Vísir - 28.05.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 28.05.1980, Blaðsíða 22
VISIR Miövikudagur 28. mai 1980. 22 ■1 Flugbjörgunarsveitin lét flytja flugvélarflak aö Hiiöardalsskóla og á þessari mynd sést þar sem björgun úr brennandi flakinu er æfö. Vlsismyndir Agúst Björnsson FLUG8JÖRGUNARSVEITIN MEÐ JEFIHGAR í TILEFNI AF 30 ÁRA AFMÆLI SÍNU: Þaö var mikið um að vera við Hliðardalsskóla nú um helgina en þar hélt Flugbjörgunarsveit- in i Reykjavik upp á 30 ára af- mæli sitt. Voru þar saman- komnir um 400 meðlimir i Flug- björgunarsveitinni, hjálpar- sveitum skáta og deildum Slysavarnafélagsins og sýndu þeir hinar margvislegustu björgunaræfingar þar á staðn- um. Æfingarþessar i tilefni af áf- mæli Flugbjörgunarsveitar- innar stóðu yfir frá laugardegi og fram á mánudag. Var þar m.a. sýnd björgun með fluglinu, köfun, björgunarklif þar sem maður i sjúkrabörum var látinn siga niður klettabelti og leit i torfæru landi á vélhjólum en það mun vera nýjung hér á landi. Flugbjörgunarsveitin hafði látið flytja flugvélarflak frá Reykjavik og austur aö Hliöar- dalsskóla og var sýnd björgun úr brennandi flakinu einn dag- inn en annan dag var það flutt að Höskuldarvöllum sunnan Straumsvikur, þar sem tveir menn voru látnir dvelja i þvi uns björgunarsveitarmenn höfðu fundið flakið og gátu bjargaö mönnunum. Við þessa leit var i fyrsta sinn notuð hreyfanleg fjarskiptastöð sem komiö hafði veriö fyrir i bifreið. Þessar forkostulegu sjúkrabörur eru á hjólum, enda eru þær toiiflokkaðar sem hjólbörur! Auk verklegra æfinga voru siðan fluttir fyrirlestrar i Hliðardalsskóla fyrir björg- unarmennina og flutti Guðjón Pedersen framkvæmdastjóri Almannavarna fyrirlestur um skipulagningu björgunarstarfs. — HR Björgunarmenn samankomnir i Hliðardalsskóla, en alls voru þcir 400 á þessum afmæiisæfingum Flugbjörgunarsveitarinnar i Reykjavik. Björgunarmenn æfa sig i aö gera aö sárum hins „slasaöa”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.