Vísir - 13.05.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 13.05.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Þriðjudagur 13. mal 1980 Útgelandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davífl Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Fríða Astvaldsdóttir, Gtsli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Auglýsingar og skrifstofur: PáH Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ritstjórn: Siðumúla 14, sími 86611 7 llnur. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. , Askrift er kr. 4.800 á mánuöi. innan- Verð I lausasölu 240 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. FréttaÞiónusta eða felulelkur Fjölmiölar eru oft gagnrýndir fyrir aö flytja svonefndar „neikvæöar” fréttir af styrj- öldum, ofbeldis- og óhæfuverkum eöa mannréttindabrotum. En spurningin er hvort menn vilji horfast i augu viö raunveruleikann eöa búa I gerviheimi. Oft er um það talað, þegar f jöl- miðlar eru gagnrýndir, að þeir séu almennt of neikvæðir í fréttaflutningi sínum og segi of lítið f rá því, sem horf ir í jákvæða átt bæði í þjóðlíf i okkar og heims- málunum almennt. Þeir, sem starfa við f jölmiðla benda á, að á meðan lífið gengur sinn vana- gang teljist það vart til tíðinda, en um leið og eitthvað óvenjulegt gerist sé slíkt fréttaefni. Gagnrýnendum fjölmiðla gengur mörgum hverjum illa að sætta sig við þessa skoðun, og þeim til huggunar er óhætt að segja, að íslenskir blaðamenn hafi undanfarin misseri lagt sig sérstaklega fram um að flytja jákvæðar og uppbyggjandi fréttir af innanlandsmálum og blöðin hafa keppst við að segja frá mannlífi af ýmsu tagi, dag- legu lífi fólks í þessu landi, félagsstarfsemi þess og at- höfnum öðrum. Auðvitað verður ekki þagað um það, sem úr- skeiðis fer, og hverjum er svo sem þægð í því að f jölmiðlarnir þessi spegill samtíðarinnar birti fólki fegraða mynd af þjóðlffinu. Fjölmiðlarnir eiga ekki að stunda slíkan feluleik. Og á meðan ekki er vakin athygli á því sem betur má fara er hætt við að lítið verði gert til úrbóta. Mörgum finnst einnig þegar um f jölmiðla er rætt, vera slæmt hve mjög erlendar fréttir, sem hingað berast einkennast af vandamálum, uppþotum, átökum, óeirðum og valdbeitingu víðs vegar um heiminn. Slíkt þykir auðvitað tíðindum sæta, þótt margt merkilegt sé að gerast víðs vegar um heiminn, sem ekki komist í heimsfréttirnar. En eigum við að leiða hjá okkur manndráp og ofbeldisverk, sem framin eru nær því daglega, hefndarráðstafanir eins og þær, sem Israelsmenn og Arabar beita hvorir gegn öðrum þessa dagana, sendiráðstöku öfgamanna eins og í London á dögunum, sem kostaði mannslíf, eða mis- kunnarlausa grimmd af því tagi, sem fregnir frá Afganistan greindu f rá, er sovéskir hermenn skutu á varnarlaus börn og ung- linga, sem lágu eftir f blóði sínu. En geta þessar f réttir ekki ein- mitt orðið til þess að við höldum vöku okkar og kunnum betur að meta þau gæði, sem við í raun búum við og það öryggi, sem þegnar þessa lands geta státað af. Til þess að menn átti sig á að hvítt sé hvítt þurfa þeir að vita að svart er til. Það ofbeldi, sem við fregnum af á degi hverjum vekur viðbjóð og andstyggð. f hinum upplýsta heimi reynist fólki erfitt að skila þær hvatir, sem reka menn til óhæfu- og ofbeldisverka af ýmsu tagi. [ lýðræðislöndum stríðir það gegn lífsviðhorfum og hugsunar- hætti siðaðs fólks að mann- réftindi séu fótum troðin og mannslíf einskis virt. Við vest- rænir menn tökum Ifka eftir því að í einræðisríkjum eykst hættan á yfirgangi og miskunnarleysi, innávið gagnvart þegnum viðkomandi ríkis og út á við gagnvart öðrum þjóðum. Okkur er nauðsyn á að fá að vita, hvað er að gerast með