Vísir - 29.05.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 29.05.1980, Blaðsíða 1
^^ ^ftii^ *>E& Fimmtudagur 29. maí 1980/ 126. tbl. 70. árg. Flugumferðarstjörar hóta yfirvinnubanni! ,,Við höfum dregið strik við næstu mánaða- mót og tilkynntum sam- gönguráðuneytinu í gær, að eftir þann tima sé yfirvinna okkar ekki til sölu nema á einum og sama taxta", sagði Baldur Ágústsson, for- maður Félags flugum- ferðarstjóra, i samtali við Visi i morgun. Flugumferðarstjórar hafa boð- að yfirvinnubann um næstu mán- aðamót, fallist ráðuneytið ekki á þá kröfu þeirra, að sömu greiðsl- urkomifyrirallayfirvinnu, hvort sem hún er til komin vegna veik- inda, orlofs eða aukinnar þjón- ustu. Hingað til hafa komið hærri greiðslur fyrir aukavinnu sem stafar af veikindum eða orlofi og vilja flugumferðarstjórar nú að sú viðmiðun gildi fyrir alla auka- vinnu. Yfirvinnubann hefði strax þau áhrif á innanlandsflugið, að fella yrði niður kvöldferðina til Akur- eyrar. Auk þess verða strax mikl- ar truflanir á einka- og kennslu- flugi. „Mér finnst óllklegt að þetta komi til með að hafa strax mikil áhrif á millilandaflugið, en auð- vitað verða truflanir á þvi flugi komi til veikinda flugumferðar- stjóra meðan á yfirvinnubanninu stendur því ekki verður um neina afleysingaþjónustu að ræða", sagði Baldur Agústsson. „Það er þannig með vinnu flug- umferðarstjóra, að hún er miklu meiri á sumrin en veturna og þeir hafa notað þá staðreynd sem vopn til að krefjast hærri launa fyrir þá vinnu, en venjulegir samningar segja til um", sagði Olafur Steinar Valdimarsson, skrifstofustjóri i samgönguráðu- neytinu, i samtali við Visi i morg- un. „Það hefur aldrei komið til greina af hálfu ráðuneytisins að láta þær greiðslur koma jafnt fyr- ir alla yfirvinnu allan ársins hring og við höldum fast við þá stefnu. Við höfum gert flugum- ferðarstjórum tilboð um að hafa sama hátt á i sambandi við greiðslur fyrir afleysingar i sum- ar og gert var i fyrra, en ef þeir fara út I þessar aðgerðir núna munum við að sjálfsögðu draga það tilboð til baka", sagði Ólafuf Steinar i morgun. —P.M. Sólin hefur leikio við iandsmenn siðustu dagana. Þessi mynd er frá Akureyri, en norðanmenn hafa feng- ið riflegan sólarskammt það sem af er sumrinu. Fleiri myndir frá Akureyri eru á bls. 15. Visismynd: GS/Akureyri. Spinnpækllssíld notuð í gaffalblta? „Það hefur ekkert leyfi verið gefið til Dess" - segir Jóhann Guðmundsson, Framleiðslueftirliti siávarafurða ,,Það hefur ekkert leyfi verið gefið fyrir þvi að spinnpækilssildin verði notuð i gaffal- bita", sagði Jóhann Guðmundsson, forstjóri Framleiðslueftirlits sjá- varafurða, i samtali við Visi. Eins og fram kom i Visi i gær eru um 600 tunnur af sild, sem saltaðar voru fyrir K. Jónsson á Akureyri, stórskemmdar af svo- kölluðum spinnpækli og grunur leikur á að sömu sögu sé að segja um að minnsta kosti 4000 tunnyr til viðbótar. Að sögn Jóhanns Guðmunds- sonar er mjög sjaldgæft að spinn- pækill finnist i sild, en þess væru dæmi að sllk sfld væri seld, en þá eingöngu með skriflegu samþykki kaupandáns þess efnis að hann keypti vöruna i þvi ásigkomulagi sem hún væri. I tilefni fréttarinnar i Visi i gær, haföi Björn Dagbjartsson, for-. stöðumaður Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, samband við blaðið og vildi koma þvi opinbér- lega á framfæri, að fréttin hafi ekki komið upphaflega frá honum eða hans stofnun. Hins vegar hafi honum alltaf þótt óskynsamlegt að neita aö svara spurningum blaðamanna eða ljuga i þá. Visi er það ánægja að staðfesta aö umrædd frétt var ekki komin frá Birni Dagbjartssyni eða Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- Sjá nánar um málið á bls. 8. —P.M Jarðgöng gegnum Múlann: Kosta eina Borgar- fjarðarbrú í opnu Visis I dag er fjallað um veginn um Ólafsfjarðar- múla, sem er lifæð ibúanna 1 Ólafsfirði. Hann hefur valdið möiinuin erfiðleikum og oft hefur staðið tæpt, að þar yrðu slys vegna skriðufalla og snjó- flóða. Þess vegna hafa heima- menn mikinn áhuga á fram- búðarlausn vegamálanna. Draumur þeirra er. að gerö verði jarðgöng gegnum Múl- ann og segir Valdimar Stein- grfmsson, eftirlitsmaður með Múlaveginum, að slik gbng kosti sennilega eins og ein Borgarfjarðarbrú. Nánar segir Glsli Sigur- geirsson, blaðamaður Visis á Akureyri, frá Múlaveginum i máli og myndum i opnunni i dag. »»• Aflafé rithðf- unda verður ekki blandað saman við listamanna- launin..." SjáíJlS. 9 Vinningar í sumar- getrauninni Dregið hefur verið 1 fyrsta sinni í sumargetraun Visis úr réttum lausnum vlð spurning- unni, sem blrtist i blaðinu 12. maf s.l. Verðlaun hlutu: Bosch-borvél CSB 450 E að verðmæti 76.500 krónur: Birgitta Hlin Gunnarsdóttir, Suðurgötu 29, Akranesi. Bosch-hjólsög, PKS 46, að verðmæti 77.000 krónur: Gyða Valdimarsdóttir, Hliðavegi 33, Siglufirði. Verðlaunin eru frá Gunnari Asgeirssyni h.f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.