Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 27.05.1980, Blaðsíða 24
VtSIR Þriöjudagur 27. mai 1980 Umsjón: Magdalena Schram : Frá : úl- löndum j 1 1 1 1 8 I 1 1 1 i I i 1 I 1 •1 I I i I ii New York Broadway leikárinu er lokið og kandidatar Tony- verðiaunanna svonefndu útnefndir, en verölaunun- um verður úthlutað I júni. Mörg þeirra leikrita, sem svnd voru i vetur verða sýnd áfram i haust og þvi ekki úr vegi að islenskir leikhúsunnendur á leið til Ameriku kynnu aö hafa áhuga. Tiinefningu fyrir verölaun sem besta leikrit ársins: Bent eftir Martin Sherman, Children of a Lesser God eftir Mark Me- doff, Home eftir Sam-Art Williams og Talley’s Folly eftir Lanford Wilson. Besti músikall ársins: A Day in Hollywood/ A Night in Ukraine, Barnum, Evita og Sugar babies. Þessar tilnefningar þykja stinga nokkuð i stúf við undirtektir blaða- og timaritagagnrýnenda og samræmast meir en veriö hefur vinsældum stykkj- anna. T.d. var söngleiknum Evita hræöilega tekið af gagnrýnendum en hefur slegið öll met i aðsókn. Söngleikurinn hefur fengið 11 tiinefningar til Tony- verölaunanna, fyrir besta söng, sviðsmynd o.s.frv. Kaupmannahöfn Ghita Nörby slær i gegn i nýju dönsku leikriti, ,,Til Fædra" sem verið er að sýna i Konglega leikhúsinu. Leikritið er eftir Per Plov Enquist og leikstjóri er Lone Bastholm. Leikritinu sjálfu hefur ekki verið mjög vel tekiö og gagnrýn- andi norska blaösind Dag- bladet, sem kom sérstak- lega til Hafnar tii að skoða sýninguna segir m.a. að henni sé haldiö uppi af Ghitu og góðri leikstjórn. ,,Þvi ekki skrifa leikrit um konu samtimans, fyrst hann ku vera skapari henn- ar, bæði sem manneskju og kynveru? Því skrifa leikrit um þessa Fedru, goðsögu, sem á sér hvorki stund né stað.” I 1 8 1 i 8 1 1 I London Sérstakt Turner-listasafn er nú i undirbúningi i Lon- don i tengslum við Tate safniö. Það verður til húsa I gömlum her-spitala nálægt Tate og mun bera nafnið The Clore Gallery. Það opnar væntanlega árið 1984 svo langt er enn að biða fyrir Turner aðdáendur á leið til London. Safnið mun hýsa um 300 oliumyndir og 19.000 vatns- litamyndir. Um þessar mundir er aö koma út i Englandi fyrsta bókin I sér- stökum hókaflokki um Turner, „Turner Studies”, en hann er eini breski málarinn, sem er heiörað- ur meö útgáfu sérstaks bókaflokks.... ....Rudolf Nureyev er aðalstjarnan á balietthátið sem haldin verður I London dagana 10. júni til 5. júli. Hann dansar i Romeó og Júliu með Londonar- ballettinum og með Zurich- baliettinum i Don Quixote og Homage to Balan- chine”. 8 8 8 8 8 8 8 8 8 1 1 8 8 1 8 8 8 8 8 8 8 8 8 1 8 8 8 8 1 8 8 8 8 8 8 Hljómar, eins og þeir voru i „dentid”. HLJÚMAR í ANNAÐ KLÚBBNUM KVÖLD Þekktasta hljómsveit allra tima á Islandi, kemur fram i Klúbbnum annaö kvöld á SATT- kvöidi. Auk þeirra kemur Bubbi Morthens og Utangarðsmenn og flytja lög af plötu sem er rétt I þann mund að koma á markað- inn. Og Jazztrió Guömundar Ingólfssonar spilar á miöhæðinni. Þetta er 6. SATT-kvöldið og gefst gestum kostur á að gerast meðlimir i plötuklúbbnum, sem hefur'þáð að markmiði að stuðla aö þróun Islenskrar dægurtónlist- ar. 1 I I i + i 8 8 1 i I ■ usia- : hátíða- punkiar Miðasala er i fullum gangi I Gimli viö Lækjargötu og er opið daglega frá kl. 14.00- 19.30. Upplýsingar I sima 28088. 