öðrum þjóðum, ekki einungis varðandi það, sem vel gengur og eðlilega, heldur ekki síður varð- andi það, sem við höf um ýmigust á. Slíkt á að verða okkur víti til varnaðar. En þeir, sem ekki segjast vilja lesa eða heyra fréttir fjölmiðla um styrjaldir, mannréttindabrot, pyndingar, aftökur og ofbeldis- verk af ýmsu tagi vilja einangra sig, búa í gerviveröld og loka augunum fyrir staðreyndum. Slíkt hæfir ekki nútímafólki, sem þarf að hrærast f raunveru- leikanum og horfast f augu við hann. ÍSLENDINGAB STANDA HÖLLUM FÆTI í BÓKASAFANSMÁLUM „Sé Island boriö saman viö hin Noröurlöndin, stendur starf- semi og þjónusta almennings- bókasafna okkar þeim langt aö baki, bæöi hvaö snertir fjöl- breytni og gæöi. Háar útlánstölur segja ekki til um fjölbre;'tni eöa gæöi þjónustu,” segir i sameiginlegri skýrslu Mennta.nálaráöuneytisins og KristlnarH. Pétursdóttir, bóka- fulltrda rlkisins, sem ber heitiö Arsskýrsla bókafulltrila rlkis- ins og yfirlit um starfsemi og fjármál almenningsbókasafna 1978. Ný lög um almenningsbóka- söfn tóku gildi áriö 1976 og reglugerö áriö 1978.1 reglugerö- inni segir, aö almenningsbóka- söfnum sé skipt I þrennt: 1. Bæjar- og héraösbókasöfn og skal llta á þau sem miösöfn. 2. Hreppasöfn. 3. Stofnanasöfn (bókasöfn I sjúkrahUsum, hælum, vist- heimilum og fangahúsum. I skýrslunni segir, aö fjöldi almenningsbókasafna áriö 1978 hafi verið249, þar af 40 miösöfn, 174 hreppasöfn og 35 bókasöfn I sjUkrahUsum, hælum, vistheim- ilum og fangahUsum. 1 skýrslunni kemur fram, aö hlutverk almenningsbókasafna sé þrlþætt. Af þvl er afþrey- ingarþátturinn mest áberandi, en hlutverk safnanna sem mennta- og upplýsingastofnanir mun minna. Þaö kemur þó fram, aö tveir slöasttöldu þættirnir fara ört vaxandi. Einnig kemur fram, aö Utlánum fjölgar stööugt og bókakostur er mikill I landinu, en hann er ekki nógu vel nýttur. Þaö þarf aö koma til bæöi betrf skráning og meiri innbyröis tengsl safna. Ekki er þó allt jafnsvart I skýrslunni má þar nefna Þjón- ustumiöstöö bókasafna.sem var stofnuö I ágUst 1978. HUn er eign Bókavaröafélags Islands og Félags bókasafnsfræöinga. Hlutverk hennar er m.a. aö vinna aö miöskráningu bóka, gefa Ut aöskiljanleg bókfræöileg gögn, annast sameiginleg inn- kaup svo eitthvaö sé nefnt. Um fjármögnun safnanna segir m.a., aö áöur en gildandi lög um almenningsbókasöfn voru sett áriö 1976, höföu fjár- veitingar sveitarfélaga og rlkis til almenningsbókasafna rofnaö Ur öllum tengslum viö gild- andi verölag I landinu. Höföu söfn þvl sáralltiö fé til reksturs I mörg ár. Fögnuöu bókaveröir mjög endurskoöun laganna einkum meö tilliti til nýrra ákvæöa um fjárframlög. Greiöslur umfram lágmarks- framlög til hinna 40 miösafna námu kr. 83.901.793 (þar af Reykjavlk meö rUmar 31 millj., lsafjöröur meö um 9 millj. og Akureyri um 9.5 millj.). Greiöslur umfram lágmarks- framlög til hreppssafna námu kr. 1.611.661. Vangoldnar upphæöir nema hins vegar kr. 36.296.020 á miösöfn og kr. 35.853.159 á hreppsöfn eöa alls rUmum 72 millj. króna áriö 1978, segir ennfremur I skýrslunni. Astæöuna fyrir þessari slæmu Utkomu má e.t.v. rekja til ókunnugleika bókavaröa sjálfra, bókasafnsstjórna og sveitarstjórna á ákvæöum gild- andi laga og reglugeröar, segir aö lokum I skýrslunni. Af undanfarandi kemur fram.aö Utlitiö hefur vægast sagt veriö slæmt I bókasafns- málum landsmanna áriö 1978.1 samtali viö Kristlnu H. Péturs- dóttur bókafulltrUa rlkisins kom þó fram aö bUist er viö, aö Utkoman fyrir áriö 1979 veröi allmiklu betri. —K.Þ. mmmm m m jf r m: m i WZf'. Háar Utlánstölur segja ekki til um fjölbreytni eöa gæöi þjónustu bókasafna. Vlsism.: EJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.