Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 27. maí 1980/ 124. tbl. 70. árg. Hópíeröabiíreiö valt í Vaðlahelði í gær: ÞRETTÁN MANNS Á SJÖKRAHÚS EFTIR BÍLVELTU! Langferðabill með um 20 farþegum fór útaf veginum og valt vestan i Vaðlaheiði gegnt Akureyri siðdegis i gær. Þrettán manns voru flutt á sjúkrahús, en niu fengu að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum þeirra. Fjórir meiddust meira og eru enn á sjúkrahúsi. Billinn var að koma úr Herðu- breiöarlindum með hóp frá Ferðafélagi Akureyrar. Farið var yfir Vaðlaheiði, þótt hún sé lokuð öörum bílum en jeppum. Þegar komið var nokkuö niður i heiðina, vildi það óhapp til, að hjól losnaði undan bllnum og valt hann þá út af veginum. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Vlsir hefur aflað sér, var að- koman ljót. Nokkrir höfðu lent undir bilnum þegar hann valt og stóðu handleggir og fætur ut undan farartækinu. Vegfarendur, sem komu að, og þeir farþegar, sem sluppu ómeiddir, lyftu biln- um upp með tjakk og handafli og kom i ljós að gljúpur jarðvegur- inn hafði forðað mörgum frá stór- meiðslum. Svo heppilega vildi til, að sjúkrablll og lögreglublll frá Akureyri, voru þarna skammt undan og komu fljótt á staðinn. Kallað var á liðsauka frá Akur- eyritil að flytja hina slösuðu i bæ- inn og sumir fengu far með einka- bilum. Sem fyrr segir voru 13 fluttir á sjúkrahús og f jórir hafa hlotið all- nokkur meiðsl. Höfuðleður tveggja var illa skorið, einn hafði meiðst I baki, en ekki var vitað gjörla um meiðsl hins fjórða. I bílnum var fók á öllum aldri og má nefna, að barn sem sat I fram- sæti kastaðist út um framrúðuna er billinn valt, en slapp ómeitt. —SG ttalir og tslendingar I flughöfninni I Rimini: Eysteinn Helgason forstjdri Samvinnuferða-Landsýnar, er fyrir miðri mynd, en hægra megin við hann má sjá Ólaf Glslason, fararstjóra, Ottó Jónsson, aðalfarar- stjóra og Rebekku Kristjánsdóttur, fararstjóra. VIsismyndFriðþjófurHelgason Matur og hanastél - beið farbeganna á flugvellinum I Rimini I fyrsla beina fluginu bangað Það er ekki á hverjum degi, að islendingum er heilsað með mat og hanastéli, þegar þeir stiga fæti sinum á erlenda grund, en þaö var þó raunin, þegar farþegar á vegum ferðaskrifstofunnar Sam- vinnuferðar-Landsýn lentu I gær á flugvellinum I Rimini á ltaliu I fyrsta beina fluginu þangað. „Ég veit að þetta er dýrmætur timi, þetta er ykkar fritimi, og það er okkur heiður að þið skulið ætla að verja honum hérna", sagði borgarstjóri Rimini I hófi, sem borgarstjórn og ferðamála- ráð.Rimini héldu I flugstöðvar- byggingunni fyrir fyrsta hóp ís- lendinga, sem fór I hópferð beint til Rimini. Þetta var fyrsta auka-auka- ferðin til Rimini af sjö, sem fyrir- hugaðar eru þangað i sumar. Eftir veisluna á flugvellinum var siðan haldið með allan hópinn i fylgd lögreglumanna á vélhjólum heim á hótelin. Nú eru um 250 Islendingar staddir á Rimini, en alls verða þar I sumar 2500 manns á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. Upp- haflega var gert ráð fyrir 700 far- þegum, en vegna eftirspurnar- innar var ferðum fjölgað og auka- ferðirnar settar á. —HR/JM,Rimini. Kristin Bernharðsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, krýnir Elisabetu Traustadóttur, fegurðardrottningu tslands 1980. Asdis Hannesdóttir varð númer fjögur og sést hún til vinstri á myndinni. Hllf Hansen er til hægri, en hún varð númer tvö. Aörar sem komust I úrslit keppninnar voru þær Kristin Hrund Davlðsdóttir, sem varðnúmer þrjú, og Lára Kristln Jónsdóttir, sem varð númer fimm. Vlsismynd: JA ELÍSABET VARÐ „UNGFRÚ ÍSLAND" úrslit fegurðarsamkeppninnar á bls. 6 Kiarnorkuvopnin og skeggið á Kára - Sjá bls. 31 Ellert B. Schram skrifar frá Bandaríkjunum: STÆRSTI SIRKUS í HEIMI? Sjá bls. 9 „Englnn uppgjafar- tónnímér" segir Rögnvaldur Pálsson. sem ætlar að haida málverka- sýningu og fara siðan I bingframboð - Sjá bis. 3 Ekki bara borsk- ur og loðna.. Fyrsti hluti kðnnunar Vísis á stöðu sjávar- útvegsins flallar um ástand algengustu tegunda nytjafiska við landið. - Sjá bls. 21

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.