Vísir - 19.05.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 19.05.1980, Blaðsíða 1
Mánudagur 19. maí 1980/ 118. tbl. 70. árg. LAGMETISUTFLUTNINGURINN „SKÝLAUST REGLUGER0ARBROT” LATA opinberir aðilar her maub kyrrt liggja? „Innflytjandinn hefur greini- lega gerst brotlegur viö reglur ráðuneytisins”. „Hér er um skýlaust reglugerðarbrot að ræða.” „Það er verið að athuga hvort ástæða sé til að kæra i þessu máli”. Þetta eru sumar þeirra yfir- lýsinga, sem gefnar voru i lag- metismálinu, sem Visir skýrði fyrst frá 26. mars siðastliðinn. Þar var fjallað um útflutning á lagmeti til Danmerkur án til- skilinna vottorða, en hráefnið hafði áður verið dæmt ónothæft. Núna, hálfum öðrum mánuði siðar, viröast opinberir aðilar hins vegar ekkert hafa gert til að upplýsa máliö frekar. Tollstjóri, sem mun lögum samkvæmt hafa eftirlit með, að útflutningur frá Reykjavik fari eftir settum reglum, segir ekki óalgengt, að þannig sé staðið að útflutningi. Fulltrúinn i viðskiptaráðu- neytinu, sem sagði 26. mars, að reglur hefðu greinilega veriö brotnar og verið væri að athuga hvort ástæða væri til að kæra, neitar nú að svara spurningum. Þeir, sem fluttu lagmetið út, eru stórorðir, finnst máliö ó- réttlátt og kenna öðrum um út- flutninginn. Þessi afstaða kemur nú fram þó að I bréfi, sem Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins sendi viðskiptaráðuneytinu um þenn- an útflutning, segi skýrt og skorinort, að hér sé ,,um ský- laust reglugerðarbrot að ræða og athæfi, sem skaðað gæti gaffalbitamarkað okkar i Dan- mörku”. Sigurjón Valdimarsson, blaðamaður Visis, fór nokkuð ofan i saumana á þessu máli, og segir frá þvi á bls. 20-21 i blaöinu i dag. Þar segir blaöamaðurinn einnig sitt álit og birt eru viðtöl við ýmsa þeirra manna, sem koma við sögu. Bfl var ekið út af Nýbýlavegi I Kópavogi um klukkan fimm á sunnu dagsmorgun. ökumaður var elnn Ibilnum en hann slapp ómeiddur. Við rannsókn kom Iljós að ökumaður var undir áhrifum áfengis. (Visism. Kristján Ari Einarsson). Teiknar iram- liðið fólk - S|á bls. 30 Sparaksturs- keppnin um helgina - Sjá bls. 6 Norðurhjara- trðllið setti Evrópumet - Sjá ípróttlr bls. 14.15.16.17.18.19 Var hægt að ná betrl samn- ingum um JanMayen I fyrra? Það tuiiyrðip flrni Gunnarsson, alpingismaður. og birtir í pvf sambandi tillðgur sem hingað tíl hafa verið trúnaðarmál „Ef stefna Benedikts Gröndal I samningunum við Norðmenn hefði náð fram að ganga, eru talsverðar likur á þvi, að tekist hefðu betri samningar en nú hafa veriö undirritaðir. En Ólafur Ragnar Grlmsson og Matthias Bjarnason sórust i fóstbræðralag og komu i veg fyrir, að samningafundum yrði haldiö áfram”. Þetta segir Arni Gunnarsson, alþingismaður, i grein, sem birt er I Visi i dag um samningana viö Jan Mayen. Hann birtir þar drög að umræðugrundvelli við Norðmenn, sem Benedikt Grön- dal lagði fram á rikisstjórnar- fundi 7. ágúst siðastliðinn og sem hingað til hefur veriö trúnaðarmál. „í þessum drögum birtist raunhæft matá stöðu Islendinga i þessu viðkvæma máli, og um leið gengið allmiklu iengra en lagaskilgreiningar gáfu tilefni til. Um þessi atriði hefði þegar verið unnt að semja á siðasta ári. En upphlaup og ólæti komu i veg fyrir þaö. Nú, mörgum mánuðum siðar, er svo samið um nákvæmlega sömu atriöin, og I nokkrum tilvikum tekið lin- legar á málum”, segir Arni Gunnarsson i grein sinni, sem birt er á bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.