Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 21
vísm Þriöjudagur 27. maf r 1980 Þorskur Hafrannsóknarstofnunin hef- ur oft sagt frá aö hrygningar- stofn þorskins hafi minnkaö um 83.5% i 165 þús. tonn á 20 ára bili fram aö árinu 1978. Þótt stofn- unin sé ekki ánægö meö árang- urinn af endurreisnarstarfinu, er hrygningarstofninn i ársbyrj- un 1980 talinn vera um 300 þús- und tonn, en mun aftur hrapa niöur um þriöjung ef veiöitak- markanir veröa ekki hertar frá þvi sem var á siðasta ári. Meö óbreyttri sókn mun stærö hrygningarstofnsins veröa 256 þúsund tonn árið 1985, og þá hefur okkur heldur miöaö aftur á bak. Veröi hins vegar farið aö ráö- um stofnunarinnar, og aflanum haldiö innan 300 þúsund tonna marksins allra næstu ár. má vonast eftir aö hrygningarstofn- inn veröi kominn i 500 þúsund tonn áriö 1983. Ýsa Miklu betur hefur gengiö aö reisa ýsustofninn viö, heldur en þorskinn. Stofninum hrakaöi stööugt á árunum 1963-1972, en fór þá aö taka viö sér aftur. A siöasta ári voru veidd 52 þúsund tonn af ýsu og Hafrannsóknar- stofnun telur óhætt að hækka það i 60 þúsund tonn i ár. Ufsi A undanfö'rnum áratugum hafa verið miklar sveiflur i stofnstærö ufsans. 1971 veiddist mesta magn af ufsa, sem veiöst hefur hér við land, 137 þúsund tonn. Sóknin óx og stofninn minnkaöi, um áramótin siöustu var stofninn talinn vera 340 þús. tonn, þar af 145 þús. tonn af kyn- þroska fiski. A siöasta ári veiddust 57000 tonn af ufsa og taliö er óhætt aö veiða 60000 tonn i ár og likur eru taldar á aö meira megi veiöa á næsta ári. Karfi Karfinn hefur veriö ofveiddur undanfarin ár, einkum hafa Rússar veriö iönir viö smákarf- ann viö A-Grænland. Nú hefur sú veiði veriö stöövuö meö út- færslu landhelginnar þar. Haf- rannsóknarstofnunin lagöi til að Islendingar veiddu ekki meira en 50 þúsund tonn á siðasta ári, viö tókum 62 þúsund tonn. Enn er lagt til aö aflinn veröi 50000 tonn á þessu ári. Síld A undanfömum árum hefur oft og mikiö veriö r»tt og ritaö um ofveiöi fiskistofnanna og hvaö hægt sé aö gera til aö koma i veg fyrir eyöingu þeirra, og reyndar helst til aö rækta þá upp aftur. Fyrst varö sfldin til aö falla fyrir fyrir- hyggjuleysi okkar, þorskurinn komst I stórhættu og er reynd- ar ekki fyrirséö hvernig fer meö hann, og nti er loönan orö- in tæp. En þaö eru fleiri fiskar i sjónum en þessir þrfr og þaö er ástæöulaust aö vanmeta þá I umræöunni, þótt stofnar þeirra séu ekki eins stórir og hinna. Hafrannsóknarstofnun gefur áriega út skýrslu um ástand nytjastofna og skýrsla ársins 1980 er komln út. Vfsir hefur tekiö saman I stutt mál helstu niöurstööur og birtir Fréttaauki Sigurjón Valdimars- son, blaöa- maöur skrifar þær I dag. Lestur skýrslunnar vekur upp hugieiöingar um á hvern hátt viö islendingar stöndum aö undirstööuatvlnnuvegi okkar, sem sjávarútvegurinn er talinn vera. Er hugsanlega einhver vafi á þvl aö sjávarút- vegur sé undirstaöa þjóöfélagsins? Varla, — og þó. Gctum viö kallaö þaö undir- stööu, sem yiö þurfum aö standa I sffelídum aögeröum til aö bjarga? Viö vitum aö fiskveiöiflotinn