Vísir - 14.05.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 14.05.1980, Blaðsíða 3
3 Þú átt að vera skeggjaöur, þá kemstu undan einum lúxustollin- um. Að raka sig fyrir ríkið Það er lúxus að raka sig. Það finnst alla vega landsfeðrunum greinilega. Tökum sem dæmi rakkrem, sem allir skeggleys- ingjar nota við raksturinn. Við kaupum túpu sem kostar okkur 1734 krónur. Við borgum og bölv- um verðlaginu. En hvernig er þetta verð tilkomið? 1 innkaupi kostaði þessi rak- kremsúpa 320 krónur. Viö þaö bætist flutningsgjald og vá- trygging, bankakostnaður og vextir, alls 81 króna, heildverzl- unin fær fyrir sinn snúð 119 kr. Tollurinn fær aftur á móti mest, — heilar 483, krónur. En rikið linar ekki takið á raktUpunni. Söluskatturinn er 330 krónur, þannig að rikið fær i sinn hlut 813 krónur af 1734 krónum sem varan kostaði, smásalinn fær hinsvegar 391 krónu i sinn hlut. Ef þú ætlar að komast framhjá þessuranglæti öllu og kaupir raf- magnsrakvél, þá er sama uppi á teningnum. Rikið fær 50% af verði rakvélarinnar i sinn hlut. Meðréttu ætti hér að rikja skeggöld hin mesta, og e.t.v. skálmöld lika, þvi neytendur ættu að risa upp gegn þessari ofur- sköttun og mótmæla henni. Nauðsyn- legur milliliður öll umræða um heildverslunina I landinu sem „ónauðsynlegan millilið” er út i hött. Stórverslanir og iönfyrirtæki, sem sjá um dreif- ingu eöa innkaup milliliðalaust hafa einfaldlega gerst heildversl- anir. Þessir aðilar þurfa að gera ná- kvæmlega sömu hlutina og heild- verslun, leggja út I samskonar kostnaö, og útkoman verður i öllum tilfellum sú sama eða svip- uö. Heildverslunin I landinu er þvert á móti þvl sem margir vilja halda fram, hinn nauösynlegi milliliður framleiðenda og neyt- enda. Fimmtíu ár í íslensku viðskiptalífi: Má bjóða frúnni tvinnakefli, — á svörtum markaði Þannig var útlitið á árum áður, þegar barist var um allt það litla sem barst til landsins af vörum. Svartur markaður blómstraði, jafnvel tvinnakefli voru seld af skuggalegum mönnum á götum úti. Nýlega átti frjáls verzlun á Islandi 125 ára afmæli. Arið 1855 jlauk hinni illræmdu einokunar- Iverzlun sem varað hafði um alda- iraðir landslýð öllum til bölvunar. :Þrátt fyrir þetta hugtak, frjálsa verzlun, hljóta menn að viöur- kenna að verzlun hér á landi er langt frá að vera al-fjáls. Hér hefur hver holskeflan af annarri riðið á verzluninni, innflutnings- höft, rikiseinkasölur, rekstrar- fjárskortur, hömlur á bygginga- leyfum, skattaáþján, og oft hefur rikt skortur á frjálsum gjaldeyri. Þá má minnast á þann skefja- lausa áróður sem beint hefur verið gegn verzluninni og starfs- mönnum hennar i ræðu og riti. Gunnar Ásgeirsson, stórkaup- maður ritaði nýlega fjórar mjög athyglisverðar greinar um 50 ára feril hans i viðskiptalifinu og hvernig þessi ár koma honum fyrir sjónir nú. Er fróðlegt að lesa þar um þá erfiðu tima sem verzl- unin okkar hefur orðið að ganga i gegnum. A fyrri heimsstyrjaldarárunum færðist verzlunin yfir á innlendar hendur i meira mæli en áður. Erlendir aðilarhöfðu fram að þvi haft með hendi innflutning til landsins. Rikið var á þessum tim- um með einkasölu á fjölmörgum hlutum, t.d. olium, áfengi og tó- baki, sildareinkasölu, áburðar- einkasölu, siðar einkasölu á bif- reiðum útvarpsviðtækjum og fleiru. Arið 1931 voru samþykkt lög um innflutningshöft og innflutnings- bann, Bannað var að flytja inn ýmsar „ónauðsynlegar” vörur en höft á innflutningi annarra. Margar heildverzlanir urðu að gefast upp og segja upp starfs- fólki sínu. Meðal þess sem bannað var að flytja inn að mestu voru á- vextir og leikföng, en leyfi fyrir sliku veitt einungis fyrir jól. Gekk þetta furðu lengi og minnast margir Islendingar jóla-epla og jóla-appelsína. Timabilið frá 1931 til 1940 voru ár innflutnings- og gjaldeyris- leyfa. Að eiga slik leyfi