Vísir - 16.05.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 16.05.1980, Blaðsíða 7
Heil umferð um helglna fsiandsmeislBrar íbv nefja liiiivöm sina á Laugardalsvelli Heil umferö veröur leikin um helgina I 1. deildinni i knatt- spyrnu. A laugardaginn verBa þrir leik- ir á dagskrá á Akranesi .leika heimamenn viö Vlking, sá leikur veröur örugglega tvisýnn, Vik- ingar geröu jafntefli viö IBK i fyrstu umferöinni en Skagamenn töpuöu fyrir Fram, og verða Skagamenn aö vinna ef þeir ætla aö vera á meöal efstu liöanna I deildinni, þvi hvert stig er dýr- mætt. Leikurinn hefst kl. 15. A Laugardalsvelli leika KR og Valur kl. 14 Valsmenn byrjuöu af miklum krafti, þeir sigruöu FH i fyrstu umferöinni en KR tapaöi aftur á móti fyrir Þrótti, ekki er óliklegt aö Valur vinni þennan leik en varast ber aö afskrifa KR- ingana. 1 Hafnarfiröi leika FH og IBK kl. 16einsog áöur sagöi þá tapaði FH i fyrstu umferöinni en ÍBKgeröi jafntefli, þó aö FH-ing- arnir hafi tapað stórt fyrir Val þá má ekki afskrifa þá,þeir léku á tiöum ágæta knattspyrnu en vantaöi ávallt endahnútinn á sóknirnar, þetta gæti þvi orðiö jafn leikur. A sunnudeginum eru tveir leik- ir á dagskrá. 1 Kópavogi leikur Breiðablik við Þrótt og hefst leikurinn kl. 16. Breiöablik hefur ekki enn leik- iö, þeir áttu að leika viö ÍBV en þaö var aldrei flugveöur til Eyja. Siöasti leikurinn i annarri um- ferð veröur siöan á Laugardals- vellinum á kl. 20 og eigast þar viö Fram og IBV, þessi leikur ætti aö geta oröiö mjög jafn#enn vitum viö ekki styrk Eyjamanna, Framarar eru aftur á móti mjög friskir en meiðsl eiga örugglega eftir aö sitja strik i reikninginn. r«p-. ólafur Danivalsson og Jón Ein- arsson eru eflaust aö bollaleggja þarna hvernig þeir eigi aö vinna KR um helgina. Ljósm. Friöþjófur. Það hófst suður á Melum í byrjun aldarlnnar Deildaskipting ákveöin A ársþingi KSt 15. janúar 1955 var samþykkt aö taka upp deilda- skiptingu og var ákveöiö aö 6 lið skipuöu 1. deild og lékju einfalda umferö. KR vann fyrsta mótiö meö hinu nýja fyrirkomulagi áriö 1955, en Þróttur féll I 2. deild. Eftir 10 ára hlé, áriö 1956 vinnur Valur mótiö en Vfkingur fellur i 2. deild, en árin 1957 og 1958 sigra Skagamenn. Leikið heima og að heiman og KR vinnur yfirburðasig- ur Nú er enn breytt fyrirkomulagi mótsins, þvi á ársþingi KSl 12. nóv. 1958 var samþykkt eftir haröar um- ræöur, aö leika tvöfalda umferö, heima og aö heiman. KR-ingar ■gera sér litiö fyrir og unnu fyrsta mótiö, áriö 1959 þar sem leikið var meö hinu nýja fyrirkomulagi, meö fullu húsi stigaoghlutu 20 stig, en næst komu ÍA, Valur og Fram, öll meö 11. stig. Slikir voru'yfirburöir KR. Skagamenn eru seigir sem fyrr og krækja I bikarinn áriö 1960, en KR nær honum aftur til sln I Vest- urbæinn áriö 1961. Fram sem ekki hefur látið mikiö fyrir sér fara, finnst tlmi til þess kominn