Vísir - 28.05.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 28.05.1980, Blaðsíða 7
mörk gegn Nikunum Og Vaismenn bættu briðja sigri sinum i safnið með uví að sigra 3:2 í Laugardalnum „Jú, þaö er mjög gaman að vera kominn í þetta aftur, þvi er ekki að neita, og sástu hvernig veðurguðirnir tóku á móti mér? Þeir steinþögnuðu bara alveg, blessaðir” sagði Valsmaðurinn Hermann Gunnarsson, sem kom inná sem varamaöur i leik Vals og Breiðabliks i 1. deildinni i STAÐAN Staðan i 1. deild tslandsmótsins I knattspyrnu er nú þessi: Valur-Breiðablik............3:2 Valur..............3 3 0 0 10:2 6 Fram..............3 3 0 0 4:0 6 Akranes...........3 2 0 1 3:3 4 Keflavik .........3 111 3:3 3 Breiðablik .......2 101 4:42 Þróttur...........3 102 1:2 2 KR ...............3 10 2 1:4 2 Vikingur.........20 11 1:2 1 ÍBV..............2 0 0 2 1:3 0 FH....................2 0 1:6 0 Markhæstu leikmenn: Matthias Hallgrimsson Val.....6 Ólafur Danivalsson Vai........2 Pétur Ormslev Fram............2 Siguröur Grétarssson Breiðabl.. 2 Ingólfur ingóifsson Breiðabl .... 2 Næsti leikur: Víkingur og FH leika á Laugar- daisvelli ki. 20 I kvöld. knattspyrnu i gærkvöldi. Her- mann kom inná rétt upp úr miðjum siðari hálfleik, og veðrið sem fram að þvl hafði verið kol- vitlaust, hávaðarok og kuldi, féll skyndilega I dúnalogn. Valsmenn fögnuðu sinum þriðja sigri I röð i jafnmörgum leikjum i mótinu i gærkvöldi. Þeir unnu 3:2 sigur á Blikunum i allt aðþvi„tviskiptum” leik, lengst af voru veðurguðirnir I aðalhlut- verki, en þegar lygndi, færðist mikið fjör I leikinn og allir hresstust við. Veðrið lengst af var þannig, að varla var boðlegt, hvorki fyrir leikmenn eða áhorfendur að bjóða upp á knattspyrnuleik. Vindurinn stóð þvert á völlinn og framan af voru Blikarnir mun hressari. Þeir voru mun ákveðnari á boltann og það voru lika þeir, sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Það kom á 23. minútu og var það Ingólfur Ingólfsson.sem skor- aði það af stuttu færi eftir að Sigurður Haraldsson, mark- vörður Vals, hafði misst fast skot Hákonar Gunnarssonar frá sér. Við markið hresstust Valsmenn mjög, og þeir voru búnir að jafna metin og komast yfir fyrir leik- hlé. Þeir jöfnuöu á 32. minútu og var það mikið slysamark fyrir Blik- ana. Benedikt Guömundsson hitti boltann illa, þegar hann ætlaði að gefa hann fram völlinn og vindur- inn tók boltann og bar hann til Matthiasar Hallgrimssonar, sem var á „dóli” fyrir innan varnar- menn Blikanna. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Matthias, sem renndi boltanum af öryggi framhjá Guðmundi Asgeirssyni markmanni. Annað marks Valsmanna kom á 39. minútu og nú var það Magnús Bergs, sem var á ferðinni með þrumuskot af stuttu færi eftir sendingu Guðmundar Þorbjörns- sonar, Magnús „pinnhitti” bolt- ann viðstööulaust og skotið var óverjandi I bláhornið. Valsmenn juku svo forskot sitt i 3:1 á 64. minútu. Þorsteinn Sigurðsson átti langa sendingu fyrir markiö út I vitateigshornið hinum megin. Þar tók Albert Guömundsson við boltanum og gaf hann fast til baka með jörð- inni, og á markteignum kom Matthias aö og „klippti” boltann