var eins og að eiga gull og leyfin gengu kaupum og sölum og innflytjend- ur sóttust skiljanlega eftir þeim, en leyfunum var úthlutað til smásöluverzlunarinnar aðallega, en matvöru og vefnaðarvöru til heildsalanna. Hér gilti það að þekkja „réttu mennina”. Nokkrar heildverzlan- ir voru stofnaðar á fjórða ára- tugnum, og þá var það rikjandi skoöun að ekki þýddi að leggja i slikt fyrirtæki ööru visi en að einhver væri meö i fyrirtækinu sem þekkti og hefði góðan aögang að þeim mönnum sem stjórnuöu innflutningsleyfaútgáfunni. Var það augljóst mál hvernig margir sköruðu eld að sinni köku gegnum klikuskap og pólitik á þessum árum. Verðlagsráð var ein stofnunin, sem rikið kom á fót 1938. Var verzluninni þá enn þrengri stakk- ur skorinn, verðlagsákvæðin það lág aö útilokað var fyrir inn- flytjendur að hafa vörur eins og búsáhöld, vefnaðarvöru eða skó- fatnað á lager. A árum seinni heimsstyrjaldarinnar varð skyndileg breyting á högum fólks hér, mikil atvinna og peningaflóð jókst með hverju árinu, inn- flutningur frjáls að heita mátti og sala mikil, en erfiðleikar meiri að útvega hana vegna striðsins, Enn þann dag i dag búum við við höft og ófrelsi i ýmsum mynd- um. Og það sorglega er að með á- róðri hefur tekist að fá fólk til að trúa þvi að verzlunin i landinu verði að vera i böndum. Þó eru aðrir sem vita betur. Verzlunin mun aldrei þjóna almenningi fullkomlega fyrr en hún er orðin frjáls, ekki bara i orði, heldur raunverulega frjáls. Við skulum vona að við lifum ekki aftur svartamarkaðsbrask eftirstriðsáranna, þegar svo rammt kvaö aö, aö fólki var boö- inn tvinni á svörtum markaði á götuhornum. „Má bjóöa frúnni tvinnakefli, — á svötrum mark- aði”. Þetta þekkja margir Islend- ingarsem komnireru yfir miöjan aldur. Ekki er nú lengra slðan aö þetta var. 5000 heildsalar á íslandi? Jafnvel námsmenn á heimleið voru taldir heildsalar Þvi hefur veriö slegið upp I fjöl- miðlum að heildsalar á íslandi væru 5000 talsins. Þá sem i blindni trúa á sannleiksgildi prentaös máls, rekur að vonum i rogastans við tiðindi sem þessi. En, eins og svo oft þegar fjallað er um fslenzka verzlun, er hér skotið gróflega yfir markið. Tölur þær sem hér hafa verið notaðar eru yfir vörusendingar til landsins. Þar með eru til dæmis taldir námsmenn sem flytjast heim aö loknu námi með búslóð sina. Varla eru þeir innflytjendur I þeirri merkingu sem almennt er lögö I það orö, — og alls ekki stór- kaupmenn! Ýmsir aðilar aðrir hafa þurft að flytja inn búslóðir og ýmislegt annað, og þurft að skila tollskjöl- um. Þannig hafa þeir, óvitandi, orðið til þess að gerast heildsalar, að áliti sumra dagblaöanna. Hér er að sjálfsögðu um grófan misskilning að ræða, enda sér Ekki eru þeir fimm þúsund heildsalarnir, eins og einhverjum visum fjölmiðli tókst að reikna út nýlega. Hinsvegar má benda á að hér starfa færri að verslun og viöskiptum en I nágrannalöndum okkar og reyndar i öðrum menningarlöndum heims. hver heilvita maður að 5000 ^nn- lfytjendur mundu ekki þrifast héf'. Sannleikurinn er hinsvegar sá að 2/3 hlutar innflutnings til landsins fara um hendur 200 inn- flytjenda. Séu atvinnuinn- flytjendur kallaöir þeir, sem skila 1 1/2 tollskyrslu á viku til toll- yvirfalda, þá eru innflytjendur 400 talsins og hafa með höndum 85% alls innflutnings til landsins. Og þá kann einhver að spyrja, hverjir þessir 400 innflytjendur muni vera. 1 Félagi fsl. stórkaupmanna eru nærri 200 félagar. Þá má telja til samvinnufélögin, sem er mjög stór innflytjandi, innkaqpahópa stór innflytjandi, innkaupastofn- anir rikis og bæja, önnur rikis og bæjarfyrirtæki og stofnanir, iðn- rekendur og loks einstaka smá- kaupmenn. Sem sagt, þessir 400 eru flestir þeir, sem tengjast verzlun og vörudreifingu á einn eða annan hátt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.