Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 6
VÍSIR Þriðjudagur 27. mai 1980 „VAR FARIH W SJA STJORHUR 99 SEGIR NÝKJÖRIN FEGURÐARDROTTNING (SLANDS „Mér liður bara ágætlega núna, en það er skrítin tilfinning aö standa i svona keppni”, sagði Elisabet Traustadóttir, ný- kjörin fegurðardrottning ís- lands 1980, er Visir spurði hana, hvort hún væri búin að jafna sig eftir keppnina á föstudags- kvöldið. „Þetta er búin að vera mikil spenna og ég man ekki neitt frá keppninni. Ég var farin að sjá stjörnur. Jú,ég man, að það var erfitt að ganga um salinn á sundfötum enda er ég ekki vön að ganga þannig klædd innan um fullt af fólki. — Hvers vegna tókstu þátt i feguröarkeppninni? „Ég átti kost á að fá utan- landsferð og svo er sérstök virð- ing að fá aö taka þátt i keppn- inni. Mér fannst það lika gaman, en ég tók það ekkert með i reikninginn, aö ég myndi vinna”. Fyrir utan titilinn „Fegurðar- drottning Islands 1980”, fékk Elisabet að verðlaunum utan- landsferð fyrir tvo, demants- hring frá Gulli og silfri og 500 manna kokteilboð i Hollywood (þeas. skemmtistaðnum). „Þetta er alveg meira en nóg af gjöfum, maður verður alveg ruglaður á þessu”, sagði Elisa- bet. „Svo þarf ég að taka þátt i einhverjum fegurðarkeppnum erlendis, en ég veit ekki hvaða keppnir þaö verða. Við fimm, sem lentum i úrslitum, eigum að taka þátt i sex keppnum, en það á eftir að ákveða i hvaða keppni hver okkar fer”. — Hefurðu eitthvað gagn af þvi aö vinna svona keppni? Ætlar þú kannski aö leggja fyrir þig fyrirsætustörf? „Þaö er náttúrulega alveg sérstök virðing að sigra og svo fæ ég margar gjafir. En ég ætla að hugsa betur um, hvort ég fer i ljósmyndafyrirsætustarf. Ég ætla að minnsta kosti ekki að fara út í svoleiðis alveg strax”. Elisabet Traustadóttir er nemandi við Menntaskólann i Hamrahlið og sagðist hún ætla að halda þar áfram og klára stúdentspróf. En hvaö tæki svo við, væri ennþá alveg óráðið. ÞJH RRLL-KR0SS ISAND6YL Mikill fjöldi manna kom til að fylgjast með ralli-kross keppni Bifreiðaiþróttaklúbbs Reykja- vikur sem haldin var á Kjalarnesi I gærdag. En aðeins örfáir horfðu á keppnina til enda. Það var ekki vegna þess að keppnin væri leiöimeg að áhorf- endur yfirgáfu svæöið. Veður- hæðin á Kjalarnesinu varð slik, að börn stóðu vart i fæturna i verstu vindhviðunum. Þá var slikt sandrok, að öll vit fylltust, og um tima sást varla handaskil. Þetta var leiðinlegt, þvi að barna leiddu saman hesta sina (hestöfl sin) flestir bestu ralli-kross ökumenn okkar og gaf keppnin stig til íslandsmeistara- titils. Tvær veltur urðu I keppninni, auk nudds og pústra, en engin óhöpp urðu vegna strangra öryggisreglna. Volkswagen valt i startrásinni I fimmta hring fyrstu umferðar, og misstu þar með af öðru sæti. I úrslitaumferðinni ók BMW fram af hól og steyptist ofan á Fiat 850. Hvorugur billinn skemmdist að ráði og var ræst aftur. Nú gekk betur hjá Jóni S. Hall- dórssyni á BMW-inum og hann sigraöi glæsilega, en Fiatinn, sem lendi undir BMW-inum hafnaöi i þriðja sæti. Hinn kunni bifreiðaiþrótta- maður, skemmtikraftur og fréttamaður, ómar Ragnarsson, lýsti keppninni og gerði það skemmtilega, eins og hans er von og vísa. Ef einhverjar tafir urðu, sagði Ómar brandara og sögur þannig, aö engum heföi leiðst, ef ekki hefði komið til sandstormur- inn, sem fyrr er frá sagt. — ATA t verstu vindhvibunum sáu áhorfendur vart handaskil og öll vit fylt- ust af sandi. VIsismyndiJA Jón S. Halldórsson leiðir á BMW-inum. Bilstjórarnir sáu vart handa skil fyrir sandmekkinum. Vfsismynd: JA Það var ekkert slegið af þófarið væri fram af háum stöllum. Vlsismynd: JA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.