Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 7
7 VÍSIR Þriðjudagur 27. mal 1980 Norrænl hellbrlgðlsDlng um koslnað heilbrigðisblðnuslu: Meira fjármagn í heilörigðispjónusiu „Svarið við spurningunni um hvað heilbrigðisþjónustan ætti að kosta mikið, er ekki einhlftt. Það getur oltið á þvi hvort maður er ungur eða gamall, veikur eða heilbrigður”, sagði Davið Á. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri rfkisspitalanna, 1 erindi er hann flutti á norrænu heilbrigðisþingi, er bar yfir- skriftina „Hve mikið á heil- brigðisþjónustan að kosta”. Þingið var haldið i Háskólabiói núna um helgina og sóttu það hátt á þriðja hundrað fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Davið sagði, að svarið við áðurnefndri spurningu gæti ennfremur litast af pólitiskum viðhorfum. Sumir teldu að heil- brigðisþjónustan ætti ekki að kosta þá er veiktust neitt, en skattgreiðendur ættu hins vegar að bera allan kostnað, þvi að öðrum kosti yrði sjúkra- kostnaður óheyrilega dýr. Aðrir teldu að neytendur ættu sjálfir að greiða fyrir veitta heil- brigðisþjónustu og verðið ætti að fara eftir framboði og eftir- spurn, þvi að annars yrði eftir- spurnin óendanlega mikil, ef neytendur ættu ekki að greiða neitt. „Ég tel, að hér á Islandi höfum við alla möguleika á þvi að feta hinn gullna meðalveg i þessum efnum”, sagði Davið, „en allt bendir til þess, að hér sé veitt ágæt heilbrigðisþjónusta á sanngjörnu verði. Það verður Frá norræna heilbrigðisþinginu. Visismynd: JA hins vegar að hafa það i huga, að kostnaðarvandamál i heil- brigðisþjónustinni hafa breyst mjög á siðustu 10 árum. Ný tæki kosta milljónir króna, ný lyf eru dýr og þvi verður ætið að spyrja þeirrar spurningar. hvort þau standi undir þeim kröfum, sem til þeirra eru gerðar. Auka þau meðalalduri Lina þau þján- ingar? Auk þau lifsgæði — eða eru þau einungis aðferð fram- leiðenda lækningatækja til þess að græða peninga?” Heilbrigðisþingið stóð yfir I tvo daga. Fyrri daginn fluttu fulltrúar allra Norðurlandanna erindi, en Svavar Gestsson heil- brigðis- og tryggingaráðherra setti ráðstefnuna og flutti ræðu. Seinni daginn fóru fram panel- umræður og tóku þeir Páll Sig- urðsson, ráöuneytisstjóri og Kjartan Jóhannsson, alþingis- maður þátt I þeim, en Kjartan stýrði umræðunum. Visir náði tali af Davið A. Gunnarssyni eftir ráðstefnuna og spurði hann hvað hefði eink- um komið fram á þinginu. „Menn virtust sammála um það, að það mætti veita meira fé i heilbrigðisþjónustuna en gert er”, sagði Davið. „En jafnframt kom fram að nauðsynlegt væri að tryggja, að þvi fé sem i heil- brigðisþjónustuna færi, yrði varið á sem skynsamastan hátt. Ekki ætti bara að láta fé renna til þeirra mála, sem peningum er varið til I dag, heldur þyrfti að meta, hvar peningarnir gera mest gagn og skili sem mestri heilsuarðsemi”. Davið sagði ennfremur, að þinggestir hefðu almennt verið sammála um það, að vanda- málin væru svipuð á Norður- löndum, t.d. aukning á eftir- spurn vegna sjúkraplássa fyrir aldraða, og að ekki hefði nú verið nógu mikið gert fyrir þann þjóðfélagshóp. Þvi væri spurn- ingin sú, hvort hægt væri að bæta þeirri heilbrigðisþjónustu við þá þjónustu, sem fyrir er eða hvort meta þyrfti upp á nýtt forgangsröðun á þvi sem fyrir væri og taka fjármagn frá öðru til þjónustu fyrir aldraða. ÞJH Harðorðir embættismenn I tilefni af mjög harka- legri grein í Vísi 22. maí s.l. eftir Guðmund Pétursson forstöðumann Tilraunarstöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum/ ætla ég að vara lesendur Vísis við misskilningi sem af henni gæti leitt. Guðmundur er að skrifa um nýrnaveiki í laxaseiðum ( ekki regn- bogasilungi) i fiskeldis- stöðinni að Laxalóni á ár- unum 1976-77 og lætur orð fjalla um „kýlum og kaunum hlaðin nýru" í sýktum seiðunum. Þessu má ekki rugla saman við kýlapestina, sem ég skrifaði um á sömu síðu Vísis þennan dag og er allt annar sjúkdómur. Grunurinn aldrei staðfestur. neöanmóls Sigurður Pétursson, gerlafræðingur varar hér lesendur Vísis við mis- skilningi sem hann telur geta leitt af grein Guð- mundar Péturssonar, gerlafræðings i Vísi fyrir helgina um Laxalóns- málið. Varðandi kýlapestina benti ég á það, að „sérfróðir menn” hefðu alið á þeim grun, að sjúk- dómur þessi leyndist I regn- bogasilungum að Laxalóni allt frá þvi 1951. Þennan grun hefur ekki tekist að staðfesta, þrátt fyrir itarlegar visindalegar rannsðknir á silungunum, fram- kvæmdum i nefndri Tilrauna- stöð að Keldum árin 1955-56. Þessi grunur sem ekki hefur ennþá verið kveðinn niður að mati stjórnvalda, hefur valdið Skúla Pálssyni stórkostlegu tjóni, sem enn er óbætt. Um nýrnaveikina, sem Guð- mundur Pétursson var að skrifa um, er allt önnur saga, og segir Guðmundur aðeins hluta hennar. Sjúkdómur þessi kom upp 1976-77 I laxaseiðum á fleiri en einni eldisstöð hérlendis og var sjúku seiöunum alls staðar fargað. Fenginn var erlendur sérfræðingur til aöstoðar og var hann, ef ég man rétt, látinn rannsaka allar laxeldisstöðvar á landinu, nema rikisstöðina i Kollafirði. Hörð orð ráðgjafa. Það vekur sérstaka eftirtekt 1 nefndri grein Guðmundar Péturssonar, hversu hörðum orðum hann fer um Skúla Páls- son, en þetta er ef til vill nauð- synlegt fyrir ráðgjafa i fisksjúk- dómamálum. Minnist ég I þvi sambandi bréfs annars ráðgjafa i Laxalónsmálinu, sem um er bókað I lok hæstaréttardómsins frá 22/1 1974 eftirfarandi: „Bréf þetta felur I sér skriflegan mál- fiutning, og þar er veist að héraðsdómurum á óviöeigandi hátt svo og nafngreindum embættismanni I sambandi við vottorðsgjöf. Ber að átelja þetta. (Hæstaréttardómar 1974, bls. 46). 23/51980 Sigurður Pétursson, gerlafræðingur. í fylgd með fegurðardfsum Urval stendur nú a3 sem haldin er um allt land. Fegurðardrottning hvers staðar hlýtur í ver31aun ÚrvalssólarlandaferS. Komdu með í Úrvalsferð, þar verður fjörið. Aðeins ÚRVALSFERÐIR á ÚRVALSVERÐI Þú fær3 meira en sólskin í ÚrvalssólarlandaferS. Settu fram allar óskir þínar varSandi fer3alagi3 og vi5 gerum allt þa5 sem hægt er fyrir þig - og dálítiS betur, þa5 gerir ferSina a5 ÚrvalsferS. HafSu samband vi5 næsta umboSsmann okkar strax, þar færSu litprentaSan bækling um ÚrvalsferSir 1980. ÞAÐ ER EKKISAMA MEÐ HVERJUM ÞÚ FERÐAST. VID AUSTURVÖLL SÍMI 26900 FERDASKRIFSTOFAN URVAL Þú getur ekki verSlagt sólskiniS, þa5 er ómetanlegt. Úrval býSur þér nóg af sólskini í Úrvals- sólarlandaferSum til MALLORKAog IBIZA. Brottfarar- dagar Þú getur valiS um þriggja tveggja- eSa vikuferSir, allt eftir því sem þér hentar. Næstu ferðir: MALLORCA 30/5, 13/6, 20/6, 4/7, 11/7, 25/7. IBIZA 13/6, 20/6, 4/7, 11/7, 25/7. Með viðdvöl í úrvalsgististöðum Afborgunar- skilmálar Þrátt fyrir einhver lægstu verð, þá gerir Úrval þér auðveldara að komast í sólskinið með hagkvæmum afborgunum. Þú greiðir helming út og afganginn á 3 mánuðum. SÓLSKIN á verði, sem allir geta veitt sér!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.