan hélt áfram. Jafnvel þótt Óli G. Jóhannsson, listráöunautur uppboösins benti uppboösgestum á aö verö „Býöur enginn betur?.. og þriöja.” •fyrsta...annaö og..:” „fyrsta annaö Salurinn aö Hótel Kea var fullsetinn, en viöskiptin voru Idaufara lagi. margra myndanna væri svipaö og dagur I sæmilegri laxveiöiá, þá völdu margir heldur laxveið- ina. Smákippur kom, þegar boöin var upp mynd eftir Einar Hákonarson, sem ekki fylgdi lágmarkstilboö. Fór hún á 80 þúsund kr. Öli haföi orö á þvl, aö Akureyringar vildu helst mál- verk, sem sýndu „snúrustaur- ana heima hjá þeim” eða annaö, sem þeir heföu fyrir aug- unum dags daglega. En þó að boönar væru myndir úr Búöar- gili eöa Garösárdalnum þá hreif það ekki. „Ég misstí í gær hið gullna augnabliK” Þá kom annaö Kjarvalsverk, falleg rauökrltarmynd. 400 þ.kr. tilboö fylgdi myndinni og til- boöin úr salnum létu á sér standa. „Ég missti I gær hið gullna augnablik”, sagöi Jón og vitnaöi I ljóö. Þá bauö Margrét Kristinsdóttir 410 þ.kr., en Jón Kristinsson haföi lika hug á myndinni og bauö 420 þ.kr. „Þetta er hlægilegt verö”, sagði Jón Sólnes og Margrét hækkaði sig i 430 þ.kr. En Jón Kristinson var ekki á þvi aö gefa sig hækkaöi tilboö sitt 1450 þ.kr. Þá sprakk Margrét og Jón fékk Kjarval. Alltaf stækkaöi staflinn meö óseldu myndunum. „Þaöveröur engin útsala á eftir”, sagöi Óli, en ekki dugöi þaö til aö glæöa viðskiptin. Jón Kristinsson náöi I mynd eftir Höskuld Björnsson á 350 þúsund og Stefán Hall- grlmsson fékk fallega fjöru- mynd eftir Veturliöa á 260 þ.kr. Vetrarbirta Gunnlaugs Blöndals var boðin og fylgdi henni einnar m.kr. lágmarkstil- boö. Ekkert betra tilboö kom úr salnum og Blöndal fór I bunkann meö óseldu myndunum. Hverju hvíslaði Helgí að Sigurðí oia? Undir lokin var boöin upp mynd eftir Jóhannes Kjarval. Myndin var af Dyrfjöllum, „ein elsta mynd Kjarvals og margir telja, að þessi mynd hafi verið grunnurinn aö hans ferli”, sagði Jón. Myndinni fylgdi tilboö upp á eina m. kr. Lengi vel kom ekkert tilboö úr salnum, enginn virtist tilbúinn aö greiöa meira en milljón fyrir Kjarval. Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistar- skólans vatt sér þá til Siguröar óla Brynjólfssonar og hvislaöi einhverju I eyra hans. Hvaö þaö var, veit nú enginn, en vlst er, aö Siguröur óli bauö strax 20 þúsund yfir milljónina og fékk þar meö myndina. G.S. Akur- eyri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.