er of stór, en hversu mikiö of stór? Hvers vegna höldum viö stööugt áfram aö stækka og fulikomna skipastólinn, þegar okkur er iffsnauösyn aö haida aö okkur hendinni I veiöum og fjárfest- ingu? Hvers vegna kaupum viö sklp, sem er útilokaö aö geti oröiö annaö en baggi á þjóöinni? Og hvernig er staöiö aö fiskiönaöinum i landinu? Vfsir mun á næstunni birta greinar, þar sem reynt er aö draga fram helstu þætti þessa þýöingarmikla málaflokks, sem ef tii viil er ekki eingöngu undirstööuatvinnuvegur, heldur kann aö fela I sér und- irstööu alls okkar efnahags- vanda einnig. STflÐfl SJflVflRUTVEGSINS 1. GREIN: HVERNIG ER ÁSTAND EINSTAKRA FISK- STOFNA VIÐ LANDIÐ? Þokkalega gengur aö byggja upp sfldarstofninn, en þar sem annars staöar gengur okkur erfiölega aö halda okkur innan settra marka. Mælt var meö 35000 tonna veiöi siöasta ár, en veiöin fór i 44500 tonn. Þrátt fyrir það telja fiskifræöingarnir aö óhætt sé aö veiöa 45000 tonn á árinu og þeir leggja til aö rek- netaveiöi fari fram frá 25. ágúst til 20. nóv., en hringnótaveiðar frá 20. sept. til 20. nóv. Loöna Astand loönustofnsins er held- ur ófagurt og stuölar margt aö þeirri þróun. Eitt er of mikil veiöi og annaö að skilyröi i sjón- um hafa veriö slæm og loönan þvi smá. Fiskifræöingar töldu þaö utan skynsamlegra marka aö veiöa meira en 300 þúsund tonn frá áramótum til vertiöar- loka i ár, en viö tókum 390 þús. tonn. Hafrannsóknarstofnunin leggur til aö loöna 12 cm aö lengd og minni veröi friöuð meö svæöislokunum og ákvöröunum um aflasamsetningu, eins og nú er. Einnig er lagt til aö frá lok- um vetrarvertiöar til 15. sept. 1980verði loðnuveiðar bannaöar meöan yngri árgangurinn er aö taka út sumarvöxt, loðnan aö fitna og átuinnihald er mest. Akvörðun um hámarksafla næsta veiðitimabils er ekki taliö ráölegt aö taka fyrr en meö haustinu, þegar niöurstööur mælinga hafa gefiö frekari upp- lýsingar en nú liggja fyrir, en talaö er um 650 þúsund tonn sem hugsanlega tölu. Grálúða Grálúöan var ofveidd á árun- um 1967-1975, en Alþjóöahaf- rannsóknaráöiö lagöi til aö há- marksafii yrði 15 þúsund tonn hvort áriö 1979 og 1980. A siöasta ári veiddu Islendingar 16,9 þús- und tonn. Skarkoli Skarkolastofninn var aöeins hálfnýttur áriö 1979, og hefur svo reyndar verið mestallan þennan áratug. Taliö er óhætt aö veiða 10 þúsund tonn en á siö- asta ári voru aðeins veidd 4,6 þús. tonn. Lúða Siðasta ár veiddu íslendingar 1584 tonn af lúöu og ekki er taliö ráölegt aö auka veiöina þar, þvi stofninn er ofnýttur og hefur verið svo lengi. Steinbítur Islendingar veiddu 10,3 þús- und tonn á sföasta ári og Haf- rannsóknarstofnun mælir meö 13 þús. tonna hámarksafla fyrir yfirstandandi ár. Spærlingur Hinn svokallaöi spærlingsafli var 14 þús. tonn I fyrra, en 34 þús. tonn áriö áöur og hefur aldrei veriö meiri. Ekki er taliö útilokaö aö veiöa megi svipaö magn og gert hefur veriö undanfarin ár af þeirri blöndu, sem kölluö er spæriingsafli, og jafnvel aö auka þaö eitthvaö, en með mjög ströngu eftirliti til kröfu um strangt eftirlit. Ástæðan til kröfu um strangt