Vísir - 16.05.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 16.05.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Föstudagur 16. maf 1980 Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davió Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Ðragi Guömundsson, Eiias Snæland Jónsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páli Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Frfða Astvaldsdóttir, Gísli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Auglýsingar og skrifstofur: Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. , Askrift er kr. 4.800 á mánuði* innan- Verð i lausasölu 240 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. MUNHÆFAR KJARABÆTUR LltiO miöar i samkomulagsátt meö aöilum vinnumarkaöarins meöan ekki er tekið miö af raunverulegu ástandi efnahagsmálanna. Hvorki gengur né rekur í samningamálum launþega og vinnuveitenda. Fyrsti viðræðu- fundur fulltrúa Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins var haldinn 18. janúar síðast liðinn þar sem ræddar voru framkomnar kröfur Alþýðusam- bandsins og gagnkröfur vinnu- veitenda. Á næstu vikum eftir þennan fyrsta fund áttu þessir aðilar með sér fimm fundi án milli- göngu sáttasemjara en þann 27. febrúar var deilunni vísað til sáttasemjara. Sáttasemjari hef- ur haldið nokkra f undi með deilu- aðilum en ekkert þokast i sam- komulagsátt. Ekkert hefur held- ur gerst í samningamálum opin- berra starfsmanna og ríkisins. öllum ætti að vera Ijóst að á það mun reyna á næstu vikum hvort unnt reynist að ná sam- komulagi með friðsamlegum hætti eða ekki. Höggva verður á þann hnút sem samningamálin eru komin í ef forða á þjóðinni frá verkföll- um sem allir munu tapa á og þeir mest sem minnst mega sín. Forystumenn launþega kenna það mannvonsku atvinnurekenda að samningar hafi ekki tekist. Þetta felur í sér fullyrðingu um að atvinnuvegirnir geti hæglega tekiðá sig aukin launaútgjöld ef vilji væri fyrir hendi, en atvinnu- rekendur tími ekki að sjá af hluta gróða síns til þurfandi verkalýðs. Hér er um gróflega einföldun að ræða. Þegar litið er á hvað sé í rauninni um að semja sýnist það vera harla lítið. Verðbólgan hef- ur ekki aðeins rýrt kjör hins al- menna launþega, hún hefur ekki síður mergsogið atvinnufyrir- tækin í landinu. Það sýnist raunar liggja í aug- um uppi að þegar gengið er til kjarasamninga verða aðilar vinnumarkaðarins að taka mið af efnahagsástandinu. Eðlilegast væri að fulltrúar launþega og vinnuveitenda létu hlutlausa sér- fræðinga gera úttekt á stöðunni áður en sest er niður til samn- inga. Þessari aðferð hefur verið hafnað af forystumönnum Al- þýðusambandsins og er það mið- ur. Þótt slík úttekt á efnahags- ástandinu nú mundi leiða í Ijós að ekki er af neinu að taka til al- mennra kjarabóta, ætti þessi að- ferð að styrkja samningsstöðu launþega þegar betur árar. Þegar þjóðartekjurnar halda áf ram að dragast saman er ekki hægt að nota kauphækkanir sem leið til kjarabóta til hinna lægst launuðu sem allir eru sam- mála um að búi við bág kjör. Við núverandi ástand verður því að auka ráðstöfunartekjur þessa fólks með öðrum hætti. Skatta- lækkun sýnist vera eina leiðin til kjarabóta og hafa ýmsir af for- ystumönnum launþega tekið und- ir kröfuna um skattalækkanir. Ekkert væri auðveldara í framkvæmd en að ganga að kröfum verkalýðsforingja um al- mennar launahækkanir og velta þeim síðan strax út í verðlagið. Afleiðingin yrði hins vegar ört vaxandi óðaverðbólga sem leiddi til algjörs hruns atvinnuveganna. Leggja verður kapp á að bæta kjör þeirra sem hafa allra lægst launin og lífeyrisþega. Aðrir þjóðfélagshópar verða að sætta sig við einhverja kjararýrnun meðan ráðist er að rótum verð- bólgunnar. Þar verður ríkis- stjórnin að hafa styrka forystu og draga saman ríkisútg jöldin svo um munar ef takast á að fá almenning til að skera niður dag- leg útgjöld heimilanna. Stjórn- málamenn verða að hætta sínu kjördæmapoti og undanlátssemi við þrýstihópa ef almenningur á að sætta sig við tímabundna kjaraskerðingu meðan lagður er grundvöllur aukinnar þjóðar- framleiðslusem standa skal und- ir raunhæfum kjarabótum. visir á blaða- mannalundl með Klssinger: „ÉG GET ALDREI ORÐIÐ NÚMER TVÖ" Blaöamaöur VIsis var viö- staddur blaöamannafund, sem Henry Kissinger, fyrrverandi utanrikisráöherra Bandarikj- anna, hélt nýlega. Kissinger hefur veriö borinn þeim sökum aö hafa fengiö hinn brottrekna transkeisara til aö hækka oifu- verö, til þess svo aö geta keypt fleiri vopn fra Bandarikjunum. Kissinger var meö þessu sagöur hafa ætlaö aö gera iran aö eins konar „privat” stórveidi USA i Miöausturiöndum. i ræöu sem Kissinger hélt á fundi hjá Mikill fjöldi blaöamanna var á fundinum meö Henry Kissinger. „Þaö, aö riki eins og Pakistan kýs heldur varnarlaust hlutleysi en tengsl viö Bandarikin, sýnir skoöun annarra rikja á okkur”, sagöi þessi umdeildi harölinu- maöur bandariskrar utanrikis- stefnu. Þegar Kissinger var spuröur um þaö, hvort hann heföi veriö númer tvö á lista Carters yfir hugsanlega arftaka Cyrusar Vance I utanrikisráöherra- embættiö, svaraöi Kissinger, sjálfum sér llkur: „Ég get ekki Imyndaö mér aö ég geti nokkurn tima oröiö númer tvö”. ÞG/ATA gyöingasamtökum, neitaöi hann öllum sllkum árásum og hélt umræddan blaöamannafund i framhaldi af þvf. Kissinger sagöist ekki vilja ráöast beint á Carter forseta, en sagöi aö staöa Bandarikjanna I vlgbúnaöarkapphlaupinu heföi versnaö mjög undanfarin ár. Texti og mynd- ir: Þórir Guö- mundsson. „Bandarikin veröa aö endur- heimta hernaöaryfirburöi slna og hafa þá föstu stefnu aö launa vinum slnum og refsa óvinum”, sagöi Kissinger. Aöspuröur neitaöi Kissinger aö hinn brottrekni íranskeisari ' heföi veriö einkavinur sinn. „Hann var vinur Bandarlkj- anna I 37 ár og ég held aö rlki, sem ekki vill standa og falla meö vinum slnum, veröi ekki tekiö alvarlega”. Kissinger lagöi áherslu á, aö allar breytingar I heiminum virtust geröar meö sovéskum vopnum, venjulega án mikillar mótspyrnu. Henry Kissinger svarar spurningum blaöamanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.