Vísir - 22.05.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 22.05.1980, Blaðsíða 8
vlsnt Fimmtudagur 22. mai 1980 8 'utgetandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Elías Snæland Jónsson. Auglýsinga- og söiustjóri: Páll Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. DreifingarstjóH: Sigurður R. Pétursson Blaðamenn: Axel Amtrtendrup, Friða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Auglýsingar og skrifstofur: Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Slðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. * Utlit og hönnun: Gunnar Traus. Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Áskrift er kr. 4.800 á mánuöi, innan- Verð i lausasölu 240 kr. eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. Mikil þörf er oröin á ab reglur þær, sem gilda um opnunartima verslana I Reykjavik séu endurskoöaöar og færöar I frjálsræöisátt, og þeirri þröngsýni, sem f þeim efnum rlkir núna, veröi eytt. Breyta Hvernig stendur á því að mað- ur sem búsettur er í Reykjavík og þarf á einhverri nauðsynjavöru að halda verður að fara út á Sel- tjarnarnes, upp í AAosfellssveít eða suður í Hafnarf jörð til þess að geta keypt hana? Svarið við þessari spurningu vita Reykvíkingar auðvitað. Ástæðan er sú, að um opnunar- tíma verslana í Reykjavík gilda mun þrengri reglur en í áður- nefndum nágrannasveitarfélög- um. Þær miðast við reglugerð f rá árinu 1971, sem byggir á lögum um lokunartíma sölubúða frá ár- inu 1936. Ýmis nauðsynjavarn- ingur er að vísu seldur um söluop á höfuðborgarsvæðinu eftir al- mennan lokunartíma, en sá vöru- listi er bæði skrýtinn og takmark- aður. Frá sjónarhóli neytenda gæt ir mikillar þröngsýni í þessum reglum öllum. Samtök kaupmanna og laun- þega í verslun hafa til þessa ver- ið treg til breytinga á því fyrir- komulagi, sem nú gildir varðandi opnunartíma verslana. Kaup- mennirnir hafa þar þó verið mun ákveðnari en verslunarmennirn- ir og virðast hræðast mjög frjáls an opnunartíma. Á aðalfundi Kaupmannasam- taka islands fyrir skömmu var samþykkt ályktun varðandi af- greiðslutíma verslana í Reykja- vík og brot, sem kaupmenn hafa talið framin gegn þeirri reglu- gerð, sem í gildi er um opnunar- tímann. í ályktuninni var stjórn og framkvæmdastjórn þessara landssamtaka kaupmanna falið að „vinna að því með öllum til- tækum ráðum, að reglur um af- greiðslutíma verslana verði haldnar" eins og segir í ályktun- inni. Þar er stjórninni ennfremur falið að knýja á um það við lög- reglustjórann í Reykjavík, að þau brot á reglugerðinni, sem nú ættu sér stað, yrðu stöðvuð. Ekki vantar að kaupmenn séu harðir og vilji sjá til þess að lokað verði hjá þeim, sem hafa áhuga á að veita þjónustu lengur en al- mennt gerist í höfuðborginni. Auðvitað er rétt að reglur séu haldnar á meðan þær eru í gildi, en benda ekki ítrekuð brot og árekstrar til þess að ástæða sé til að kanna, hvort reglugerðin sam- rýmist þeim kröfum, sem neyt- endur gera um þjónustu í dag. En það er ekki að sjá, að for- ráðamenn Kaupmannasamtaka (slands séu til viðtals um það að auka frjálsræði í þessum efnum, að minnsta kosti er svo að skilja í greinargerð, sem fylgdi áður- nefndri ályktun aðalfundar þeirra að „annarlegar ástæður" hljóti að ráða því ef menn eru hlynntir frjálsum opnunartíma. Verslunarráð (slands hefur aftur á móti verið mjög hlynnt frjálsum opnunartíma verslana. Framkvæmdastjóri þess Árni Árnason segir um málið í tíma- ritinu Frjálsri verslun, að í aug- um verslunarráðsmanna sé mál- ið ákaflega einfalt Afgreiðslu- tíminn eigi að vera frjáls. Það sé mál kaupmanna og verslunar- fólks í viðkomandi fyrirtæki hvernig það hagræði vinnutíma sínum, til dæmis hvort vaktafyr- irkomulagi sé komið á. Opnunartímamálið hefur verið til umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur en þar hafa AAarkús örn Antonsson og Björgvin Guð- mundsson verið ákveðnir tals- menn þess, að tími væri til kom- inn að gefa afgreiðslutímann frjálsan. I framhaldi umræðna í borgarstjórn var komið á fót nefnd þeirra aðila, sem hér eiga hlut að máli, en hún virðist treg til fundahalda, og lítt virðist miða í frjálsræðisátt varðandi þetta mál. [ þessu máli verður að taka til- lit til hagsmuna neytenda í höfuðborginni og hvers vegna eiga þeir ekki að njóta sömu þjónustu og fólk í nágranna- byggðarlögunum? Það er öfug- snúið, að