Vísir - 28.05.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 28.05.1980, Blaðsíða 9
vism Miðvikudagur 28. mai 1980. 9 Gunnar Thoroddsen hefur haft i mörg horn að líta. Þór Vilhjálmsson: Heildar- endurskoðun eftir 35 ár. Gunnar G. Schram vinnur að söfnun gagna. Steingrimur Hermannsson: Framsóknarflokknum liggur ekki á. Matthias Bjarnason er hættur að taka laun. HVENÆR VERBUR STJORNAR- SKRAIN ENDURSKOÐUB? Fyrir riimum tveimur árum eöa nánar tiltekið hinn 6. mai 1978 var á Alþingi samþykkt eftirfarandi þingsályktun: „Alþingi ályktar aö þar sem 6 ár eru liöin siðan stjórnarskrár- nefnd var kosin, og þaö er lengri tlmi en venjulegur kjörtimi þingkjörinna nefnda og ráða, skuli að loknum kosningum til Alþingis tilnefna að nýju 9 menn I stjórnarskrárnefnd af hálfu þeirra stjórnmálaflokka, sem fulltrUa eiga á nýkjörnu Alþingi, og I hlutfalli viö þingmannatölu þeirra. Skal hin nýja nefnd skila innan tveggja ára álitsgerð og tilhögun um endurskoðun stjórnarskrárinnar og taka sér- staklega til meðferöar kjör- dæmaskipun, kosningaákvæði stjórnskipunarlaga, skipulag og starfshætti Alþingis og kosn- ingalög”. Tilnefningar þingflokkanna I nefndina fóru fram haustið 1978 og I byrjun árs 1979 hófust nefndarstörf. Fundir voru haldnir reglulega undir stjórn dr. Gunnars Thoroddsen, sem var kjörinn formaöur nefndar- innar. Dr. Gunnar G. Schram prófessor hefur starfað með nefndinni og hafa þeir nafnarn- ir, sem báðir eru sérfræðingar I stjórnskipunarrétti, aflaö vlða fanga fyrir nefndina. Dregst heildarendur- skoðun i 35 ár L Um það leyti, sem nefndin hóf störf, urðu talsveröar umræður um stjórnarskrármálefni og þá einkum starfssvið nefndarinn- ar. í Utvarpserindi, sem Þór Vilhjálmsson flutti 29. aprll 1979 og birst hefur I tlmariti lögfræö- inga (4. tbl. 1979), gerði hann grein fyrir þvi, um hvað ætti að fjalla I stjórnarskránni. Um störf niiverandi stjórnarskrár- nefndar segir Þór: „Nefndinni er þvl fyrst og fremst ætlaö að sinna kjör- dæmamálinu og reglunum um kosningar til Alþingis, og var það Itrekað af formanni nefnd- arinnar, dr. Gunnari Thorodd- sen, I biaðaviðtali nýlega. I við- talinu kom einnig fram, að gerð hefur verið verkefnaskrá, þar sem nefnd eru um 30 atriöi, sem talið er, að sérstaklega þurfi að fjalla um. Ekki var þess getið, hver þessi 30 atriöi væru, en vafalltið eru þar á meðal álita- efni um valdsviö forsetans og varaforsetaembætti, fjárlög, dómstóla, þjóðaratkvæða- greiðslur, mannréttindi og fyr- irkomulag stjórnarskrárbreyt- inga. Aðalatriðið er þó kjör- dæmaskipunin og Alþingi sem fyrr segir. Nefndinni er ætlaður fremur stuttur tlmi til verka, og óneitanlega er hætta á, að ekki verði um eiginlega heildar- endurskoðun stjórnarskrárinn- ar aö ræða heldur tillögugerð um Alþingiskosningar og Al- þingisstörf. Nú eru brátt 35 ár frá lýðveldisstofnuninni. Þá og siðan hefur verið rætt um nauð- syn þess að endurskoða stjórn- arskrána. Ahugi hefur verið nokkur en ekki nægur til að þvi verki yrði lokiö. Breytingar voru geröar á ákvæðunum um kjördæmaskipan 1959 og kosn- ingaaldur var lækkaður I 20 ár 1968. Nú á að