aö kikja á bikarinn sem þeir hafa ekki unniö siðan 1947, en áriö 1962 vinna þeir mótiö eftir 1 -0 sigur I aukleik gegn Val. tsfiröingar sem höföu sigraö 2. deild áriö áöur, eru nú meö I 1. deild I fyrsta sinn. Þeir hljóta eitt stig sem þeir næla sér I á Skipa- skaga og þeir skora eitt mark á mótinu, en þaö var á útivelli gegn Val. islandsbikarinn til Kefla- víkur KR vinnur 1963 og þá eru Kefl- vlkingar meö 11. deild i fyrsta sinn og hafna I næst neösta sæti og foröa sér þvl frá falli. En þeir koma gal- vaskir til mótsins áriö eftir 1964 og gera sér þá litiö fyrir og vinna mót- iö af miklu öryggi og nú fer ts- landsbikarinn suöur meö sjó I fyrsta sinn. Gamli bikarinn tekinn úr umferð og KSJ gefur nýjan Þaö er rétt aö geta þess, aö bikar sá er Keflvikingar héldu meö heim aö loknum sigri i þessu móti, var ekki sá gamli góöi, sem keppt haföi veriö um 1912. Hann haföi veriö tekinn úr umferö aö loknu mótinu 1961 en þá haföi KR unniö hann 17 sinnum, Fram 13 sinnum, Valur 12 sinnum, ÍA 6 sinnum og Vikingur tvisvar. Nýr bikar var gefinn af KSt áriö 1962 og eins og áöur er komið fram, vann Fram hann I fyrsta sinn 1962. t ársskýrslu KSt áriö 1962 segir: Hefúr stjórn KSt keypt veglegan bikar til keppni I landsmóti 1. deildar og var fyrst keppt um hann I fyrsta sinn á s.l. sumri. Fyrirhugað er aö keppa um bikar þennan I 25 skipti og veröur hann þá dreginn úr umferö. 1 at- hugun er aö útvega sams konar litla bikara, sem sigurvegarar hverju sinni hljóti til eignar og minningar um sigburinn. Bikarinn kostaði kr. 12.730.95, en þaö hefur aldrei oröiö af þvi, aö gefa þá litlu bikara, sem talaö er um aö vinnast ættu til eignar. Hörð barátta um Isiands- meistaratitilinn og f jölgað í deildinni Ariö 1965 vinnur KR mótiö eftir aukaleik viö Skagamenn, en Valur vinnur áriö 1966 eftir tvo aukaleiki viö Keflvlkinga <2 -2 og 2 1) og enn er aukaleikur áriö 1967, en þá vinn- ur Valur mótiö aftur eftir aukaleik viö Fram (2 -0). KR vinnur öruggan sigur áriö 1968, en tBK hafnaði I neösta sæti, en þar sem ákveöin haföi veriö fjölgun I 7 liö á næsta ári léku þeir aukaleiki viö Skagamenn, sem fall- iö höföu i 2. deild áriö og unnu nú annan riöil 2. deildar, og Hauka sem unnu hinn riöilinn. Skagamenn unnu þessa úrslitakeppni og Kefl- vlkingar uröu I 2. sæti og héldu þvl sæti slnu I deildinni. Skagamenn endurheimta sæti sitt i 1. deild En þarna skeöi nokkuð merkileg- ur hlutur. Skagamenn voru krýndir sigurvegarar I 2. deild, en þaö gleymdist bara, aö þeir unnu deild- ina aldrei. Eins og áöur er fram komiö unnu Skagamenn og Haukar sinnhvorn riöilinn 2. deild, en þeir léku aldrei úrslitaleik. Hinsvegar vár komiö á 3ja liöa keppni, eins og áöur er aö vikiö meö þátttöku tA og Hauka, auk tBK sem var neöst i 1. deild. 