Vísir - 28.05.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 28.05.1980, Blaðsíða 14
VISIR Miðvikudagur 28. mai 1980. 14 „Júgöslavfa er yndlslegt land” Þá er blessaB voriö komið og margur landinn hugsar sér til hreyfings i sólina erlendis. Ég ereinn af þeim, sem alltaf reyni að drýgja svolitið sólina hér heima meö svona einni sólar- landaferð á ári, ef ég get. Það er svo notalegt að vera i sólinni og ylnum. Ástæöan fyrir þvi að ég skrifa þessar linur er sú, að i fyrra komst ég til Júgóslaviu i fyrsta sinn. Ég verð að segja alveg eins og er, að þaö kom mér þægilega á óvænt, hversu yndis- legt land Júgóslavia er. Fyrirgreiösla feröaskrifstof- unnar var lika til sérstakrar fyrirmyndar en viö fórum með titsýn. Timaáætlanir allar eins og eftir klukku og fararstjórnin úti alveg einstök. Júgóslavarnir eru sérstak- lega skemmtilegt fólk, hlýir og liflegir og virðast tslendingar vera i miklu uppáhaldi hjá þeim. Næturklúbburin á hótelinu, sem við bjuggum á, Grand Hótel Metropol, var hreinlega með þeim betri sem ég hef komið á. Þarna eru lika alls- konar heilsuræktunaraðstaða fyrir hendi nudd, gufuböð og leirböð. Staöurinn sannköllð heilsulind. Þaö kom okkur sannarlega mjög á óvart að finna svona góöan stað og skemmtilegt fólk i Austur-Evrópu. Verölag var lika allt i hófi og þó viö værum á báðum áttum með þessa ferð i upphafi, þá hikum við ekki að aöra landa okkar að sýna gest- risni þessa ágæta fólks og ls- fara til þessa yndislega lands aftur. Jafnfram hvetjum viö landsvinum þann sóma, sem þvi ber. Sólkeri. Matsalurinn i Grand Hotel Metropol, sem bréfritari hrósar á hvert reipi. .Megum ekki láta hina ytri töfra Vigdlsar blinda okkur fyrir hinum aunverulegu hæfileikum hennar”. Rofar lii í myrkrl fordómanna? Er ekki furöulegt hversu fordómar viröast geta ráðið miklu um viðhorf manna til forsetaframbjóöenda? Slikir fordómar eru greyptir i hugi ýmissa kjósenda, hversu óskiljanlegt sem þaö nú kann að viröast á okkar dögum. Mig hefur rekið i rogastans þegar ég hef heyrt þvi haldiö fram manna á meðal, aö forsetinn eigi helst aö vera áferðarfalleg karlvera meö húsfreyju sér við hliö (sitjandi). Þessir kjósendur hafa augsýnilega i huga ákveðna forpokaða „formúlu” sem forsteinn skal falla inn i. Er ekki löngu kominn timi til þess að þetta fólk hristi af sér slikan miöaldahugsunarhátt og geri sér grein fyrir þvi aö við lifum á 20stu öld? I fyrsta sinn i sögu landsins býðurkona sig fram til komandi forsetakjörs og fáum viö öll, konur sem karlar, tækifæri til ^^þess aö sýna i verki að loks rofi til I myrkri fordómanna. Til dæmis má nefna aö hér á Alþingi eru aöeins 5% alþingismanna konur, borið saman við yfir 15% á hinum Norðurlöndunum. En þetta væri samt sem áöur auövitaö ekki næg ástæöa til þess aö greiða Vigdisi Finn- bogadóttur atkvæði, væri hún ekki búin öllum þeim mann- kostum sem forseta megi prýða. Vissulega á ekki aö greiða henni atkvæöi bara af þvi að hún er kona en látum hana heldur ekki gjalda þess. Við megum ekki láta hina ytri töfra Vigdisar blinda okkur fyrir hinum raun- verulegu hæfileikum hennar sem ótvirætt hafa birst alþjóö i öllum hennar verkum. Veitum Vigdisi verðugt brautargengi! Veljum Vigdisi 29. júi! Sigriður H. Jónsdóttir, Hlyngerði 8. Knattspyrnuáhugamaður fer fram á það við iþróttafréttaritara VIsis að þeir velji ,,liö vikunnar” I Islensku knattspyrnunni I sumar.^j Vill keppnl um líö vikunnar Selfyssingur skrifar: margir aðrir hafa það lika. „Mig langar tilaö koma þeirri Engin skýring hefur komið ósk á framfæri við yfirmenn fram á þvi af hverju keppnin VIsis um að láta fara fram var ekki I fyrra, en hún var keppni um „liö vikunnar” i siðast sumarið 1978. Ég vona að sumar. Sjálfur hef ég mikinn þiö Visismenn verðiö viö þessari áhuga á slíkri keppni og veit að bón minni.” sandkorn Thor ogpunkíð Listahátið hefst með pompi og prakt I Reykjavik um næstu helgi og verður margt að sjá og heyra á þessari hátið. Eitt- hvað hefur þaö bögglast fyrir brjóstinu á forsvarsmönnum Listahátíðar að útvega erlend- ar poppstjörnur til aö koma hér við, en áfram mun vera reynt. t Alþýðublaðinu var greint frá þessu atriöi I frá- sögn af blaðamannafundi sem framkvæmdastjórn Listahá- tíðar hélt: „Hvað varðar popptónlist, og þá sem kunna að hafa smekk fyrir slikt, þá er það af þeim málum að segja, að enn standa yfir samningar viö bresku hljómsveitina Clash, en ekkert er enn ákveðið um þaö. Thor Vilhjálmsson, sem situr I stjórn Listahátiöar, hefur þaö eftir áreiöanlegum heimiidum, að þetta sé topp- hljómsveitin I Bretlandi i dag, uppfull meö féiagsiegan boð- skap og guö veit hvaö. Hann er lika sá eini stjórnarmeðlima sem hefur séð hljómsveitina, en þaö geröi hann þegar hann fór að sjá kvikmynd sem heitir „Punk in London”. Hann sagði að hljómsveitin væri auðsjáanlega góð”. Lelkur í Snorra Mikill fjöldi leikara mun koma fram i kvikmyndinni um Snorra Sturluson sem sjón- varpiö vinnur nú að. Er þar um að ræða bæði þekkta leik- ara og svo aðra sem þarna stiga sin fyrstu skref á þessari listabraut. Meðal þeirra sem hafa hlut- verk I Snorra en eru þekktir fyrir annað en kvikmyndaieik er Þór Vigfússon borgarfull- trúi fyrrverandi. Þór er maður hár vexti meö mikiö ai- skegg og þarf vist ekki að eyða miklum tima I gervi á mann- inn. Dýrl fyrir vestan Rafmagnsnotendur á Vest- fjörðum kvarta hástöfum undan háum rafmagnsrelkn- ingum og vilja stundum kenna Orkubúi Vestfjarða um þetta háa rafmagnsverð. Alla vega herma fregnir að þeir tali jafnan um Okurbú Vestfjarða þegar Orkubúiö beri á góma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.