Vísir - 19.05.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 19.05.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Mánudagur 19. maf 1980 Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: DavlA GuAmundsson Ritstjórar: úlafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: GuAmundur G. Pétursson. BlaAamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttlr, Glsll Slgurgelrsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og K|artan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragl Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Cltlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: SIAumúla B. Slmar 86611 og 82260. AfgreiAsla: Stakkholtl 2-4, slmi 86611. Ritstjórn: Síöumúla 14, slmi 86611 7 llnur. Askrift er kr. 4.800 á mánuAi, innan- VerA I lausasölu 240 kr. eintakiA. Prentun BlaAaprent h/f. UVðRUHARORB ITÍMA TðLUB Nærri lætur aö aukning útflutningsframleiöslunnar hafi á siöasta ári vegiö upp aö fullu bein áhrif oiiuveröshækkunarinnar á viöskiptajöfnuö, enda varö sjávarafli meiri en samrýmanlegt er skynsamlegustu nýtingu fiskstofnana viö landiö. Á ársfundi Seðlabanka fslands er gjarnan staldrað við og litið yfir þróun efnahagsmála lands- manna og skyggnst til fram- tíðarinnar. Það kom skýrt fram I ræðu Jóhannesar Nordals, Seðlabankastjóra á ársfundinum að (slendingar vörðust mestu áföllum versnandi viðskiptakjara með því fyrst og fremst að veiða mun meiri sjávarafla en ráð var fyrir gert, og í því ef ni var gengið lengra en samrýmanlegt er skynsamlegustu nýtingu fisk- stofnanna við landið. Áföllum þjóðarbúsins vegna gífurlegra oííuvérðshækkana érlendís vár þannig mætt með því að stofna grundvelli efnahagslegs sjálf- stæðis landsins í nútíð og f ramtíð í verulega hættu. Slík skammsýni hefur einnig rikt á mörgum öðrum sviðum. Seðlabankastjóri sagði réttilega, að aðgerðir til lausnar ýmissa aðsteðjandi vandamála þola litla bið, ef vel á að fara. Hann benti á, að ,,þótt segja megi, að sá varnarsigur hafi unnist í efnahagsmálum undan- farin þrjú ár, að náðst hafi við- unandi jöfnuður I viðskiptunum við útlönd og haldið hafi verið uppi blómlegri atvinnustarfsemi í mörgum greinum þrátt fyrir verðbólguvandann, er ekki þar með sagt, að íslenskt hagkerfi eða þjóðfélag þoli slik átök til lengdar. Þarflaust ætti að vera að fara enn einu sinni mörgum orðum um þá óvissu og spennu, sem þvífylgiraðtryggja afkomu sína og halda hlut sínum í jafn mikilli verðbólgu og hér hefur geisað, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga. Baráttan um tekjuskiptinguna hlýtur því að harðna, ákvarðanir um f járráðstafanir eru teknar á grundvelli óeðlilegrar óvissu um framtíðinaog mikilvæg langtíma verkefni sitja á hakanum vegna átakanna við verðbólguvanda- mál líðandi stundar". Bráðabirgðaráðstafanir, sem endurteknar hafa verið með stuttu millibili og sem borið hafa jafn lítinn og skammvinnan árangur hverju sinni, hafa ein- kennt ráðstafanir stjórnvalda á undanförnum árum, og hefur þar ekki skipt umtalsverðu máli, hvaða stjórnmálaflokkar hafa setið í meirihlutastjórn hverju sinni. Þessar aðgerðir hafa hins vegar borið öll einkenni fegurðarsmyrsla. Þær hafá átt að fela hin Ijótu einkenni meinsemdanna í efnahagslífi okkar. Þeirra hlutverk hef ur hins vegar ekki verið að vinna á þessum meinsemdum. Þess vegna hafa þær alltaf verið dæmdar til að mistakast, og svo verður enn á meðan stjórnmála- menn neita að viðurkenna þá ein földu staðreynd, að vandamálin hverfa ekki þótt reynt sé að mála yfir þau. Seðlabankastjóri benti einnig á þá hættu, að þessi eilífa barátta stjórnmálamannanna við vandamál líðandi stundar verði til þess, að fslendingar missi sjónar af þvi, „að megin- markmið allrar efnahagsstarf- semi er sköpun verðmæta og án aukinnar framleiðslu og aukinnar atvinnustarfsemi verður minna til skipta og tog- streitan milli ólíkra hagsmuna þeim mun harðari. Um allan hinn iðnvædda heim eru nú merki nýrra örðugleika á sviði iðn- þróunar og hagvaxtar. Hækkandi orkuverð, örar tæknibreytingar, samkeppni við ný iðnvædd þróunarlönd og neikvæðari afstaða til framleiðslu og hag- vaxtar, allt hefur þetta átt þátt i því að skapa ný vandamál á sviði atvinnu- og framleiðsluþróunar. Þessi vandamál hafa vissulega ekki farið hér hjá garði, og mikið liggur við, að lausn þeirra verði ekki látin sitja á hakanum vegna sífelldra átaka um verkefni líðandi stundar". Það er tvímælalaust rétt, ein afleiðing stöðugrar baráttu stjórnmálamanna við vandamál dagsins er sú alvarlega stað- reynd, að þeir gefa sér ekki tíma