Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 3
3 VÍSLR r— B B M S Þriðjudagur 27. mai 1980 Sny mer að stjorn- i málum, en held fyrst máiverkasýningu” segír Rögnvaldur Pálsson, sem hætti við forsetaframboðið i i B 1 I 1 1 i ,,Ég tel, að ég hafi haft nóga meðmælendur, þannig að þar hafi ekkert skort á”, sagði Rögnvaldur Pálsson, málari og forsetaframbjóðandi, er Visir' spurði hann um ástæðurnar fyrir þvi að hann hafi dregiö framboð sitt til baka. „Ég tók þessa ákvörðun á föstudaginn vegna þess að undirbúningsvinnu gat ekki lokið timanlega. Ég tel, að stuðningsmenn minir hafi ekki unnið nógu vel fyrir mig, við höfum verið fáliðaðir og ég hef þurft að sinna 92% söfnunar- innar sjálfur. Svo þegar þurfti að skila framboðsgögnum til kjörstjórnar og hafa þau skipt eftir kjördæmum, hafði ég ekki . neinn mann til þess að rannsaka nokkuð af þessum gögnum fyrir mig, en það kom i ljós, að margur hafði blandað saman gögnum úr nokkrum kjördæm- um”. Rögnvaldur sagði að kosn- ingabaráttan hefði kostað sig 10-15 milljónir króna og sér þætti það ekki mikið, miðað við hina frambjóðendurna. Hann hefði ekki hlotið styrk neins staðar frá. En það er enginn uppgjafar- tónn I mér á nokkurn handa máta”, sagði Rögnvaldur. „Ég er enn i fullu fjöri og get verið ánægður yfir þvi að hafa komist þó þetta langt. Ég tel að aldrei nokkur alþýðumenntaður 1 1 1 B I B B B B B i B B fl ^hafi Rögnvaldur Pálsson á heimili sinu I gær. Visismynd: J.A. er afturhaldsmaður og ég ætla maður komist jafn-langt og ég I sambandi við forsetakjör”. Snýr sér að stjórnmál- um „Næsta stig hjá mér er að snúa mér að stjórnmálum, en fyrst mun ég opna málverka- sýningu alveg á næstunni, ef ég fær nokkurs staðar pláss til þess”, sagði Rögnvaldur. „Stjórnmál eru mér hugleikin og á öllum minum ferðum um landið hefur mönnum borið saman um, að hér væri stjórn- málamaður á ferð, en það eru ekki min orð”, sagði Rögn- valdur. „Ég hef ekki áttað mig almennilega á þvi hvar i flokk ég mun skipa mér, en ég ætla að athuga málið gaumgæfilega. Ég að grandskoða grundvöll i Sjálf- stæðisílokknum til þess að sjá, hvort hægt væri að rétta hann við annað hvort sem nýjan flokk eða að endurbæta hann. Það er skoðun min, að hér verði að koma sterkur flokkur með sterka stefnu, en ekki bara með einhvern félagsmálapakka”. Rögnvaldur Pálsson sagðist ekki hafa gert það upp við sig ennþá, hvaða forsetaframbjóð- anda hann myndi styðja. „Það verður þó ljóst eftir stuttan tima”, sagði hann. „En ég vinn ekki fyrir ekki neitt, svo að þeir fá að bjóða i mig. Ég hef drjúgt fylgi utan af landi og það ekkiafneinu slóðatagi. Ég mun velja mér þann, sem ég tel að verði mér hliðhollastur”. ÞJH J| Hygginn kaupandi ve/ur vandað vörumerki Hygginn ferðamaður ve/ur ÚTSÝNARFERÐ , , °9 . UTSYNARÞJONUSTU Ennþá eru örfá sætl laus í eftirtaldar brottfarír: Costa del Sol: 29. maí 1 eða 4 vikur Lignano: 31. maí 2 vikur | Portoroz: 31 maí 3 vikur Bestu gististaðirnir Austurstræti 17 — Símar 26611 og 20100 .W.V.W.V. Gefum afgreitt nokkra vikna Nú er Ijóst að laun munu hœkka um tæp 12 prósent um mánaðamótin og þá hefst nýr og œðisgenginn kafli i víxlhœkkunum kaupgjalds og verðlags. Allir vita að afleiðingin getur aðeins orðið ein, stórfellt gengissig eða gengisfelling. Daihatsuumboðið getur á næstunni afgreitt nokkuð af bilum á mjög hagstæðu verði ef keypt er strax, EDA 4.651.000 KR. MED RYÐVÖRN. PAIHATSU CHARADE VARD DREFALDUR SIGURVEGARI í SPARAKSTURSKEPPNI B.Í.K.R. MEÐALEYÐSLA 5,3 L/IOO KM. ÁRMULA 23 - SÍMI 85870-39179

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.