Vísir - 17.05.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 17.05.1980, Blaðsíða 4
Laugardagur 17. mal 1980 4 FANGINN I KLl vinnslu flkniefna. Það var fram- leiðsla hans sem hafði orðið til þessaö „The French Connection” komst á laggirnar með 400 kilóa mánaöarframleiðslu Hann lét taka á leigu fyrir sig hús á hásléttunni I Provence, „Villa Suzanne”. Þar var útsýni til allra átta, svo ekki var hætta á að komið yrði aö honum óvörum. Skammt frá húsinu rann lltil tær á, Huveaune, sem var þekkt fyrir hið tæra vatn. Þetta vatn var einmitt I þeim gæða- flokki, sem hentaöi til framleiðslu heróins af allra bestu gerð, það er að segja heróins, sem myndi selj- ast á himinháu verði. Fyrst eftir aö Cesari var aftur kominn á kreik var hann mjög varkár I vali á vinum. Hann lét sér nægja að endurnýja kunn- ingsskapinn við eiganda Banon- barsins I Marseille, Jacques Masia, sem var viöriðinn eitur- lyfjaverslun og tvo eiturlyfjasala, annan franskan, hinn Italskan. Morin, yfirmaöur frönsku rannsóknarlögreglunnar vissi að Cesari haföi verið látinn laus og dvaldist I Marseille. Hann reyndi að hafa uppi á Cesari þvl honum lék hugur á að vita hvort hann væri tekinn til við sína fyrri iðju. Þrátt fyrir að miklum tlma og fjármunum væri eytt I leitina kom allt fyrir ekki, það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Fljótlega fóru aö berast um fregnir frá fikniefnalögreglunni I Bandarikjunum og á Italiu að á markaðinn væri komið heróin i svo háum gæöaflokki að með ólik- indum væri. Þar með var grun- urinn oröinn að fullvissu „Flkni- efnakóngurinn” var aftur sestur i hásæti sitt. Nú var ekki lengur verið að horfa I kostnaöinn eða mannafla allt skyldi lagt I söl- urnar til þess aö hafa upp á „Monsieur Jo”. Árin liðu og ekkert gerðist, 1970, 1971, og enn stóð lögreglan i sömu sporum, engu nær. 1 Banda- rlkjunum jukust óánægjuradd- irnar vegna sleifarlags frönsku Joseph Cesari, da han btev an- holdt ferste gang - i 1984, hvor han fik syv árs faengse! Joseph Cesari, þegar hann Ivar handtekinn, i fyfsta inn 1964 og dæmdur i sjö ra fangelsi. Maður kemur gangandi hægum skrefum inn á bar I Marseille I Frakklandi. Þar inni sitja nokkrir gestir og spila teningaspil. Bar- þjónninn er i óöa önn aö fægja glös og ber þau af og til upp að ljósinu til þess að athuga hvernig tilhafi tekist. Hann leggur frá sér glasiö og virðir komumann fyrir sér. Hann er ekki I nokkrum vafa um að hér sé kominn fíkniefna- neytandi. „Er Jules við?” „Hvaða Jules?” „Jules stundvisi.” Barþjónninn gýtur auguunum i átttilklukku sem hangir á veggn- um viöhliðina á barnum.” Hún er orðin 12”, segir hann og lltur I átt til teningaspilaranna. Flkniefna- neytandinn kinkar kolli. Hann veit hvað það þýðir, verðið er 1200 frankar. Barþjónninn gengur að slmanum og velur númer en gætir þess jatnframt vandlega að við- tungumál veraldar. Auövitað var fjöldi annarra manna sem tengdist „Franska sambandinu”, en þegar Cesari var allur þá var „sambandiö” það einnig. Það var „Monsieur Jo” sjálfur sem skrif- aði lokakafla „The French Conn- ection”. Arið 1964 haföi Cesari hug á þvi að draga sig I hlé. Hann bjó i hamingjusömu hjónabandi með eiginkonu sinni Renée. Þau áttu tvö börn, bjuggu á óöalssetri og þvi fylgdi glfurlegt landflæmi. Cesari bar sig llka á allan hátt eins og sönnum óðalsbónda sæmir. A setrinu var fjöldi þjón- ustufólks, röö einkabifreiða, risa- sundlaug, tennisvellir og allt sem hugurinn girntist. En hvaðan kom óðalsbóndanum allur þessi auður? Það var spurn- ing sem nágrannar hans spurðu bæði sjálfa sig og aðra. Brátt kom aö þvi aö lögreglan fór einnig aö velta þessari spurn- hinar glfurlegu tekjur fíkniefna- sala að niðurstaða reiknisdæmis Cesari var: Aöeins örfáar vikur. Áður en þessar örfáu vikur voru liðnar áttu sér örlagarlk atvik stað. Cesari var viö vinnu slna I Clos St. Antoine þegar hann heyrði skyndilega skothvell. Hann hljóp I átttilútidyranna um leið og barið var harkalega á þær. Úti fyrir dyrunum var hrópaö: „Vinur minn hefur orðiið fyrir voðaskoti, leyfið mér að komast I sima svo ég geti hringt eftir aðstoö. Cesari lauk upp dyrunum og sá tvo menn standa þar. Báðir voru búnir til veiða og sögðu að félagi þeirra lægi særður þar skammt frá og yrði að komast undireins á sjúkrahús. Maðurinn sem hafði bariö að dyrum var Chaminadas yfirmaður I frönsku flkniefnalög- reglunni. Hann ruddist nú inn I tilraunastofuna með byssu á lofti og á eftir honum kom hinn „veiði- Hér gefur aö líta annars konar „ Franskt samband". Myndin er tekin er franskir og amerískir