Vísir - 29.05.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 29.05.1980, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 29. maí 1980. 8 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson. ' Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra *rétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendruo, Fríða Astvaldsdóttir, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónína Michaelsdóttir, Kris+>n Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, bórunn J. Hafstein. Blaöamaöur á Akureyri: GísH Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfi Kristiánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: 9ragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14 simi 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 8661L Askriftargjald er kr. 4800 á mánuöi innanlands og verö f lausasölu 240 krónur ein- takiö. Vísirer prentaöur • Blaöaprenti h.f. Síöumúla 14. Auka Þarf slysavarnir Vart líður sú vika að ekki berist tréttir um að einn eða f leiri haf i farist af slysförum með einum eða öðrum hætti. Auk þess slas- ast jafnan fjöldi fólks í mánuði hverjum og afleiðingarnar eru stundum ævilöng örkuml eða veruleg skerðing á starfsorku. Rannsóknir sýna að slys á börn- um eru algengari hér á landi en víða annars saðar. Þetta eru hryggilegar stað- reyndir og ekki bætir það úr skák að mörg slys verða vegna óvar- kárni en ekki ytri aðstæðna sem ekki verður ráðið við. Fámenn þjóð greiðir hér svo þungan skatt aðeinskis má láta óf reistað til að fækka slysum jafnt á sjó sem landi. Segja má að við séum nokkuð vel á vegi stödd hvað varðar björgun fólks sem lent hefur í slysum og óhöppum. Vel búnar björgunar- og hjálparsveitir eru reiðubúnar til starfa jafntá nóttu sem degi og hafa á að skipa harðduglegum og velþjálfuðum mönnum sem leggja mikið og ó- eigingjarnt starf af mörkum til hjálpar nauðstöddum. Starfsemi þessara sveita er ómetanleg og verður aldrei fullþökkuð. Hins vegar virðist nokkuð skorta á fyrirbyggjandi aðgerð- ir. Ekki leikur vafi á að með markvissum aðgerðum má draga úr slysum jafnt í umferð- inni sem á vinnustöðum og heimahúsum. Minna má á í þessu sambandi, að dráttarvélaslys voru óhugnanlega tíð í sveitum fyrir nokkrum árum en nú eru þau næsta fátíð. Þessa þróun má þakka hertum kröfum um öryggisbúnað dráttarvéla og er nauðsynlegt að gott eftirlit sé með að þessum kröfum sé fram- fylgt svo ekki sæki í sama farið aftur. Slysavarnarf élag Islands, Umferðarráð og fleiri aðilar hafa innt af höndum mikið upp- lýsinga- og fræðslustarf í þágu slysavarna. Má til dæmis nefna að fyrir öflugan áróður Slysa- varnarfélagsins þykja björg- unarvesti sjálfsögð þegar farið er út á vötn eða sjó á skemmti- bátum. Nú fer tími sumarleyfa í hönd með vaxandi ferðalögum um byggðir landsins. Fyrir utan þær hættur sem stafa af slæmum vegum eru ölvaðir ökumenn mesti ógnvaldur umferðarörygg- is. Lögreglan á Selfossi tók 23 ökumenn fyrir meinta ölvun við akstur um síðustu helgi. Lögregl- an í Reykjavík hefur kært á fimmta hundrað ökumenn fyrir sömu sakir það sem af er árinu. Tugir þeirra höfðu valdið um- ferðaróhöppum eða slysum. Engar tölur eru til um allan þann fjölda ölvaðra ökumanna sem sleppur án afskipta lögreglu. Baráttan gegn ölvunarakstri er einn af þeim þáttum slysavarna sem ekki er nægilega sinnt í dag og þar verður að gera stórt átak svosnúa megi þessari óheillaþró- un við. Þúsundir ökumanna virð- ast ekki gera sér Ijóst að áfengi og akstur fer ekki saman. Hægt væri að nefna f jölda dæma um á- takanleg slys sem ölvaðir öku- menn hafa valdið en það er eins og kæruleysið sé allsráðandi í þessum efnum og það þyki ekki lengur tiltökumál að missa öku- leyfi vegna aksturs undir áhrif- um áfengis. ökuleyfissviptingar og fjár- sektir eru greinilega ekki nógu