Vísir - 29.05.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 29.05.1980, Blaðsíða 13
12 „Min skoðun er að eina framtiðarlausnin i samgöngumálum okkar ólafs- firðinga sé jarðgöng i gegn um ólafsfjarðarmúla. Ef núverandi vegur á hins vegar að vera til frambúðar, þá tel ég rétt að setja vegsvalir á Brikar- gil, þvi þar er snjóflóðahættan mest og aðstaðan best til að koma slikum svölum við. Þar er lika eini staðurinn þar sem koma snjóflóð eftir að snjór er horfinn úr byggð, jafnvel fram eftir öllu sumri”, sagði Valdimar Stein- grimsson, umsjónarmaður vegarins um ólafsfjarðarmúla, í samtali við Visi. Valdimar ætti aB vita hvað hann er að segja, þvi óhætt er að fullyrða að hann þekki aðstæður á Múlavegi manna best. Hann hef- ur unnið við veginn allt frá þvi hann var opnaöur og einnig vann hann tvö síðustu árin við lagningu hans. Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er einn sá glæfralegasti hérlend- is. Þar hafa þó orðið ótrúlega fá óhöpp. Stundum hefur þó legið nærri, t.d. vegna snjóflóða i Brik- argili. Fyrir skömmu féll þar eitt stærsta flóö sem þar hefur komið á þessum árstima og sagt var frá i Visi. Það flóð kom ofan úr brún Múlans, enda nær allur snjór horfinn i kring um vegarstæðið. Þar skiptu minútur sköpum. Skömmu eftir að flóðið féll dreif að bila með fárra minútna milli- bili. Meöal þeirra var áætlunar- billinn frá Akureyri, fullskipaður fólki. Þegar blaðamaður Visis sendi inn fréttina af umræddu snjóflóði sagði Ellert Schram, rit- stjóri: „Þvi gastu ekki lent i sjálfu flóðinu maður, þá hefði þetta orðið miklu betri frétt”!!! En i alvöru: Þarf að verða mann- skaði á þessum stað til að eitt- hvað verði gert? T e x t i o g myndir: Gisli Sigurgeirs- son, Akureyri Valdimar Steingrimsson ætti aö þekkja Múlaveginn manna best Þaft er oft glannalegt aft sjá tii snjóruftningstækjanna I Ólafsfjarftarmúla, því oft er ekki annaft undir framhjólunum en snjórinn. Hér er verift aft ryftja veginn eftir snjóflóðift á dögunum og Valdimar fylgist meö ef annaft skyldi koma engum togum að flóöið tók bilinn með sér og hafa ekki farið sögur af honum siöan. A einhvern óskiljanlegan hátt komst Valdi- mar út úr bilnum á miðri leið og slapp með skrámur og smá eymsli i fingri. Þó var þetta i stórgrýtis urð. í annaö skipti féll snjóflóð á fé- laga Valdimars, Gunnólf Arna- son, þar sem hann var að vinna með jarðýtu i Brikargili. Valdi- mar kom að og byrjaði að moka Gunnólf upp. Þá sá hann hvar annað flóð var á leiðinni. „Gunn- ólfur var eins og steyptur i gifs i ýtunni, þannig að ég átti ekki annan kost en að forða mér og skilja hann eftir”, sagði Valdi- mar. Þegar seinna flóðið var gengið tókst að ná Gunnólfi upp köldum og þjökuðum, en að öðru leyti ómeiddum. Hresstist hann fljótt, enda maðurinn hraustur. Grjóthrunið ekki siður hættulegt Grjóthrun er alltaf til staðar i Múlanum og ekki siður hættulegt en snjóflóðin. Mest er það þó við miklar hitabreytingar, vatnsveð- ur og hvassviðri. Steinarnir eru misstórir og takið nú eftir — það er hættuminnst að aka sem næst vegbrúninni vegna grjóthrunsins — og Valdimar vildi eindregið ráðleggja vegfarendum að leggja bilum sinum á útskotum, en ekki við innri vegkantinn. Þar væri bæði bill og fólk i hættu. Það er mikil vinna við eftirlit og viðhald meö Múlavegi árið um kring. Hætturnar leynast viða eins og hér hefur komið fram, en er hægt að gera eitthvað til að draga úr slysahættunni og um leið lækka viðhaldskostnaðinn? „Ég held að það sé að kasta Vegsvalir gera sitt gagn Ef þarna heföu veriö vegsvalir, sem Valdimar minntist á, þá heföu þær lyft snjóflóðinu yfir veginn. Gerö sllkra svala hefur verið til umræðu og þá viðar en i Brfkargili. Valdimar taldi þær hins vegar ekki koma að gangi i öörum gilum. Fé hefur verið veitt á fjárlögum til hönnunar á sliku mannvirki en aldrei meir. Hvers vegna? Samkvæmt upplýsingum Lárus ar Jónssonar, alþingismanns, hefur náðst samstaða um það meðal þingmanna kjördæmisins, að láta gera könnun á hvernig vegasamband við ólafsfjörð verður best tryggt Yrðu þá allir möguleikar kannaðir, þar á með- al jarðgöng. Þegar niðurstöður lægju fyrir væri hægt að taka stefnumarkandi ákvarðanir i þessu máli, „i staö þess aö tala út og suöur eins og mönnum hættir til núna”, sagði Lárus. peningunum i ekki neitt að setja vegsvalir á fleiri gil en Brikar- gil”, sagði Valdimar. „Við losn- um aldrei við þetta nema með jarðgöngum i gegn um Múlann. Þar þyrfti um 5,2 km löng göng, en þá gæti verið greiðfært til Akureyrar jafnvel þó snjóaði dög um saman. Þetta hefur þó litið verið skoðað, t.d. er ekki mikið vitað um berglög. Þó finst mér ekki ósennilegt að þau geti verið heillegri heldur en t.d. I Stráka- göngum, þar sem þetta yrði innar og áhrifa veðrunar ætti ekki að gæta eins mikið. En hvað kæmu svona jarðgöng til meö aö kosta? „Svona eins og eina Borgar- fjarðarbrú, ekki meira”, svaraði Valdimar i lok samtalsins. G.S. Akureyri. Harðnar við hverja raun Mörgum finnst nóg um að fara Ólafsfjarðamúla einu sinni, þó ekki þurfi þeir að fara hann oft á dag viö misjafnar aðstæður. Valdimar var næst spurður hvort Múlinn væri ekki að „taka hann á taugum”? „Ætli þaö, ég heföi þá gefist upp strax”, svaraöi Valdimar. „Ég viöurkenni þó að hafa orðiö svo- litiö smeikur stundum, en það hafði góð áhrif á mig hvað ég slapp vel út úr snjóflóðinu um ár- ið”, sagði Valdimar. Einhver heföi nú lagt árar i bát eftir þá llfsreynslu. Valdimar var á eftirlitsferð um Múlann á jeppa sinum þegar hann lenti i snjóflóði isvonefndu Drangsgili. Skipti það Hér hjálpar Valdimar fólki frá Ólafsfirfti, sem var aft koma úr kaup^ staftarferft frá Akureyri, yfir snjóflóftift. Hér má glöggt sjá umfang snjóflóftsins, sem er þaft stærsta sem komift hefur á þessum árstima SpjaiiaO viö valdímar Steingríms- son. eftlrllts- mann með veglnum um ólafs- fjarðarmúla VÍSIR Fimmtudagur 29. mai 1980. 12 WSffl Fimmtudagur 29. mai 1980._____________________________________________________________________________________ 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.