eftirlit er aö stundum vill bera mjög á ýsuseiðum, smáýsu, sfld eða humri I aflanum, sem ann- ars er mjög blandaður, einkum af kolmunna. Svo getur fariö aö spærlingurinn sé I miklum minnihluta aflans og þegar verst hefur veriö var hann aö- eins 0,2%. Hrognkelsi Sóknin i hrognkeisi hefui minnkaö siðustu ár. Anö i97S veiddu 350 bátar sam'a magn og 436 bátar veiddu áriö aöur. Hafrannsóknastofnun gerir ekki tillögur úm aflatakmark- anir á hrognkelsum i ar. Kolmunni Taliö er liklegt aö fa megi góöan kolmunnaafla fvrir Aust- fjórðum aö sumarlag,. ei, þö mismikiö milli ára í fyrra veiddust þar 12,4 þus tor.r. og var mun minna en árið áöur. Fjöldi fiskveiöiþjóöa hefur áhuga á aö kanna og nýta kol- munnastofninn og hefur aflinn aukist gifurlega siðustu tvö ár. 1 heild veiddust 1,2-1,5 miiljón tonn af kolmunna i heiminum siðast liöiö ár og er talið nálgast hámark þess sem stofninn ber. Humar Humaraflinn 1979 var 1460 tonn, en leyft var aö veiöa 2500 tonn. Taliö er aö aflahorfur veröi góöar, viö eðlilegar kringumstæöur á árinu. Tillögur um veiöarnar fela I sér aö hámarksafli veröi ieyföur 2500 tonn, en þó meö fyrirvara um aö heimilt veröi aö minnka hann ef sjávarskilyröi veröa slæm. Veiöitimabiliö veröi 15. mai til 30. ágúst. Hörpudiskur Hörpudisksaflinn 1979 varö 7,5 þús. tonn, og haföi veriö 8.7 þús. tonn áriö áöur. Afli á hverja veiöistund haföi þó aukist úr 841 kg. I 890 kg. Tillögur um hámarksafla eru á Breiöafiröi 6000 tonn, Vest- firöir 1100 tonn, Húnafiói 1500 tonn og annaö 300 tonn. Rækja Rækjuaflinn jókst heldur áriö 1979 frá árinu áöur, úr 6919 tonn- um I 8533. Á flestum veiöisvæö- um á grunnslóö eru horfur tald- ar heldur góöar, þó er öxar- fjöröur talinn mjög óráðinn og er lagt til aö dregið veröi veru- iega úr veiöi þar aö sinni, meö- an ekki er séö hvaö olli skvndi- legum aflabresti þar á siöasta ári. Tillögur um hámarksafla: Arnarfjörður 600 tonn, Isafjarö- ardjúp 2600 tonn, Húnaflói 2000 tonn og hugsanlegt aö auka þaö i 2200 tonn, öxarfjöröur 500 tonn á vertiöinni ’79/80, en ekki er timabært aö gera tillögur um næstu vertiö, Berufjorður 60 tonn. Ekki eru geröar tillögur um aflahámark á djúpslóö Smokkfiskur Smokkfiskurinn er flökku- skepna, sem kom upp aö land- inu i haust eftir 14 ára fjarveru. Þá veiddust 375 tonn, mest á handfæri á Vestfjörðum. en til- raunir til veiöi I flotvörpu báru litinn árangur. Litiö er vitaö um stofnstærö- ina, en taliö sjálfsagt aö nýta smokkfiskinn þegar færi gefst. Hvalur Ariö 1979 veiddust 260 lang- reyöar, 84 sandreyöar, 96 búr- hvalir og 202 hrefnur. Hámarksafli hvala er ákveö- inn af Alþjóölega hvalveiöiráö- inu, en eins og menn hafa orðiö varir viö eru mjög skiptar skoö- anir um hvalveiöar i heiminum. Selur Sama gildir um selinn og hvalinn aö sitt sýnist hverjum um veiöarnar. Sumir segja, aö veruleg offjölgun sela sé sums staöar viö landiö, hann veiöi of mikinn fisk frá okkur. Selaveiöin var meö minna móti I fyrra, veiddir voru 4978 selir. Ekki eru geröar tillögur um takmarkanir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.