þeir aðflar, sem hæst tala um frjálsa verslun skuli vera afturhaldssamastir varð- andi afgreiðslutíma verslan- anna. Húsnæðísmálastofnun ríklsins 25 ára HEFUR VEin 32 ÞIÍSUND LÁN! N Húsnæöismálastofnun rikisins er 25 ára um þessar mundir. A aldarfjóröungsstarfs ■ tima sinum hefur stjórn hennar, hdsnæöismálastjórn alls veitt 32 þdsund lán er nema aö upphæö 36.1 milljaröar. Meginverkefni húsnæöis- málastjórnar sem nd fer einnig I meö stjórn by ggingarsjóös rlkisins og byggingarsjóös verkamanna, var f upphafi ■ einum fólgiöl þvi aö veita lán til nýbygginga I staö heilsuspill- - andi hdsnæöis. Fjármagn stofnunarinnar var fyrst i staö af skornum skammti, lánin voru lág og ein- N ungis unnt aö sinna brvnustu þörfum. Þetta hefur nú breyst I til batnaöar. Byggingarsjóö- | irnir fá nd verulegt fjármagn I skv. fjárlögum auk þess sem m sjóöirnir fá vissan hundraös- hluta af launaskatti. t kjölfar traustari fjármagns- grundvallar fylgdu margþætt- 1 ari og stærri verkefni hdsnæöis- málastofnunar. | Verkefni Meöal annarra verkefna ■ Húsnæöismálastofnunarinnar en ldnveitingar til nýbygginga , má nefna umtalsveröar lánveit- ingar til byggingar Ibúöa I B dvalaheimilum aldraöra um Iland allt, til byggingar leigu og sölu Ibúöa á vegum sveitar- Ifélaga utan Reykjavikur, veit- ing framkvæmdalána til ■ byggingaraöila, lánveitingar til | endurbóta d eigin IbUöum aldr- I aöra og öryrkja, til byggingar verkamannabUstaöa o.fl. Nýrri verkefni stofnunarinnar eru lánveitingar til byggingu ! ibUöa í sveitum landsins, bygg- ■ ingu dagvistunarstofnana og til byggingu vistheimila fyrir gamalt fólk. ■ 15 milljarða lán á I siðasta ári. ■ Lánveitingar á siöasta ári námu alls um 15 milljöröum króna. Megniö af þessu fé var veitt til nýbygginga eöa um 10 milljaröar og var mest byggt á Reykjanesi. Talsvert fé var lánaö til kaupa á eldri IbUöum eöa um 3,5 mill- jaröar, og voru Reykvíkingar þurftarfrekastir. Þaö er athyglisvert aö aukning lánsfé milli ára 1978 og 1979 til kaupa á eldri IbUöum er um 150%. Kemur þaö til af þvl aö I fyrra var I fyrsta skipti lánaö hámarks lán sem er helmingur nýbyggingarláns. G lán eru þó einungis veitt hjónum sem eru aö kaupa hUs I fyrsta sinn og hafa böm á framfæri. Nýr þáttur I starfsemi HUsnæöismála- stofnunar hófst áriö 1968 er veitt var fé til byggingar dvala- heimilis aldraöra og öryrkja um allt land. Hafa nU veriö reistar 864 IbUöir á sllkum heimilum. Geta nU aldraöir og öryrkjar dvalistdfram I sinu byggöarlagi þó aö þeir þurfi sérstakrar um- önnunar meö. Vert er aö vekja thygli á einum þætti starfssemi hús- næöismálsstofnunar en þaö eru lánveitingar til endurbóta og viögeröa á eigin húsnæöi aldr- aöra og öryrkja. Þetta er mikilvæg félagleg aöstoö þó hún sé ekki Utgjaldasöm fyrir hús- næöismálastofnun. Slik lán hafa veriö I boöi frá 1977 en frá þeim tlma hefur um 150 mill- jónum veriö veitt I sllka starf- semi. Tæknideild húsnæðis- málastofnunar Tæknideild húsnæöismála- stofnunar er gildur þáttur i starfsemi stofnunarinnar. Áöur nefndist deildin teiknideild enda sinnti hún aöeins hönnun IbUöa. Tilgangurinn meö stofnun áeiidarinnar áriö 1957 var aö gera almenningi kleift aö fá góöar og vandaöar teikningar á skaplegu veröi. Alls hefur deild- in hannaö teikningar á 5600 Ibúöum. NU veru verkefni tæknideildar fjölþættari. Tæknideildin sinnir mjög virku kostnaöareftirliti en byggingar lán húsnæöismála- stofnunar er ákveöiö hlutfall af byggingarkostnaöi, 30% aö meöaltali undanfarin ár. Meö sllku eftirliti hefur tekist aö lækka byggingarkostnaö veru- lega og þannig sparast tugir ef ekki hundruöir milljóna. Rannsóknarstarfsemi tækni- deildarinnar er einnig umtals- verö og hefur sllk starfsemi aukist undanfarin ár I samvinnu viö rannsóknarstofnun byggingariönaöarins. Þá er nú I athugun hjá tækni- deildinni aö tölvuvæöa kostnaöarútreikninga og út- boösgögn þannig aö unnt sé aö fá sambærilegar tölur sem unnt sé aö framreikna. — ÞJH Húsnæöismálastjórn, ásmt nokkrum embættismönnum sinum, taliö frá vinstri: GuÖmundur Gunnarsson, Þráinn Valdimarsson, Jón H. Guömundsson, Hilmar Þórisson, deildarstjóri, Skúli Sigurðsson, skrifstofustjóri, Gunnar Helgason (formaöur), Siguröur E. Guömundsson, framkvæmda- stjóri, ólafur Jensson, Jóhann Petersen, Haukur Vigfússon, ólafur Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.