Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 27. maí 1980 * 9 Sumir segja að for- setakosningar i Banda- rikjunum séu hápunkt- ur lýðræðislegra stjórnarhátta. Aðrir kalla þær stærsta sirkus i heimi. Ráða peningar ferðinni eða hafa allir jafna mögu- leika? Hver er hlutur fjölmiðla og flokka, hvaða öfl eru áhrifa- mest og sterkust i þvi valdatafli sem við fylgjumst með úr fjar- lægð? Það er ómaksins vert að stinga höfðinu inn fyrir gættina og fræð- ast litillega um þá langvinnu kosninga- baráttu, sem á endan- um skilar af sér valda- mesta manni veraldar, forseta Bandarikjanna. Pattaralegur óvinur Washington lætur ekki mikið yfir sér. Gislarnir I íran eru viðsfjarri og ekki er að sjá á ytra boröi, að öll heimsins vandamál hvfli á húsráðendum Hvita hiissins, þar sem það stendur i vinalegu umhverfi eins og snyrtilegur sumarbú- staður. Það er brakandi þerrir hér um slóðir, heiöur himinn, glampandi sól og hress andvari. Táningar frá Pittsburg spila enska þjóðsönginn eða Eld- gömlu Isafold I nýmóðins út- setningu og kinverskir innflytj- endur syna listir sinar i skugganum af Washington minnisvarðanum, sem hefur það eitt sér til ágætis að vera þægilegur vegvisir vegna hæðarinnar. A Pensylvanian götu standa hnarreistir tékkneskir og aðrir austur evrópskir flóttamenn meö kröfuspjöld i hendi og glampa I augum, segjast vera meölimir I bandarlskum nasistaflokki og krefjast þess að Rudolf Hess veröi látinn laus. Aöfluttir Haitibúar fordæma Duvalier á óskiljanlegu tungu- máli hinum megin á götunni. Aðrir spóka sig I sólinni og góða veðrinu og hafa hvorki áhyggjur af Hess eöa Haiti. Eru greini- lega aö eyöa timanum og nota helgina til að gera ektfi neitt. Fólkið er vingjarnlegt en ekki liklegt til stórræöanna, og enn einu sinni veltir maður þvi fyrir sér, hvernig svona velhaldin og dagfarsprúö þjóð getur bakað sér óvinsældir og hatursher- feröir i öllum heimshornum. Ég er viss um aö hernámsand- stæöingum heima myndu gjör- samlega fallast hendur ef þeir sæju óvininn pattarlegan ásýnd- um i alvarlegum hugleiðingum um hvort réttara sé að kaupa pylsu eða hamborgara. bað er helst að maður þurfi að forða sér undan kófsveittum og ein- beittum trimmurum, sem hlaupa hér um götur I vigamóð. HáPUNKTUR LÝÐRÆÐISINS - EÐA STÆRSTI SIRKUS í HEIMI? aöutan ,,Washington lætur ekki mikið yfir sér, gislarnir i Iran eru víðsfjarri og ekki er að sjá, á ytra borði, að öll heimsins vandamál hvili á húsráðendum Hvíta hússins...." Washington er yfirfull af negrum. Hvitir menn eru nán- ast fyrirbæri hér I höfuðborg Bandarikjanna. Negrarnir aka um I limousinum og sitja fyrir- mannlegir i borgarstjórninni. Þó hefur maður á tilfinningunni að þeir ráði ekki miklu. Meira líf og viðameiri sýningar getur að llta í banda- rískri kosningabaráttu en nokkurstaðar annarstaðar i heiminum. Einkaframtak og rikis- styrkir Hvergi finnast betri hótel heldur en hér i vesturheimi. öll hugsandi þægindi meö einkaeld- húsi og litasjónvarpi á hverju hverbergi. En liturinn og lengd- in á óteljandi sjónvarpsdag- skrám verður landanum til litils augnayndis i þvi óþolandi aug- lýsingaflóöi sem flæðir inn á skerminn með fárra minútna millibili. I miðri ástarsenu eöa æsispennandi hrollvekju er skyndilega tekiö upp á þvi að upplýsa mann um ágæti tann- kremsins og I þann mund sem Iþróttaleikurinn nær hámarki, er silkimjúk sápa dregin fram I sviösljósiB. Er nokkur furða þótt menn verði geöveikir hér vestra og sálfræðingar blómstri! I þessu landi kapitalismans og einkaframtaksins hafa þeir skyndilega uppgötvað að bila- business sé á hausnum. I Michi- gan ganga 250 þúsund manna úr bilaiðnaðinum um atvinnulausir og I slðustu viku var 10 þúsund manns sagt upp vinnu I New Jersey á einu bretti hjá Ford- verksmiöjunum. AB visu depl- aöi einhver augunum, en verka- lýðsfélögin æmtu hvorki né skræmtu, hvaö þá aö nokkrum dytti I hug allsherjarverkfall upp á skandinaviska visu. Það gleymdist nefnilega að fram- leiða litla btla og sparneytna, og nú eru japanskir hugvitsmenn búnir að slá út kollega sina Ellert B. Schram, rit- stjóri, skrifar frá Banda- rikjunum og fjallar um sitt af hverju sem ber fyrir augu i höfuðborg rikjanna, Washington, og þá kosningabaráttu, sem nú er i algleymingi fyrir forsetakosningarnar i haust. bandariska og ryðja inn Toyot- um og Datsunum i þviliku magni, aö alrikisrikisstjórnin verður aö hlaupa undir bagga meö einkaframtakinu og veita lán og ábyrgðir til aö standast samkeppnina og rétta sig við. Segi menn svo að tslendingar séu einir um rlkisstyrkina. 900 þúsund dollara aug- lýsing Forkosningarnar eiga hug og hjörtufréttamanna, en almenn- ingur lætur sér fátt um finnast. Þátttakan I þessum kosningum er hlutfallslega minni en I venjulegustu prestskosningum á tslandi. t forkosningunum i New York á dögunum, þar sem áhugi er þó meiri en viðast ann- ars staðar, og fjöldinn er hvað mestur, kusu um 16% hjá demó- krötum og aöeins um 6% hjá repúblikunum. Samt sem áður eru þessar forkosningar ákvarðandi um frambjóðendur og þeir eru sér þess vel meövitandi. ómældum fjármunum er eytt á þeirra veg- um. Kennedy hefur keypt sér auglýsingu I sjónvarpi sem tek- ur eina minútu i útsendingu og kostar 900 þúsund dollara. Þetta ku vera nauðsynlegur mótleikur gegn Carter sem nýtir sér for- setastólinn til hins Itrasta t aug- lýsingastriöinu, kallar til blaða- mannafundar klukkan sjö að morgni kosningadags og þarf ekki annað en að senda frúna i huggulega reisu i viökomandi riki, til að öll pressan sé þotin upp til handa og fóta. Og svo er sagt aö Urslitin séu þegar ráðin! En ekki er allt sem sýnist. Bandarlsk stjórnmál eru flókn- ari og margslungnari en at- kvæðatölurnar einar sér. Hér geta pólitísk veður skipast I lofti jafn óvænt og veöurfarið heima á Fróni og frambjóöendur halda ótrauðir áfram I þessu mikla maraþonhlaupi. Við verðum enn að biöa og sjá, hver veröur fyrstur I mark I hinu eftirsótta hvita húsi. Ellert B. Schram Frambjóðendur til forsetaembættisins leggja mikla áherslu á að hitta sem flesta landsmenn í kosninga- baráttunni og láta sem mest á sér bera. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.