leggja áherslu á verkefni á sama sviði. Til þess liggja skiljanlegar pólitlskar á- stæður, og enginn neitar þvl, að verkefnin, sem sérstaklega eru talin I þingsályktuninni frá 6. mal á fyrra ári, eru mikilvæg. Hins vegar er þvf miður ástæða til að óttast, að það dragist I önnur 35 ár eða lengur að skoða stjórnarskrána I heild og breyta henni i grundvallaratriðum ef það verður þá ekki gert einmitt nú”. (Auðkennt Fr.S.) Friörik Sophusson, al- þingismaður fjallar hér um endurskoðun stjórnarskrárinnar og starf st jórnarskrá r- nefndar og segist vonast til að eitthvað fréttist af málinu á næstunni. Af gefnu tilefni skal tekið fram, að þessi grein hefur vegna þrengsla í blaðinu beðið birtingar ásamt öðru efni frá því í síðustu viku. Bjartsýni i stjórnarsáttmála Starf nefndarinnar taföist að sjálfsögðu vegna kosninganna. Að þeim loknum var hins vegar ekki annaö á nefndarmönnum að heyra en aö þeir hygöust halda ótrauðir áfram. Gert var ráö fyrir einhvers konar á- fangaskýrslu til þingflokka I vor, en ekkert hefur bólaö á henni, enda hefur formaöur haft ýmsum öðrum hnöppum að hneppa. 1 stjórnarsáttmálanum gaf þó að llta yfirlýsingu fulla af bjartsýni. Þar segir orörétt I kaflanum um Stjórnarskrá: „Stjórnarskrárnefndin, sem vinnur að endurskoðun stjórn- arskrárinnar, ljúki störfum fyrir árslok 1980, þannig aö Al- þingi hafi nægan tima til þess að ljúka afgreiðslu stjórnarskrár- og kjördæmamálsins fyrir lok kjörtlmabilsins”. I stjórnarsáttmálanum er sem sé enn á ný Itrekað, að stjórnarskrárnefndinni sé ætlað að ljúka endurskoöunarstarfi sinu fyrir árslok. Syrtir i álinn Nýlega hefur tvennt komið fram sem vissulega skyggir á bjartsýni manna varðandi endurskoðun stjórnarskrárinn- ar. Annað er yfirlýsing Matthlasar Bjarnasonar þess efnis að hann sé hættur að taka á móti þóknun fyrir nefndar- störfin og hitt er ályktun mið- stjórnarfundar Framsóknar- flokksins, en hann var haldinn fyrir skömmu. Akvöröun Matthlasar Bjarna- sonar um að taka ekki lengur við 60 þús. króna mánaðarlegri þóknun fyrir nefndarstörf I stjðrnarskrárnefnd, byggist á þvl, að fundir hafi verið afar strjálir I seinni tlö. Þá gefur ályktun Framsóknarflokksins sterklega I skyn, að á þeim bæ þyki ekkert tiltökumál þótt endurskoöunin taki lengri tlma en til hausts. Orðrétt er ályktun miðstjómarfundarins á þessa leið: „Framsóknarflokkurinn telur tlmabært aö breyta kosninga- lögum og kjördæmaskipan með tilliti til þeirrar byggðaröskun- ar, sem orðið hefur frá setningu laganna fyrir rúmum 20 árum. Hins vegar telur flokkurinn að ný kjördæmaskipan, endur- skoöun á stjórnsýslukerfinu og starfsháttum Alþingis séu svo nátengd mál, að þau þurfi að leysa öll I senn, þar sem gætt verði eðlilegra áhrifa hvers ein- staklings, sem og áhrifa hverr- ar byggðar og hverrar stjórn- sýslueiningar á stjórnmálaá- kvaröanir. Stefnt verði að þvl að ljúka þeirri endurskoðun á kjör- tlmabilinu”. 