fíkniefnalögregiumenn bera saman bækur sínar. skiptavinurinn sjái þaö ekki Eftir örstutt samtal snýr hann sér að viðskiptavininum og segir: „Þegar þú gengur héðan út þá gengur þú til vinstri. Þegar þú kemur aö þriöju gatnamótum verður haft samband við þig.” Viöskiptavinurinn flýtir sér á mðtsstaöinn og blður átekta. Miðaldra maður ávarpar hann: „Nei, er þetta ekki Júlli, Júlli stundvisi?” Maöurinn kinkar ákaft kolli og örfáum mlnútum slöarer hannoröinn 1200 frönkum fátækari, en hefur aftur á móti I höndunum það sem honum finnst fullkomlega peninganna virði, heroln. Fíkniefnaneytandinn hefur oft átt slik viðskipti áöur á götum Marseille, en þetta er þó örugg- lega i fyrsta skipti sem hann kaupir eiturlyf af yfirmanni i frönsku rannsóknarlögreglunni. „Júlli stundvlsi” er einn af hópi franskra lögreglumanna, sem vinnur að þvl að svipta hulunni af eiturlyfjahring sem gengur undir nafninu „The French Connecti- on” eða „Franska sambandið”. Aöferöin sem lögreglan notar er I þvl fólgin aö koma lögreglu- mönnum til starfa I dreifingar- og sölukerfi eiturlyfjamarkaðsins i Marseille og reyna á þann hátt að að komast að þvl hvaðan flkni- efnin koma. Þessir atburðir sem hér frá greinir áttu sér staö snemma árs 1972, en litum nú nokkur ár aftur i tlmann. „Monsieur Jo” réttu nafni Joseph Cesari var færasti efna- fræðingur sem nokkurn tima hefur lagt fyrir sig fullvinnslu flkniefna. Manna á meðal gekk hann undir nafninu „Flkniefna- kóngurinn”. Þaö var aö mestu leyti fyrii; hans tilverknaö að Marseille varð miöstöð flkniefnaverslunar heimsins og aö heitiö „The Conn- ection” var tekiö óþýtt inn I öll ingu fyrir sér. Við nánari eítir- grennslan komust lögreglumenn að þvl aö Cesari fór oft að heiman, að kvöldlagi, en hvert ferðinni var heitiö vissi enginn. Lögreglan fór nú aö gefa honum gætur, I von um að verða einhvers vlsari. En Cesari nýtti vel bila- kost heimilisins og notaði aldrei sömu bifreiöina tvær ferðir I röð, fór fáfarnar slóðir og lagöi nýja ferðaáætlun hverju sinni, en áfangastaðurinn var ávallt sá sami. A þennan hátt tókst Cesari að snúa á lögregluna i heilt ár þótt reynt væri að veita honum eftir- för hvenær sem hann yfirgaf óðalssetrið. Að lokum hafði lög- reglan þó uppi á staðnum. Það var bóndabær I Clos St. Antoine. Á bænum hafði Cesari komið sér upp tilraunastofu og þar fór fikniefnavinnslan fram. Vinnslan tók tvo sólarhringa hverju sinni og fylgdi henni mikil áhætta. Ef hitastigiö var of lágt var fram- leiöslan ónýt, en ef þaö aftur á móti var of hátt gat orðiö gifurleg sprenging. Það var ekki nóg að nota hitamæli til þess að fylgjast með þróuninni heldur þurfti að gerþekkja efnaferlin sem áttu sér stað og hafa næma tilfinningu fyrir efninu. Þessum kostum var Cesari búinn I rlkum mæli. Ung hjón sem bjuggu á bænum aðstoöuðu hann við vinnsluna, en gátu ekkert gert upp á eigin spýtur. Cesari var snillingurinn. Sumarið 1964 settist Cesari niður og tók til við að reikna út hversu mikiö magn flkniefna hann þyrfti að vinna til þess aö geta sest I helgan stein það sem eftir væri ævinnar. Það gefur nokkra vlsbendingu um verölag á eiturlyfjum og maöurinn”. Samtimis gáfu þeir lögreglumönnum þeim sem um- kringt höfðu bygginguna merki um að sækja fram. Afraksturinn af húsleitinni sem fylgdi i kjöl- fariö var yfir eitt hundrað kiló af óunnu og 250 grömm af fullunnu heróíni. Eins og Cesari hafði dreymt kom hann til meö að setjast i „stein” en ekki alveg þann sem hann hafði hugsaö sér, heldur Baumettefangelsiö I Marseille. Hann fékk sjö ára dóm og var þar að auki geröur gjaldþrota þar sem eigur hans voru gerðar upp- tækar og honum var gert að greiöa glfurlegar sektir fyrir skattsvik og tollsvik vegna inn- flutnings á hráefnum. Á meðan Cesari afplánaði dóm- inn ól mafian önn fyrir fjölskyldu hans. Hér var ekki um neina góð- gerðarstarfsemi að ræða heldur lán sem ætlast var til aö Cesari endurgreiddi þegar hann hefði endurheimt frelsi sitt. Sú stund rann upp 1970. Cesari byrjaöi á þvl að fara I langt ferða- lag með fjölskyldu sina. Kostn- aöinn viö ferðina greiddi mafían. Það hefur ávallt verið til siðs aö þegar einhver „vinur vinanna” kemur aftur út I dagsljósiö þá hefur hann verið þögull sem gröfin og ekki ljóstrað upp um „vinina”. Ahugi Cesaris beindist allur að þvi aö geta hafið störf aö nýju svo hann gæti greitt skuld sina og haldið til Suöur-Amerlku þar sem hann vissi að óhemju auður beið hans. Þvl að hvergi i veröldinni fannst jafningi hans I sérstœð sakamaL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.