Vísir - 29.05.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 29.05.1980, Blaðsíða 16
WÍSIR Fimmtudagur 29. mai 1980. Umsjón: Magdaiena Schram Snorri Sturluson (Sigurður Hallmarsson) veitir leikstjóranum, Þráni Bertelssyni, allra náöarsamlegast áheyrn... Búningarnir eru hinir skrautlegustu og fylgja með ýmsir skartgrip- ir. Talið er að skraut það sem hér er verið að hengja á Kristbjörgu Kjeid sé milijóna virði. Snorra-kvikmyndin komin á rekspðl: Tðkur hafnar í Saltvík 1 öndvegi sat Snorri Sturlu- son. Á sveimi þar um kring mátti sjá konu hans og dóttur, synina Jón Murt og órækju, auk þess aðskiljanlega vigamenn, húskarla og griðkonur. Ein- hvers staðar var lika biskupinn i Skálholti í visitasiu. Við vorum i Valhöll, búð Snorra á Þingvöll- um árið 1229 en ekki nema i þykjustunni þvi þarna var verið að taka upp kvikmynd. Kvikmyndataka á myndinni margfrægu um Snorra er nú hafin. Inniatriðin verða tekin uppi Saltvik en einmitt þar hafði Snorrabúð verið reist. Stór og mikil hlaða hefur verið innrétt- uð sem stúdió og þar munu, áð- ur en lýkur, hafa risið alls konar vistarverur, jafnt kóngshallir sem kotbýli. Úti-atriði myndarinnar verða siðan tekin hér og þar um landið og verður taka sumra þeirra að biða haustsins en að öðru leyti er stefnt að þvi að ljúka sem mestu i sumar. Eins og skýrt hefur verið frá er það Sigurður Hallmarsson, leikari frá Húsavik, sem fær það erfiða hlutskipti að túlka Snorra Sturluson en sonur Sigurðar, Hallmar, leikur Órækju, son Snorra. Með nokkur önnur helstu hlutverk fara Kristbjörg Kjeld sem leikur Hallveigu Ormsdóttur, Egill Ólafsson sem leikur Sturlu Sighvatsson, Gisli Halidórsson sem leikur Sighvat Sturluson, Hjalti Rögnvaldsson sem leikur Gissur jarl, Arnar Jónsson sem leikur Hákon kon- ung, Helga Jónsdóttir sem leik- ur Hallberu Snorradóttur og Arni Blandon sem leikur Jón Murt. Alls eru hlutverkin rúm- lega 40. Valhöll, búðSnorra á Þingvöllum. Snorrisitur I öndvegi en Þráinn Bertelsson leiðbeinir. Visismyndir: BG. Hressi- legur flutn- ingur Sinfóniuhljómsveit íslands Siðustu reglulegu tónleikar á þessu vori, i Háskólabiói 22. mai. Stjórnandi Gilbert I. Levine Einleikarar Guðný Guðmunds- dóttir og Unnur Sveinbjarnar- dóttir Efnisskrá: Jón Nordal: Tvisöngur fyrir fiðlu, viólu og hljómsveit W.A. Mozart: Konsertsinfónia i Es-dúr, K. 364 Johs. Brahms: Sinfónia nr. 4 i e-moll, op. 98 Margt hefur verið frumflutt hér af íslenskum tónverkum á liðnum vetri. Sum þeirra höfðu áður ver- ið frumflutt erlendis, og er það til marks um það, að islensk tónlist telst nú fyllilega gjaldgeng á al- þjóðamarkaði. Þetta hefur raun- ar verið svo um nokkurt árabil, þó að heimamenn hér hafi ef til vill ekki áttað sig á þvi til fulls. Eitt af þessum verkum er ,,Tvi- söngur” Jóns Nordals, sem er saminn að ósk sænskrar tón- listarstofnunar, Malmö Konsert- hus, á haustmánuðum 1979 og var frumfluttur þar i janúar sl. Litill vafi er á þvi, að búseta tveggja ágætra islenskra listamanna, þeirra Einars G. Sveinbjörnsson- ar og Ingvars Jónassonar, i Svi- þjóð, hefur ráðið nokkru um þann búning, sem tónskáldið valdi verkinu, enda fóru þeir Einar og Ingvar með einleikshlutverkin, þegar það var frumflutt. Hér voru það 2 ungar listakon ur, sem léku þessi hlutverk og fór- Teikíist Jón Þórarins- son tónskáld skrifar st þaö prýöilega úr hendi. Þetta er ekki átakamikið verk eða margbrotið á ytra borði, en rikt af fingerðum blæbrigðum, sem að hluta til a .m .k. eiga rætur i frjáls- legri en mjög snjallri úrvinnslu þeirrar þjóðlegu tónlistarhefðar, sem geymst hefur I islenska tvi- söngnum. Þannig virðist mér þetta verk tengjast með nokkrum hætti ýmsum eldri verkum Jóns Nordal, þar sem oft kvað við þjóðlegan tón, án þess að vitnað væri til þjóðlaga eða likt eftir þeim. Þessi tónn er jafnframt mjög persónulegur og að áliti undirritaðs áhugaverðari en flest annað, sem fram hefur komið hér i nýrri tónsköpun að undanförnu, að þvi ólöstuðu. Konsertsinfónia (Sinfonie concertante) Mozarts er fagurt verk, sem heyrist of sjaldan, og gerðu einleikararnir þvi einnig hin bestu skil. í báðum fyrrnefndum verkum agaði stjórnandinn hljómsveitina til hófstillts undirleiks, eins og hann hefur áður sýnt að honum er mjög lagið. En i sinfóniunni eftir Brahms kom það fram, að hann er vanur stærri hljómsveitum, þar sem styrkleikahlutföll hljóð- færaflokkanna eru eðlileg og ekki þarf að leika þá sérstöku jafn- vægislist sem hér er nauðsynleg, ef besti árangur á að nást. Blásararnir báru strengina al- gerlega ofurliði, svo að allur greinamunur aðalatriða og auka- atriöa rauk út i veður og vind. En hressilegur var þessi flutningur og hefði sjálfsagt verið skemmti- legur, ef strengjadeild Sinfóniu- hljómsveitarinnar væri helmingi öflugri en hún er. Jón Þórarinsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.