1 1 I 8 8 8 8 8 8 8 B 8 8 8 8 I 1 8 i 8 1 8 Clash. Ragnheiður Jónsdóttir grafiklistakona hefur gert sex myndir sérstaklega fyrir Listahátfð að ósk Listahátiðarnefndar. Myndröðin ber heitið „Ég er...” og veröur sýnd i and- dyri Háskólabiós, á Kjar- valsstöðum og á þriðja stað, sem enn hefur ekki veriö ákveðinn. Myndirnar verða til söiu. Gestir tslenska dans flokksins á iistdanssýning- unni i þjóðleikhúsinu 16. júni verða þær Maria Gisladóttir, sem hefur get- iö sér góðan orðstir i Berlin og Sveinbjörg Aiexanders- dóttir. Þær koma báðar með dansherra með sér. Fulltrúaráö Listahátiðar hefur ákveðið að kvik- myndahátiðin verði árleg- ur viðburöur. i s I 1 _ Thor Vilhjálmsson um H popp: „Viö erum aö reyna við Clash. Þeir eru al- fremsta hljómsveitin núna, alveg á við það sem Rolling Stones voru á sinum tima.” RThor fór sérstaklega i Fjaiaköttinn i siðustu viku til að sjá biómynd með g 8 8 8 Gleymið ekki „Lista- klúbbnum” i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Þar er hægt aö fá sér vin- glas, stefnt er að aö hafa „frábæran” mat á boöstól- um og gestir Listahátiðar veröa með i hugguleg- ? heitunum. Uppákomur á hverju kvöldi. _ 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 I Buiiandi fjör Heiti: Meira salt Höfundur: Gylfi Ægisson Flytjendur: Áhöfnin á Halastjörnunni Útgefandi: Geimsteinn Gylfa Ægisson þarf tæplega aö kynna fyrir lesendum, hann hefur sent frá sér þrjár sólóplötur með mörgum vinsælum „óskalagalög- um” sem frivaktarguttar hafa veriö iðnir við að koma gegnum lélegar græjur gamla gufuradiós- ins. Sjór og sjómennska eru jú hans ær og kýr. Gylfi er náttúrubarn I tónlist, fljúgandi lagmæltur (melódisk- ur) og einlægur I sinni fábrotnu textagerð. Yfir tónlist hans svifur þvl andi léttleikans sem aöeins hefur þaö eitt hlutverk að kæta geð og létta lund. Oft hefur Gylfa tekist þetta I gegnum árin,en þó hefur sá hængur einatt verið á, aö söngnum hefur verið áfátt, þar sem höfundurinn hefur ekki feng- iö sérlega yndisfagra rödd I vöggugjöf. Söngurinn gerði þó á sinn hátt lögin persónulegri en það dugði þó tæpast til aö útkom- an yröi I plús. Með þessari plötu er stærsta gallanum, söngnum, kippt i liö- inn. Kunnir söngvarar úr ólgusjó og hafróti poppsins hafa verið fengnir til liðs, Rúnar Júliusson, Ari Jónsson, Viðar Jónsson, Engilbert Jensen aö ógleymdri Maríu Helenu, sem þó tekst illa upp að þessu sinni. Gaman er á hinn bóginn aö heyra á ný i Ara Ekki réttur söngstjóri 1 frétt i blaöinu á miövikudag- inn 21. mal var sagt frá hljóm- plötu Gigjunnar á Akureyri. Var sagt að söngstjóri söng- sveitarinnar væri Guðrún Kristinsdóttir. Þetta er að sjálfsögöu ekki rétt, Guðrún annaðist undirleik á pianó en söngstjóri Gigjunnar er Jakob Tryggvason. Eru þau Guðrún, Tryggvi og allir aðstandendur beðnir velviröingar á þessum mistökum. Ms tónlist Gunnar Salvarsson skrifar Jónssyni, þeim fina söngvara sem alltof sjaldan fær að spreyta sig. Hann hefur aö visu breytt talsvert um söngstll frá þvi hann tryllti i gegnum rokkiö á sinum tima, en röddin er fin sem fyrr. 011 lög plötunnar eru samin eft- ir að Gylfi sagöi fullkomlega skil- iö við Bakkus. Ég held allir ættu að geta tekiö undir það með mér aö jafnbetri lög hafa enn ekki komið frá Gylfa. Platan iöar af fjöri og friskleika og er öllum sem að henni standa til mikils sóma. Þaö er auk þess sérstakt gleðiefni að Geimsteinsútgáfunni skuli nú hafa tekist að gefa út vinsæla plötu, þær hafa ekki veriö svo margar á þeim buxunum á bæn- um þeim. — Gsal Nýtt lag frá Skúla Halldórs Skagfirska söngsveitin frumflytur lag eftir Skúla Halldórsson á árlegum vor- söngleikum sinum, sem verða I Austurbæjarbiói annaö kvöld. Lag Skúla er viö ljóð eftir Þuriði Kristjánsdóttur og hafa þau tileinkað söngsveit- inni þetta lag og ljóö sérstak- lega. A efnisskránni eru auk þess lög eftir Sigfús Halldórs- son, Pál Isólfsson, Schubert, Strauss o.fl. Stjórnandi kórs- ins er Snæbjörg Snæbjarnar- dóttir og ólafur Vignir Al- bertsson leikur undir. For- maður Skagfirsku söng- sveitarinnarer Rögnvaldur H. Haraldsson. Söngsveitin heldur norður til Skagafjarðar um mánaða- mótin og heldur þar þrenna tónleika, á Hofsósi 30. mai, á Sauöárkróki 31. mal og aö Miðgaröi aö kvöldi 31. mai og veröur haldinn dansleikur þar á eftir. Söngsveitin er aö vinna að útgáfu hljómplötu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.