Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Þriðjudagur 27. mai 1980 ÍtvtimTS l-K- Acryseal - Butyl - Neomastic HEILDSÖLUBIRGÐIR Óf*lAsaeirsson HEILDVERSLUNGrensásvegi 22— Sími: 39320 105 Reykjavík — Pósthólf: 434 Nauðungaruppboð sem auglvst var i 100., 103. og 108. tölublaði Lögbirtinga- hlaðsins 1979 á eigninni Teigur, Mosfellshreppi, þingl. eign Einars M. Einarssonar fer fram eftir kröfu Verzlunar- banka tslands á eigninni sjáifri föstudaginn 30. mai 1980 kl. 16.00. Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu. Meinatæknar Meinatækni vantar að Fjórð- ungssjúkrahúsinu Neskaupstað. Nánari uppiýsingar gefur forstjóri i sima 7402 og 7565. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað Nauðungaruppboð sem auglýst var í 62., 64. og 68. tbi. Lögbirtingablaðsins 1979 á M.B. Arnarborg KE-26, þinglýst eign Jonasar Guð- mundssonar, fer fram við bátinn sjálfan i Keflavíkurhöfn að kröfu Landsbanka íslanas, fimmtudaginn 29. mai 1980 kí. 14. Bæjarfógetinn I Kefia vik; Nauðungaruppboð sem auglýst var i 105., 107. og 11. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1979 á eigninni Dvergholt 8, jarðhæð, Mosfells- hreppi, þingl. eign Helga Árnasonar fer fram eftir kröfu Lifeyrissjóðs verslunarmanna, Landsbanka lslands, Guð- jóns Steingrimssonar, hrl., og Inga Ingimundarsonar, hrl., á eigninni sjálfri föstudaginn 30. mai 1980 kl. 16.30. Sýslumaðurinn I Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 102., 106. og 109. tölublaöi Lögbirtinga- blaðsins 1979 á eigninni Lækjarfit 12, Garöakaupstað, þingl. eign Steingrims Kára Pálssonar, fer fram eftir kröfu Sambands Almennra llfevrissjóða á eigninni sjálfri föstudaginn 30. mai 1980 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. i réttarsalnum. Joseph Chesson, fyrrum dómsmálaráðherra, var dæmdur i lifstíðar fangelsi, en var skotinn eins og hinir. 133 ÁRA SAMAHSAFNAÐ HATUR Um niu metra frá fjörunni, ekki fjarri stærsta herkamp Monroviu (höfuðborgar Liberiu), stendur smá-skúr, þar sem Samúel Kanyon Doe, hinn nýi leiðtogi Liberiu, bjó fram að 12. april, enda var hann þá að- eins yfirliðþjálfi. Þann dag rændi hann völdum og William Tolbert, forseti, var drepinn, og Doe yfirliðþjálfi flutti þá búferlum. Hann settist að i forsetabústaðnum. Steinsnar frá liðþjálfaskúrn- um standa niu gildir staurar, sem reistir hafa verið i sandinn. Fyrir nokkru voru þrettan fyrr- verandi embættismenn stjórnar Tolbert forseta njörvaðir við þessa staura og skotnir. Þeir voru fyrstu fórnarlömb hefndarþorstans, sem innfæddir iLíberíu ala með sér i garð yfir- stéttarinnar, sem eru afkom- endur frelsaðra þræla frá Bandarikjunum. Þessir leysingjar sneru aftur til álfu feðra sinna, stofnuðu þar ný- lendu og drottnuðu yfir innfædd- um I 133 ár. A þeim árum hefur safnast fyrir mikil gremja niðurbæld meðal landsmanna, og mátti sjá á andlitum karla og kvenna á strætum Monroviu, þegar þau hylltu yfirliðþjálfann og fögn- uðu aftökunum, að þeim væri velþóknun að þvi að staurarnir i fjörusandinum yrðu duglega notaðir. Margir byltingarfor- ingjar hafa fallið fyrir freist- ingu svo léttunnið verks til þess að vinna sér hylli múgsins, og er hætt við að Doe liðþjálfi geti lent inn á þeirri blóðugu slóð. Aftökurnar, sem fram fóru i lok april, þóttu klunnalega og grimmilega framkvæmdar. Fórnarlömbin fengu ekki einu sinni bindi fyrir augun til þess að losna við aö horfa i gapandi byssukjaftana. Sumir dóu sam- stundis. Aðrir ekki. Þeir I af- tökusveitinni, sem skot áttu af- gangs i byssum sinum eftir fyrstu hrinuna, tæmdu úr þeim i likin. Doe hafa borist áskoranir úr ýmsum áttum um að náða aðra ráðherra úr stjórn Tolbert. Þar á meðal skrifleg náðunarbeiðni frá Einingarsamtökum Afriku. Það virðist hafa haldið aftur af honum og böðlunum siðustu fjórar vikurnar. Það kemur nokkuð á óvart, þvi að hinir siðarnefndu virtust ekki ætla að sjást fyrir i vinnugleðinni. 