á- hrifamiklar aðferðir einar sér til að koma mönnum í skilning um hættuna sem fylgir því að hafa Bakkus undir stýri. Hér þarf að koma til stóraukin fræðsla í f jöl- miðlum sem væri þannig úr garði gerð að enginn kæmist hjá því að veita henni athygli. Einnig kæmi til álita að breyta á einhvern hátt þeim refsingum sem nú gilda um ölvunarakstur. Aðalatriðið er að tekin verði upp virk barátta á áhrifamikinn hátt gegn þessum slysavaldi og þeim öðrum orsökum slysa sem á okkar valdi er að hafa áhrif á. Komið hefur i ljós að um 600 tunnur af síld, sem FiskimjöJsverk- smiðjan á Höfn í Hornafirði saltaði fyrir K. Jónsson á Akureyri eru stórskemmdar, en i þeim hefur fundist svo- kallaður spinnpækill. Verið er að athuga hvort nota megi þessa sild i gaffalbita sem seldir yrðu á Rúss- landsmarkaði, eins og frá var skýrt i Visi i gær. AB sögn Arna Jónssonar hjá afuröalánadeild'Landsbanka Is- lands geröu K. Jónsson á Akur- eyri og Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga á Höfn í Hornafiröi, en þaB rekur fiskimjölsverksmiBj- una, meB sér kaupsamning, sem fólst i þvf aö I fiskimjölsverk- smiöjunni yröu saltaBar 4500 tunnur af slld fyrir K. Jónsson, en slldin var hugsuö til fram- leiöslu á gaffalbitum. Heföi Landsbankinn lánaö út á þessa framleiBslu og jafnframt fengiö veörétt I henni. ViB athugun, sem slldarmats- menn frá Framleiöslueftirliti sjávarafurBa geröu, hefBi slöan komiB I ljós, aB spinnpækill heföi fundist I hluta af þessari framleiöslu. TaliB er aB spinnpækill hafi komiö upp vegna þess aö tunn- urnar, sem slldin var söltuB I, heföu veriö notaöar áBur. Gaffalbitar þeir sem hér um ræöir munu vera upp I fram- leiöslu sem ætluö er á Rúss- landsmarkaö. Leikur grunur á aB gerill sá sem veldur spinn- Lagmetismálið á Hfifn í Hornafirði: Sfiltuð síid fyrir 300 milljónir er í hættu Sfldarsöltun á Höfn I Hornafiröi: 600 tunnur af sild sem þar voru saltaöar fyrir K. Jónsson á Akureyri hafa reynst innihalda svokallaöan spinnpækii. pæklinum sé einnig I alls voru saltaBar SOOOtunnur af Hins vegar gæti slldin I þeim a.m.k. 4000 öörum tunnum, en slld fyrir K. Jónsson. tunnum hugsanlega veriö hæf til framleiöslu á gaffalbitum, þar sem langur timi getur liBiB þangaö til spinnpækill kemur upp, þótt um sýkingu sé aö ræöa, ef slldin er geymd i réttu umhverfi, aö sögn Björn Dag- bjartssonar forstööumanns Rannsóknarstofnunar sjávarút- vegsins. Björn sagöi aö fariö heföu fram rannsóknir á þvl hvort óhætt væri aB nota síld úr þeim tunnum sem spinnpækill- inn heföi fundist i til framleiöslu á gaffalbitum. Væru þessar at- huganir geröar I samvinnu viö K. Jónsson. Þá heföu einnig fundist I sýnum úr slldinni sem hefBi veriö söltuö fyrir K. Jóns- son of hátt hlutfall af saltpétri miöaö viöstaöla I ýmsum þeim löndum sem keyptu gaffalbita. AB ööru leyti vildi hann ekki tjá sig um máliB en tók fram aö þau sýnisem rannsökuB heföu veriö, heföu ekki komiö úr útflutnings- sýnishornum, heldur eingöngu úr hráefni til gaffalbitafram- leiBslu. 1 Jóhann Guömundsson for- stjdri Framleiöslueftirlits sjávarafuröa sagöi I viBtali viB Vísi aö ekkert leyfi heföi veriö gefiB fyrir því aö spinnpækils- sildin væri notuö I gaffalbita. Mjög sjaldgæft væri aö spinn- pækill fyndist I slld, en þess væru dæmi aö sllk slld væri seld, en þá eingöngu meB skriflegu samþykki kaupandans aö hann keypti vöruna I þvi ásigkomu- lagi sem hún væri. Vísir hafBi samband viö Her- mann Hansson kaupfélags- stjóra Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga en hann vildi ekkert tjá sig um þetta mál, en taldi aö þaö snerti kaupfélagiB ekki lengur. Samkvæmt heimildum VIsis mun verömæti þeirra 4500 tunna þar sem grunur leikur á aB spinnpækilssýkillinn geti fund- ist, um 300 milljónir króna. — H.R. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.