Vísir - 30.05.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 30.05.1980, Blaðsíða 1
*5í£fc Framleiðsia trystihúsanna aldrei meiri en í fyrra: SAMT AÐEINS ÞRHUUNGS NÝTING Á FRYSTIHÚSUNUM! Afkastageta hraöfrystihús- anna á tslandi er áætluð fast að einni milljón tonna á ári, sam- kvæmt upplýsingum, sem Visir fékk hjá Áætlanadeild Fram- kvæmdastofnunar rlkisins. Framleiðslan var aftur á inóti 349.000 tonn á árinu 1979 og hefur aldrei verið jafnmikil fyrr. Nýting húsanna er þvi aðeins 35%. „Heildarþorskaflinn árið 1979 var 563.000 smálestir og haföi aukist um 15,8% frá árinu á undan. Af þessum afla fóru 349.000 smálestir I frystingu. Var þaö 10,5% aukning frá árinu 1978. Með heildarþorskaflanum er átt við þorsk, ýsu, löngu, keilu, steinblt, karfa, skötusel og spærling I aflanum," sagði Gunnar Guðjónsson, formaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, í ræðu sinni á aðalfundi SH 1 gær. I ræöu hans kom einnig fra'm, að innan vébanda SH eru rúm- lega 70 frystihús og um 35 hjá SÍS. Heildarframleiðsla frysti- húsanna árið 1979 var 143.602 smálestir og hafði aukist um 25,8% frá árinu á undan. Þar af voru 114.342 smálestir fryst fiskflök og blokkir. Aukningin var 17,9% og er þetta i fyrsta sinn, sem framleiðsla f'laka og blokka fer yhr 100.000 smá- lestir. Þá nefndi formaður, að aukn- ing á framleiöslu verðlitilla fisktegunda, sem að auki er erfitt að selja, heföi verið mikil, t.d. hefði framleiðsla á karfa- flökum og blokkum aukist um rúmlega 100% frá árinu 1977, og skapaði þessi aukning erfiðleika I birgðamyndun og sölu. Heildarútflutningur lands- manna á frystum sjávarafurð- um áriö 1979 var 142.111 smá- lestir að verðmæti 108 milljarðar króna. Þá kom fram I ræðunni, að þrátt fyrir mikla framleiðslu, aukinn útflutning og tiltölulega gott markaösverð, hefur hrað- frystiiðnaðurinn Hklegast aldrei staðið frammi fyrir jafnmiklum erfiðleikum og nú, og kemur margt til. Þar ræður verðbólgan mestu, en auk þess aukin sam- keppni, óheppileg samsetning aflans o.fl. sv „Það er draumur að vera með dáta", var sungið hér á árunum, en sá draumur getur þóorðið að martröð, það fengu 75 skátar úr Reykjavfk og Kópavogi að reyna í gær, þegar þeir lentu I flugslysi með jafnmörgum dátum á Keflavfkurflugvelli. En þetta var allt I „látustunni" sem betur fer aðeins verið að prófa hvernig björgunarkerfi almannavarna virkaði _ 0g þaö virkaði bara nokkuð vel — þó ekki væri það gallalaust. Þeir „slösuðu" léku sitt hlutverk af mikilli innlifun, ekki sfst þessar ungu stúlkur.sem léku móðursýkiskast eftir „sjokkiö"og o!lu? mtklum usla I greiningarstöðinni. Þurfti fflefldan karlmann til að hafa þær rólegar. Nánarábls.3. Visismynd: G.S. Rannsðknar- Iðgreglan vlssl ekkl um „flugslysið" Rannsóknarlögregla rfkisins var ekki látin vita um „hópslys- ið", sem var sviðsett á Keflavfk- urflugvelli I gær. Hins vegar er ljóst, að það mun lenda á raiin- söknarlögreglunni að fram- kvæma rannsókn á flugslysum, sem verða f raun og veru. Það var ekki fyrr en rannsðkn- arlögreglan fór að spyrjast fyrir um ferðir sjúkrabfla suður á Keflavikurvöll, að vitneskja fékkst um hvaö væri á seyði. Vfsir spurði Guöjón Petersen, framkvæmdastjóra Almanna- varna, um þetta atriði I morgun. Guðjón sagði, að staða Rannsókn- arlögreglu rikisins innan svona æfinga væri óljós. Flugturninn á Keflavikurvelli hefði látið flug- málastjórn I Reykjavik vita um „slysið" og flugmálastjórn heföi þá átt að láta RLR vita, ef ástæða þætti til. —SG Vlnningshafi í Sumargetrauninni Vinningshafi I Sumargetraun Vísis frá I3.maí síöastliðnum er Hannes Blöndal, Búlandi 7, Reykjavlk. Vinningurinn er Kenwood Electronic Chef aö verömæti 203.900 krónur. Vinningurinn er frá Heklu hf. Atðk í göngugðtunni: VECFARENDUR REÐUST AÐ L0GRE6LUNNI Til átaka kom i göngugötunni i Austurstræti um miöjan dag i gærþegar lögreglan fjarlægöi fólk sem þar sat við drykkju i góðviðrinu. Nokkrir veg- farendur veittust að lögreglunni og voru þrir handteknir. Þurfti að setja einn mann i járn. Að sögn lögreglunnar vill bera kyns lýður setjist að i göngugöt- áþviþegargotterveður, aðalls unni til aö stunda drykkju og betl. Truflar þetta eðlilega um- ferð um götuna og veldur veg- farendum óþægindum og leið- indum. Akveðið var áð fjarlægja þennan óæskilega hóp úr Austurstræti I gær og nokkrir lögreglumenn komu til að ýta fólkinu í burtu. Nokkrir vegfar- endur veittust þá að lögreglunni og reyndu að koma i veg fyrir að hún gæti sinnt sinu starfi. Einn maður. sem gerðist sérstaklega aðsópsmikill I garð lögreglunn- arvar handjárnaður á staðnum og tveir til viöbótar voru hand- teknir. Sögur um að lögreglan hafi barið á fólkinu. segir lög- reglan að séu tómur uppspuni. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.