1 þessari ályktun er hvergi minnst á stjórnarskrárnefnd né heldur á það, að endurskoðun eigi að liggja fyrir á þessu ári. Þvert á móti er gert ráð fyrir að endurskoðunin sé svo viðamikil að hún taki allt kjörtfmabiliö. Eini ljósi punkturinn I ályktun framsóknarmanna er þvl viður- kenningin á þvl, aö byggðarösk- un slðustu 20 ára geri kjör- dæmabreytingar tlmabærar. Yfir þvl ber að gleðjast. Bráðum má búast við fréttum Þegar öllu er á botninn hvolft, kemur I ljós, að stjórnin hefur sett sér það takmark, að stjórn- arskrárnefnd ljúki störfum á þessu ári. Formaöur nefndar- innar hefur haft I mörg horn ab lita og lltill tlmi hefur þvl gefist til nefndarstarfa. Starfsmaður nefndarinnar hefur safnað gögnum, en nefndin hefur samt ekki skilaö áfangaskýrslu. Einn nefndarmanna er hættur að taka laun fyrir vinnu, sem hann telur sig ekki skila. Stærsti aðili stjórnarsamstarfsins viröist hafa gleymt tilvist nefndarinn- ar, og telur að endurskoðunin taki þrjú ár. Og hæstaréttar- dómari, fyrrverandi stjórnlaga- prófessor, talar um 35 ár! — Ef til vill fréttist eitthvað af málinu á næstunni frá ábyrg- um aöilum, þvl að a.m.k. Reyk- vlkingar og Reyknesingar biöa með óþreyju eftir réttarbótum I kjördæmamálinu. Kaupmannasamtdk íslands um „lokunar- tímamáliö”: „Skoðanir sjálfskipaöra postula ekki marktækar” Kaupmannasamtök Islands hafa óskað eftir að koma á framfæri hér I VIsi sjö atriðum, sem þau telja ástæðu til að taka fram vegna leiðara i blaðinu á fimmtudaginn var, þar sem fjallað var um opnunartlma verslana I Reykjavik: 1. Kaupmannasamtök lslands telja skoðanir sjálfskipaðra postula neytenda I opnunar- timamálinu, (sem eins má kalla lokunartimamál) eins og leiðarahöfund dagblaðsins VIsis, Markús Orn Antonsson ritstjóra Frjálsrar verzlunar og Björgvin Guðmundsson starfs- mann ýmissa opinberra stofn- anna, ekki marktækar sem skoðanir neytenda almennt. 2. Kaupmannasamtök Islands benda á að lokunartímamáliö er stórmál sem tekur til vinnutíma fjölmennustu launþegasamtaka landsins og er þvi öfugmæli að leggja til að vinnutlmi þessarar stéttar sé lengdur þegar Al- þýðusamband Islands leggur fram kröfur um styttingu vinnu- tlma allra launþega I landinu. 3. Verði afgreiöslutimi verzl- ana lengdur veröur ekki hjá þvi komist að vöruverð hækki til muna vegna helmingi dýrari þjónustutima. 4. Kaupmannasamtök Islands harma afstöðu verzlunarráðs Islands til þessa máls, þótt Verzlunarráöið hafi sem sllkt ekkert með málið að gera. Verzlunarráð Islands hefur hinsvegar með að gera af- greiðslutlma ýmissa stofnana, sem eru innan vébanda þess, svo sem bankana, og blæs þar nú úr annari átt. 5. Engar tillögur, samþykktir eða ályktanir hafa borist Kaup- mannasamtökum Islands frá raunverulegum fulltrúum neyt- enda um breytingu á núverandi fyrirkomulagi opnunartlma verzlana. 6. Kaupmannasamtök tslands ætlast til þess aö reglugerð þeirri, sem I gildi er um opn- unartima verzlana, sé fram- fylgt og harmar aö dagblaðið Visir skuli I leiöara ganga fram fyrir skjöldu og leggja blessun slna yfir brot á reglugerðinni. 7. Verzlanir þær sem leggja fyrir sig afbrigðilega verzlunar- hætti á jaðarsvæðum Reykja- vlkur, byggja afkomu slna á lokun verzlana I Reykjavlk, en alls ekki I verzlun I sinni heima- byggð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.