laglega i markið, hans 6. mark i mótinu og har.n er langmarka- hæstur. Nú færðist mikið fjör I leikinn. Albert Guömundsson hitti ekki boltann i dauðafæri á markteig, og lokakaflann tóku Blikarnir völlinn. Þeir splundruðu vörn Vals hvað eftir annaö, Grimur Sæmundsen bjargaði þrumu- skalla Einar Þórhallssonar og Hætta við mark Breiðabliks og að sjálfsögðu er Matthias mættur til að kljást við varnarmennina.Einar Þórhallsson og Benedikt Guðmundsson, sem eru til varnar, ásamt Guömundi Asgeirssyni markverði. Visismynd Gunnar Matlhías með Magnús Bergs bjargaði á linu á 85. mlnútu. Boltinn hrökk út i teiginn og i þvögu; þar var dæmt vitaspyrna á Valsmenn, sem Sigurður Grétarsson skoraði úr efst I markhornið. Blikarnir sýndu I þessum leik mjög góða kafla, og er framlina þeirra einhver sú hressasta hér- lendis, ákaflega fijótir leikmenn þeir Siguröur Grétarsson og Helgi Bentsson, sem ásamt Ingólfi Ingólfssyni eru hverri vörn hættulegir. Af öðrum Blikum, sem áttu góðan leik að þessu sinni má nefna Einar Þórhallsson og Þór Hreiðarsson, sem barðist vel á miöjunni. Valsmenn hrósa nú óskabyrjun i mótinu, og er greinilegt að þeir verða i toppbaráttunni. Þeir höföu heppnina meö sér i gær, þvi að sannast sagna hefði jafntefli veriö sanngjörn úrslit. En það breytir ekki þvi, að á köflum virkar Valsliöið ákaflega sterkt með jafnt liö. Þeirra bestu menn i gær voru Dýri Guömundsson, sem lék nú aftur með eftir meiðsli, Magnús Bergs og Matthías, sem skapar ávallt hættu við mark andstæöinganna, ef aö honum er litið augnablik. Dómari i gær var Guömundur Sigurbjörnsson og skilaði sinu hlutverki vel. gk—. Asgeir Sigurvinsson meiddist i ieik Standard I gærkvöidi og óvist er, hvort hann kemst heim i landsleikinn um næstu helgi. „Þetta fór ekki nógu vel. Við sóttum og sóttum allan leikinn en þeir fengu tvö tækifæri og tókst að skora úr ööru”, sagði Asgeir Sig- urvinsson er við ræddum við hann I gærkvöldi og leituðum frétta af undanúrslitaleik Standard Liege og Beveren i belgisku bikar- keppninni. Beveren sigraði 1:0 og leikur þvi til úrslita gegn Waters- hei. „Ég fékk slæmt spark i fótinn i siðari hálfleik og varð að fara út- af. Ég var að fara framhjá einum varnarmann þegar hann slæmdi fætinum I mig og ég er allur stokkbólginn. Það er þvi óvist hvort ég kemst i leikinn heima tvð gegn Wales en ég er allur af vilja gerður ef ég mögulega get þaö”, sagði Asgeir. Að sögn Asgeirs léku leikmenn Beveren þennan leik skynsam- lega. Þeir pökkuöu I vörnina og leituðu eftir skyndisóknum. Ann- ars fékk Standard góð færi til að skora en þá var við belgiska landsliðsmarkvörðinn hjá Bever- en að eiga og hann bjargaði liði sinu vel I gærkvöldi. Asgeir kvaðst vera ánægður með keppnistimabiliö i heild hjá Standard þótt liöið hefði ekki unn- ið sigur i deild eða bikar. „Við vorum langbesta liöiö siðari hluta keppnistimabilsins og maður verður bara aö vona að þetta komi næsta vetur hjá okkur”, sagði hann. gk—• STANDARD TAPAÐI - ASGEIR MEIDDIST úvfst hvorl hann getur leiklð landsieikinn gegn waies hér heima um næslu heigi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.