1 hópi þrettánmenninganna sem teknir voru af lifi, voru nefni- lega niu sem hérrétturinn — er hróflað var i skyndi saman — hafði ekki dæmt til dauða. Leiðtogi Framsóknarflokks alþýðu (PPP), sem skapaði á- standiö er leiddi til valdaráns- ins, er hin 31 árs gamli Gabriel Baccus Matthews. Hann var fangelsaður í mars, eftir að hafa skoraö á Tolbert að draga sig sjálfviljugur i hlé úr stjórnsýsl- unni. Matthews er nú utanrikis- ráðherra, sem er eftir venju byltinga i Afriku, þar sem menn koma beint úr útlegð eða fang- elsum I æðstu embætti landsins. Matthews þykir maður mildur i skapi og næstum feim- inn i framkomu, og haft er fyrir satt, að hann hafi brostið i grát, þegar hann sá sundurskotið lik Tolbert. Otlendingum, sem kynnst hafa manninum, sýnist •Matthews réttsýnn og sann- gjarn, og styöja það fréttir af tilraunum Matthews til þess að réttarhöldin gættu réttlætis i málsmeðferð mannanna þrettán. 5 manna dómstóllinn hafði einungis dæmt fjóra til dauða: Formann ihaldsflokksins, Reginald Townsend, eldri bróð- ur forsetans, Frank Tolbert, fyrrum hæstaréttardómara, James Pierre, og fyrrum for- seta þingsins, Richard Henries. Sjö voru dæmdir i ævilangt fng- elsi og tvo átti að sýkna, eða dæma vægilega og náða siðan. Flestir eða allir höfðu játað fyrir réttinum, að stjórnin hefði verið gjörspillt. 1 april i fyrra kom til blóðugra óeiröa i Líberiu eftir að stjórnin haföi hækkað verðlag á ýmsum nauðsynjavörum, eins og hris- grjónum, sem eru aðalfæða landsmanna. Fram til þess hafði herinn verið illa vopnum búinn og setiö á hakanum, á meðan lögregla og öryggis- þjónustan var vel búin nýtisku vopnum. Kurr var I herforingj- unum, sem treystust þó ekki til að etja 50 þúsund manna liði sinu gegn öryggisþjónustunni. Upp úr april var reynt að friða þá með þvi að sjá betur fyrir þörfum hersins, en þaö var ein- mitt það, sem andstæðingar Tolberts þurftu með. Matthews segir, að stefna nýju stórnarinnar verði i anda „afrikansks socialisma” og muni taka svip af núverandi að- stæðum i landinu. Margir ráð- herrar hinnar nýju stjórnar koma úr neðstu þrepum þjóðfél- agsstigans og eru þvi i náinni snertingu við óskir og þarfir al- þýðunnar. Hin nýju yfirvöld hafa þegar hækkað almenn laun verulega, og sett hefur verið á laggirnar nefnd til þess að kanna leiðir til að lækka verð á hrisgrjónum, húsaleigu, kennslu og almannasam- göngum. Auk Matthews ber á dr. Togbanah Tipoteh i hinni nýju stjórn, en hann hefur með að gera skipulagningu og efna- hagsmál. Hann flýtti sér að full- vissa þá erlenda banka og fjöl- þjóða fyrirtæki, eins og Firstone og Lamco, sem eru mestir áhrifaaðilar i efnahagslif Lfberiu, um áframhaldandi vilja Liberiu til samstarfs. — Launþegasamtök hafa heitið nýju stórninni að auka afköst félaga sinna. En nýju stórninni er mikill vandi á höndum, sem er að við- halda jafnvægi milli hinna ýmsu ættflokka landsins. Doe og dátar hans, sem sitja i þjóðráðinu, er fer með völdin til bráðabirgða, hafa heitiö þvi að hverfa aftur i herskálana um leið og land og þjóö eru komin áleiðis á rétta braut. Það virðist undir Matthews og Tipoteh komið, að stýra þjóöinni til nýrra kosninga og lyðræðislegri stjórnar I þessu elsta sjálfstæða riki svörtu Afriku. Stund hefndarinnar — staurana. hinir dæmdu bundnir við aftöku-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.