1A og Haukar geröu jafntefli i sínum leik, tA vann siöan IBK og tBK vann leikinn gegn Haukum. Haukar sátu þvl eftir i 2. deild en hin liöin fóru upp. Og Skagamenn fengu afhentan bikarinn i 2. deild, þrátt fyrir aö þeim haföi ekki tekist aö sigra Hauka. Af botni í efstu sæti Ariö eftir, eöa 1969 eru liöin 7 I 1. deild og nú skeöur þaö merkilega, aö liðin sem höföu áriö áöur veriö aö berjast um sæti I deildinni, raöa sér á toppinn, þvl Keflavlk sigrar meö Skagamenn á hælum sér. Ariö 1970 eru liöin oröin 8 I deild- inni og þakka Skagamenn fyrir sig og vinna öruggan sigur en Fram vinnur tBK I aukaleik um 2. sætiö. Keflvikingar eru sterkir áriö 1971, en þaö eru Eyjamenn lika og aö venjulegum leikjum loknum standa bæöi liöin jöfn I efsta sæti, en I úrslitaleik reynast Keflvlking- ar sterkari og sigra 4 -0. Fram sigrar 1972 og aftur eru Eyjamenn I 2. sæti, en 1973 eru þaö A FÖSTUDEG/ Helgi Daníelsson skrifar Keflvikingar sem eru krýndir meistarar. 1974 vinna Skagamenn meö yfirburöum og aftur 1975, en nú er ákveðin fjölgun I deildinni I áföngum, þannig aö áriö 1976 eru liöin 9 og þaö ár vinnur Valur nauman sigur, en Fram er I 2. sæti. n Liðum f jölgar í 10 1977 eru liðin oröin 10 og nú eru þaö Skagamenn sem vinna mótiö meö einu stigi yfir Val sem er i 2. sæti. Ariö 1978 vinnur Valur einn sinn glæsilegasta sigur, er þeir vinna mótiö meö 6 stiga forskoti og tapa aöeins 1. stigi. t fyrra áriö 1979 var mótiö mjög jafnt og spennandi allt til loka og nokkuö óvænt, en þó veröskuldaö, fóru Vestmannaeyingar meö sigur af hólmi og bikarinn gisti Eyjar I fyrsta sinn. Skagamenn og Valur léku tvo úr- slitaleiki um 2. sætiö og sigruöu Skagamenn aö lokum og þar meö rétt til þátttöku I UEFA keppninni I ár. Það hefur alltaf þótt heiður að fara með sigur af hólmi Þannig er saga þessa elsta og merkilegasta knattspyrnumóts okkar i mjög stórum dráttum. Þaö hófst suöur á Melum i byrjun ald- arinnar og Melavöllurinn var lengi vel vettvangur þess og á fram- kvæmd þess uröu litlar breytingar. Þratt fyrir þaö hélt þaö viröuleik sinum og reisn og alltaf hefur þaö þótt mikill heiöur jafnt fyrir félag sem ieikmann, aö fara þar meö sig- ur af hólmi og vera I mótslok sæmdur bikar og verðlaunapen- ingi. Nú fer mótiö fram á ýmsum stöö- um á landinu og reynt er aö láta leiki fara fram viö þær bestu aö- stæöur, sem til eru, en oft reynist gllman I þeim efnum erfiö viö duttlungafull náttúruöfl. tslands- bikarinn, sem nú er I umferð, er keppt um i 19 sinn I hinu 69. is- landsmóti, sem nú er nýhafiö. Þaö eiga margir góöar minningar frá leikjum I tslandsmótinu og á þaö jafnt viö leikmenn sem áhorfendur. Margir hafa yfirgefiö völlinn glaöir I bragöi eftir sætan sigur, en aörir aftur á móti i þungu skapi eft- ir slæmt tap og strengt þess heit aö gera betur næst. Ég vona aö tslandsmótiö haldi reisn sinni á ókomnum árum. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.