til að horfa fram á veginn og móta og f ramkvæma stef nu, sem er forsenda bættrar afkomu og fegurra mannlífs á komandi árum. Verði ekki á því breyting, munum við súpa seyðið af því I framtíðinni. VERBUR SUMARVERKFALL? Kjaramálin er sá málaflokkur sem rikisstjórnin hlýtur aö snúa sér af alvöru aö nú eftir þing- lausnir ef hún á ekki aö kollsigla sig. Nú þegar er búiö aö draga þaö alltof lengi aö hefja viöræö- ur viö launþegasamtökin. A sama tima hafa duniö yfir margs konar hækkanir. Þetta hlýtur aö auka á þann þrýsting sem þegar er fyrir hjá launa- fólki. Langlundargeö þeirra er reyndar furöulegt. Þvl hefur veriö um kennt aö ástand stjórnmálanna hafi veriö þann- ig aö ógerningur hafi veriö aö taka á málunum. Nokkuö er til i þessu, en þaö getur þó ekki af- sakaö þann langa drátt sem orö- inn er. Samningar B.S.R.B. runnu út 1. júll 1979 og hafa siö- an gilt óbreyttir og ekki sýnilegt aö þaö veröi bætt meö aftur- virkni. Lögin mæla svo fyrir aö samningar gildi frá undirritun. Röng aðferð hjá stjórn- inni Ýmsir hafa leitt aö þvl getum hvers vegna samninganefnd B.S.R.B. hafi ekki knúiö fastara á um viöræöur. Hefur þá veriö vitnaö til þess sem aö framan greinir um stjórnmálaástandiö og svo þaö aö núverandi rlkis- stjórn hafi setiö skamman tfma og veriö mjög önnum kafin. Þaö er rétt aö stjórnin hefur aöeins setiö rúma fjóra mánuöi og haft I mörgu aö snúast. Þó hefur hún haft tlma til aö samþykkja hækkanir á ýmsu. Ég held aö miklu betra heföi veriö aö láta sumt af þvl ógert um sinn en láta ekki kjaramálin lenda allt- af I undandrætti. En þaö er eins og hver rlkisstjórnin af annarri átti sig ekki á þessum hlutum og gæti sin ekki þegar bæöi þarf aö ráöa fram úr kjaramálum og efnahagsmálum I senn. Efna- hagsmálin eru látin hafa allan forgang, þvl svo mikils sé um vert aö hægt sé aö bjarga þeim en kjarasamningar oft dregnir svo lengi aö allt er komiö 1 hnút samningum viö launþega og taka svo miö af þvl I þeim ráö- stöfunum sem geröar yröu I efnahagsmálum. Þess vegna heföi B.S.R.B. átt aö knýja á um nýja samninga meö þeim eina hætti sem þaö getur þ.e. boöa verkfall. Annaö tiltækt ráö hef- ur samninganefnd þess ekki, neiti vinnuveitandinn viö þá aö tala eöa fari undan I flæmingi. Kröfugangan l.mal: „Hvort heldur sem veröur sumarverkfall eöa haustverkfall er greinilegt aö óróinn i launþegahópunum magnast dag frá degi”. Visismynd: BG og samningum, sem loks tak- ast, siöan kennt um aö allt fari úr böndum I ráöstöfun efna- hagsmála. Núna var kjöriö tækifæri til aö snúa blaöinu viö. Ganga átti frá Til þess veröur hins vegar aö llta aö þaö skiptir máli hvaöa timi árs er valinn til verkfalls- boöunar. Þaö hefur ekki gerst fyrr aö heilt ár liöi án þess aö hægt sé aö tala um aö viöræöur hafi átt sér staö þannig aö menn gætu'haft allt áriö til aö velja verkfallstlma eins og nú lltur út fyrir aö veröi. óheppilegur tími Sjáanlegt er aö verkfall sem boöaö yröi nú á næstunni yröi sumarverkfall. Ýmsir telja þaö góöan tima vegna þess aö stööv- un samgangna og lokun á tolli sé mikil þumalskrúfa á þessum árstlma. Ég tel hins vegar tlm- ann afskaplega óheppilegan. Astæöan fyrir þvi er fyrst og fremst sú aö þessi tlmi er eins og allir vita undirlagöur I sumarfrlum og þvl mjög erfitt aö ná til fólks og virkja þaö. All- ir kennarar landsins, en þaö er ein fjölmennasta stéttin innan B.S.R.B., er I frli og ekki nóg meö þaö heldur búin aö vinna af sér sumarmánuöina og ætti þvl meö réttu aö vera I verkfalli á kaupi. Llklegra er þó aö at- vinnurekandinn svipti kennara kaupi slnu sem aöra ef til verk- falls kemur. Sumarverkfall sýnist mér þvi vera afskaplega hæpiö. Ef til verkfalls yröi boö- aö kæmi fram sáttatillaga sem greiöa þyrfti atkvæöi um sam- kvæmt lögunum. Þaö þarf 50% þátttöku félagsmanna til þess aö geta fellt sáttatillögu ef mönnum sýndist svo. Þaö gæti oröiö ansi erfitt aö ná fram þessari þátttöku um hásumariö. Menn hljóta þvl aö spyrja sjálfa sig þeirrar spurningar hvort B.S.R.B. sé búiö aö missa af lestinni meö aö knýja á um samninga meö verkfalli og veröi aö biöa til haustsins ef neöanmóls Kári Arnórsson, skóla- stjóri, skrifar í neðan- málsgrein sinni um stöð- una i samningamálunum. rlkisstjórnin vill ekki ganga til samninga fyrr. Hvort heldur sem veröur sumarverkfall eöa haustverk- fall er greinilegt aö óróinn I launþegahópunum magnast dag frá degi. Taki rlkisstjórnin ekki á þessu máli af krafti nú strax eftir þingslit mun hún setja verulega ofan I augum verka- lýösins. Kári Arnórsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.