Vísir - 27.05.1980, Síða 1

Vísir - 27.05.1980, Síða 1
Hópferðabifreið vait í vaðlaheiði í gær: ÞRETTAN MANNS A SJOKRAHOS EFTIR RÍLVELTU! Langferðabill með um 20 farþegum fór útaf veginum og valt vestan I Vaðlaheiði gegnt Akureyri siðdegis i gær. Þrettán manns voru flutt á sjúkrahús, en niu fengu að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum þeirra. Fjórir meiddust meira og eru enn á sjúkrahúsi. Billinn var að koma úr Herðu- breiðarlindum með hóp frá Ferðafélagi Akureyrar. Farið var yfir Vaðlaheiði, þótt hún sé lokuð öðrum bilum en jeppum. Þegar komið var nokkuö niður i heiðina, vildi það óhapp til, að hjól losnaði undan bilnum og valt hann þá út af veginum. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Visir hefur aflaö sér, var að- koman ljót. Nokkrir höfðu lent undir bilnum þegar hann valt og stóöu handleggir og fætur út undan farartækinu. Vegfarendur, sem komu að, og þeir farþegar, sem sluppu ómeiddir, lyftu biln- um upp með tjakk og handafli og kom i ljós að gljúpur jarövegur- inn hafði forðað mörgum frá stór- meiðslum. Svo heppilega vildi til, að sjúkrabill og lögreglubill frá Akureyri, voru þarna skammt undan og komu fljótt á staðinn. Kallað var á liðsauka frá Akur- eyri til að flytja hina slösuðu i bæ- inn og sumir fengu far með einka- bilum. Sem fyrr segir voru 13 fluttir á sjúkrahús ogfjórir hafa hlotið all- nokkur meiðsl. Höfuðleður tveggja var illa skorið, einn hafði meiðst i baki, en ekki var vitað gjörla um meiösl hins fjórða. t bilnum var fók á öllum aldri og má nefna, aöbarn sem sat i fram- sæti kastaðist út um framrúðuna er billinn valt, en slapp ómeitt. —SG ttalir og tslendingar i flughöfninni I Rimini: Eysteinn Helgason forstjóri Samvinnuferöa-Landsýnar, er fyrir miðri mynd, en hægra megin við hann má sjá Ólaf Gislason, fararstjóra, Ottó Jónsson, aðalfarar- stjóra og Rebekku Kristjánsdóttur, fararstjóra. Vísismynd Friöþjófur Helgason Matur 09 hanastél - beiö farbeganna á flugvelllnum í Riminl I lyrsta beina fluginu bangað Það er ekki á hverjum degi, að tslendingum er heilsaö með mat og hanastéli, þegar þeir stiga fæti sinum á erlenda grund, en það var þó raunin, þegar farþegar á vegum feröaskrifstofunnar Sam- vinnuferðar-Landsýn lentu I gær á flugvellinum i Rimini á ttaliu i fyrsta beina fluginu þangað. ' „Ég veit aö þetta er dýrmætur timi, þetta er ykkar fritimi, og það er okkur heiður að þið skulið ætla að verja honum hérna”, sagði borgarstjóri Rimini I hófi, sem borgarstjórn og ferðamála- ráð Rimini héldu i flugstöðvar- byggingunni fyrir fyrsta hóp Is- lendinga, sem fór i hópferð beint til Rimini. Þetta var fyrsta auka-auka- ferðin til Rimini af sjö, sem fyrir- hugaðar eru þangað i sumar. Eftir veisluna á flugvellinum var slðan haldið með allan hópinn i fylgd lögreglumanna á vélhjólum heim á hótelin. Nú eru um 250 tslendingar staddir á Rimini, en alls verða þar I sumar 2500 manns á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. Upp- haflega var gert ráð fyrir 700 far- þegum, en vegna eftirspurnar- innar var ferðum fjölgað og auka- ferðirnar settar á. —HR/JM, Rimini. Kjarnorkuvopnln og skeggið ð Kára - SjÓ DIS. 31 Kristin Bernharðsdóttir, fyrrverandi feguröardrottning, krýnir Elisabetu Traustadóttur, fegurðardrottningu Islands 1980. Ásdis Hannesdóttir varð númer fjögur og sést hún til vinstri á myndinni. Hlíf Hansen er til hægri, en hún varð númer tvö. Aðrar sem komust i úrslit keppninnar voru þær Kristln Hrund Davlösdóttir, sem varð númer þrjú, og Lára Kristin Jónsdóttir, sem varö númer fimm. Vlsismynd: JA Úrslit legurðarsamkeppninnar á bls. 6 ELÍSARET VARfl ________JLAND Ellert B. Schram skrifar frá Bandaríkjunum: STÆRSTI SIRKUS I HEIMI? Sjá bls. 9 „Enginn uppgjafar- tðnn í mér” segir Rögnvaldur Pálsson. sem ætlar að haida málverka- sýningu og fara síðan i bingframboð - Sjá bis. 3 Ekki bara borsk- ur og loðna... Fyrsti bluti könnunar Vísis á stöðu sjávar- útvegsins fjallar um ástand algengustu tegunda nytiafiska við landið. - Sja bls. 21

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.